30.11.02

27.11.02

Bullið er í hámarki!

Hvernig stendur á því að þegar maður hefur heila önn til að skrifa þrjár ritgerðir þá á maður samt tvær eftir þegar fjórir dagar eru eftir af önninni? Í gær skilaði ég ritgerð um stækkun ESB til austurs. Ég var vægast sagt á síðustu stundu. Á mánudagskvöldið kom ég heim af æfingu og settist við skriftir um níuleytið. Um miðnætti fór ég fram og bókstaflega þambaði kaffið. Ekki vildi betur til en svo að ég fékk koffíneitrun. Alveg stjarfur fór ég að sofa um þrjúleytið. Um nóttina vaknaði ég svo skjálfandi, kaldur og hrakinn og til að bæta gráu ofan á svart var ég farinn úr axlarlið en ég kippti því nú í liðinn. Ég mæli ekki með kaffidrykkju. Ég vaknaði síðan snemma til þess að klára ritgerðina sem átti að skila í tíma sem byrjaði 1315. Á 13. tímanum lagði ég lokahönd á helvítis ritgerðina en gerði mér svo lítið fyrir og missti tvisvar af strætó og þurfti að hlaupa niðrí Mjódd til þess að ná honum. En ég náði svo að skila ritgerðinni bókstaflega á síðustu stundu. Kennarafíflið hafði ákveðið að hafa tímann í styttra lagi, Atli hringdi í mig og sagði mér að tíminn væri búinn. Ég tók á sprett og þegar ég kom í Lögberg mætti ég samnemendum mínum, ég hljóp yfir Thongið, Skinkuna og Guppy í örvæntingu minni þar sem ég bjóst við að kennarinn væri farinn en hann var sem betur fer ennþá á staðnum. Móður og másandi henti ég ritgerðinni í hann og sagði honum að drulluhalda kjafti.

Ekki er allt búið enn því að nú þarf ég að fara að skrifa ritgerð um einhvern leiðtoga. Ritgerðinni á að skila á föstudaginn og ég er ekki einu sinni búinn að velja mér leiðtoga til að skrifa um. Einhverjar hugmyndir? Ég er í ruglinu!!!
Takk, takk hér.
Örvæntið eigi

Því Buffhrúturinn er mætur á nýjan leik. Já þannig er mál með vexti að Internetið hefur verið í tómu fokki hérna heima hjá mér síðustu daga og hef ég því ekki getað tjáð mig á þessari ágætu síðu í dágóðan tíma. Ég hef orðið var við að ákveðinnar örvæntingar og hræðslu hefur gætt meðal aðdáenda minna en þeir geta nú tekið gleði sína á ný.
Vei! Vei!

22.11.02

Síminn minn er týndur...

...og Arnþór og Atli líka. Ég finn ekki símann minn en mig grunar að hann gæti leynst í bílnum hans Arnþórs, Hvítu Þrumunni. Til þess að reyna að komast að því hef ég í allt kvöld reynt árangurslaust að ná tali af Arnþóri og Atla sem einnig var staddur í Hvítu Þrumunni þegar ég yfirgaf hana. Mér dettur helst í hug að Arnþór sé búinn að týna bílnum sínum (það hefur svo sem gerst áður) og að Atli sé gyðingur gyðingur gyðingur, gyðingur gyðingur gyðinguur, gyðingur gyðingur gyðingur, gyðinguur gyyyðingur.
Alla vega væri fínt ef að þú myndir tékka á því fyrir mig Arnþór hvort að síminn minn sé í bílnum þínum.
Takk, takk.
Stebbi meistari

Nú er lokið fyrir nokkru síðan fyrstu Íslands/heimsmeistarakeppni í mini-golfi. Skemmst er frá því að segja að sigurvegari mótsins varð enginn annar en co-heimsmethafinn Stebbi. Stebbi þótti sýna mestan stöðugleika keppenda og snilldartilþrifin voru aldrei langt undan hjá kappanum. Stebbi er svo sannarlega vel að titlinum kominn og óskar Buffhrúturinn honum innilega til hamingju. Í sigurlaun hlaut meistarinnn 9 krónur íslenskar. Lengi vel leit út fyrir að verðlaunaféð yrði aðeins 7 krónur íslenskar en að keppninni lokinni náðust samningar við nýjan styrktaraðila keppninnar, Ara Tómasson, sem styrkti mótshaldara um 2 krónur íslenskar. Sannarlega rausnarlegt af Ara og á hann þakkir skyldar.
Áhugasömum vil ég benda á greinargóða umfjöllun um keppnina á síðunni hans Stebba.

21.11.02

Íslands/heimsmeistaramótið hafið

Nú er lokið fyrri keppnisdegi af tveimur í Íslands/heimsmeistaramótinu í mini-golfi. Þrír atvinnumenn eru skráðir til leiks; Atli, Daði og Stebbi og einn áhugamaður, Arnþór. Atvinnumennirnir hafa ekki verið að spila eins og þeir gera best og hafa alls ekki sýnt stöðugleika í sínum leik. Áhugamaðurinn Arnþór má þó vel við una með sína spilamennsku. Staðan að loknum þessum fyrri degi er:

1. Stebbi 62 högg
2. Daði 65 högg
3. Atli 70 högg
4. Arnþór 78 högg

Nú hefur verið gert matarhlé og fer seinni keppnisdagur fram að því loknu. Ljóst er að spennan er gríðarleg og nú fer að reyna á taugar keppenda. Verðlaunfé hefur verið ákveðið 7 krónur íslenskar en hefði verið 8 krónur væri einn keppandinn (Atli) ekki gyðingur af verstu gerð.

20.11.02

Nýtt heimsmet!!!

Seint í gærkvöldi setti ég nýtt og glæsilegt heimsmet í mini-golfinu - 24 högg!!!
Góður árangur og sannarlega gott veganesti inn í heimsmeistaramótið sem haldið verður á næstunni.
Feita barn

Í hádeginu fór ég ásamt nokkrum félögum mínum úr Fram í Sporthúsið í Kópavogi. Saman voru komnir ásamt mér þeir Andrew McCarthy, Taggart, Kokkurinn og Rikki Chang. Við byrjuðum á því að stíga á vigtina og fara í fitumælingu - þá hlaut ég enn eitt viðurnefnið, feita barn. Ekki svo að skilja að ég hafi verið þyngstur eða með mestu fituprósentuna, ó nei. En mönnum þykir gaman að kalla mig hinum ýmsu nöfnum, nægir þar að nefna "Dauði", "Meistarinn", "Buffið" o.fl. Kokkurinn gladdist mjög yfir því að Buffið skyldi vera með hærri fituprósentu en hann og fann einhverja þörf hjá sér til að skaprauna Buffinu með því að kalla það feitt barn.
Reyndar er ég með samsæriskenningu. Ég vil meina að vigtin sé vitlaust stillt til þess að mótivera fólk, þ.e. vigtin er vitlaust stillt svo að fólk fái áfall þegar það stígur á hana og fari svo alveg brjálað að lyfta og hlaupa á fullu. Annað hvort það eða ég er bara feitt barn.
Buffið lét þó ekki að sér hæða þegar komið var að því að mæla hámarksþyngdir í bekkpressu o.fl. Buffið fór létt með 95 kílóin og átti góða tilraun við 100kg. Þá var feita barnið ekki lengur feitt barn heldur pura BUFF!!! Hmm...yes.
Annars verð ég að segja að mér líst bara mjög vel á aðstöðuna í Sporthúsinu og ég minni á að ég er með nokkur kort til sölu á gjafaverði.
Hmm...yes.
Tap gegn Eistum

Við töpuðum fyrir Eistum! Þarf að segja meira?
James Coburn látinn

Á hamstrinum er frétt þess efnis að leikarinn James Coburn sé látinn. "Áhugavert" segja sumir, "mér er alveg sama" segja aðrir. Einnig kemur fram að Coburn var einn af The Magnificent Seven, "ótrúlegt!!!" segja allir.
Jæja.
Hrútarnir eru mál málanna

Eftirfarandi frétt er tekin af fréttamiðlinum frettir.is:
"Vísindamenn hafa komizt að þeirri niðurstöðu að einn af hverjum tíu hrútum er samkynhneigður. Þegar gerð var rannsókn á kynhneigð hrúta kom í ljós að 6 til 10% þeirra löðuðust að öðrum hrútum."

Hann Tumi fer á fætur
við fyrsta hanagal
að hanga yfir hrútum
sem hommast fram í dal.

En kóngur vill hann verða
í voða stórri höll
og þessi er hans ætlan
afskaplega snjöll:

Snati hans er hirðfífl
og hestur ráðgjafinn,
og Smalahóll er höllin,
en hrútur drottningin.

Hmm...yes!

19.11.02

Steiktihrúturinn öf(l)ugur!

Steiktihrúturinn heldur uppteknum hætti og bloggar sem fyrr af miklum krafti. Gaman er að sjá hvílíka vinnu drengurinn leggur í þetta.
Hvernig finnst ykkur Gústi?

Svartisauðurinn setti í dag upp skoðanakönnun á síðu sinni. Þar hyggst hann komast að því hvað fólki finnst um hann. Valmöguleikarnir eru fjórir:
1. Með frábæran líkama
2. Stórkostlegur!
3. Undursamlegur!
4. Hönk!

Það sjá það allir sem þekkja þann svarta að enginn þessara valmöguleika á við um hann og því engin leið að taka þátt í könnuninni. Hlýtur blámaðurinn því að vera afar óöruggur og ómeðvitaður um eigið ágæti (sem reyndar er lítið). Legg ég til að hann breyti valmöguleikunum í eftirfarandi:
1. Gúlli!
2. Ég er veikur!
3. Bringusundsmaður!
4. Marbendill!
Já líka uppselt!

Nú er líka orðið uppselt á tónleika Nick Cave sem verða á Breiðvangi 9. des. Þetta er magnað, það seldist bæði upp á Coldplay og Cave á fyrsta degi miðasölunnar. Það er þó verið að tala um að halda aðra tónleika með Cavearanum 10. des, kappinn hefur samþykkt það en það er bara spurning hvað forráðamenn Breiðvangs segja.

18.11.02

Og þá hló marbendill

Eins og glöggir lesendur einræðna Svartasauðs hafa eflaust tekið eftir hefur sá svarti undanfarið lokið öllum skrifum sínum á orðatiltækinu: "og þá hló marbendill". En hvað þýðir þetta? Það veit negrinn ekki en Buffið er eins og svo oft áður fróðari en aðrir Hrútar og hyggst því uppfræða sótsvartan almúgann.
Orðatiltækið vísar til þess þegar e-r (oftast lítilgildur) glepst yfir óhappi eða óförum annarra. Úr þjóðsögum er kunn frásögnin ef viðskiptum og marbendils en minnið er miklu eldra. Þannig er að finna svipað orðasamband í Hálfs sögu. Sennilega er langt um liðið síðan sá svarti las Hálfs sögu en við skulum vona að hann rifji hana fljótlega upp.
Uppselt?

Ég heyrði í dag að það væri orðið uppselt í stúku á Coldplay-tónleikana 19. des. Ég veit ekki hvort að ég á að vera svekktur. Það kostar auðvitað einhvern 5000 kall og ég veit ekki hvort að fátækur námsmaður eins og ég hefði tímt því. Reyndar grunar mig að Sænskihrútur sé búinn að kaupa miða sem hann ætlar að gefa mér. Sá sænski var mjög dularfullur í dag. Hann sagðist luma á einhverju sem hann gæti ekki sagt mér en sagði að þetta kæmi allt í ljós eftir svona mánuð. Og hvað er eftir mánuð? Jú mikið rétt, það eru tónleikarnir. Ef þessi tilgáta mín reynist ekki rétt þá verð ég bara að láta mér nægja að hlusta á diskinn.

17.11.02

Þetta...

... er mikil snilld!
United eru aumingjar!!!

Við Hrútar komum saman hér að heimili Buffhrútarins í dag og fylgdumst með hörmulegu liði United gera jafntefli við botnlið West-Ham. Það markverðasta við leikinn var sennilega það að Beisi, Hrepstjórinn, Gunnar Sveinn, Kiddi Yo og Stebbi Baldvin voru viðstaddir hann. Samhryggist ég þeim félögum að hafa lagt land undir fót til að sjá þessa hörmung. Einnig samhryggist ég Steiktahrúti, Sænskahrúti og Skotahrúti en þakka þeim jafnframt fyrir komuna. Þeir eru drengir góðir og það er ekkert ofmat.
Íslandsmót í mini-golfi - skráning hafin!

Ég var að tala við hann Stebba og hann var að fá þá snilldarhugmynd að halda mót í mini-golfinu sívinsæla sem við Hrútar höfum stundað af miklu kappi að undanförnu. Þetta finnst mér mjög góð hugmynd hjá Stebbanum og ég lýsi því hér með yfir að ég verð með í mótinu og skora ég á alla Hrúta sem og aðra sem vettlingi geta valdið að taka þátt.
Skráning er hafin en keppnistími og staðsetning verða ákveðin síðar.
Byyyrjuuuum bardagaaaaaaaaaannnnnn!!!!!!!!

Í gær var haldin box sýning í Laugardalshöll. Þar áttust við Íslendingar og Bandaríkjamenn frammi fyrir 2000 áhorfendum og herma fregnir að Brad Pitt hafi verið í hópi áhorfenda. Þessar fréttir urðu mikilli geðshræringu meðal Gamalla Hrúta sem saman voru komnir í Partýhöll Sænskahrúts og Drífu systur hans að Kleifarvegi. Hrútar á borð við Steiktahrút og Svartasauð héldu vart vatni og drifu sig rakleiðis niðrí Laugardalshöll í þeirri von að "verða heppnir". Allt kom þó fyrir ekki, Pittarinn lét ekki sjá sig og vonsviknir Hrútar héldu heim og sváfu Pittlausir í rúmum sínum.
Íslendingarnir stóðu sig annars misvel í boxinu og unnu 2 af 6 bardögum. Skúli "Tyson" var magnaður og lét ógróið ökklabrot ekki aftra sér frá því að viðhalda þeirri hefð að Keflvíkingar berðu Kana. Hann átti hreint magnaða innkomu í hringinn og fór gjörsamlega á kostum þegar hann sýndi hinar ýmsu pósur að bardaganum loknum. Stjarna er fædd!
Annars fannst mér fáranlegt þegar verðlaunaafhendingin byrjaði. Kanarnir sem unnu sína bardaga gáfu Íslendingunum verðlaunin - hvað er það? Þetta var svona eins og þeir væru að segja: "Hérna þú mátt bara eiga verðlaunin auminginn þinn, þú átt hvort eð er aldrei eftir að vinna nein verðlaun". Annars er bara allt gott um þetta að segja, umgjörðin var góð og manni fannst maður ekki vera að horfa á box í höllinni, þetta var bara eins og Las Vegas.

15.11.02

Já ég er frábær!

Ég hef bætt sameiginlegt met mitt og Svíans í mini-golfinu. Nýja metið sem að ég tel afar líklegt að sé heimsmet er 25 högg!!! Já þetta er ótrúlegt en samt satt. Skorkort methafans (Buffhrútsins mikla) má sjá hér að neðan:
1 1 1 2 1 1 1 3 1 1 2 1 2 1 1 2 2 1 = 25!!!!!
Þetta nálgast fullkomnun en þó tel ég mögulegt að ná skorinu niður í 22 jafnvel 21 högg.
Já, já hér!

Þá er það orðið að veruleika, ég er búinn að jafna met Svíans í mini-golfinu sívinsæla. 27 högg! Geri aðrir betur.
Mannvitsbrekka

Já það er búið að draga í meistaradeildinni og þetta virðist bara ætla að verða auðvelt fyrir okkur United menn í ár. Við erum í riðli með Juventus, Deportivo og Liverpoolbönunum í Basel.
Annars er það helst að frétta úr herbúðum United að Roy Keane er alltaf sami snillingurinn. Hans nýjasta yfirlýsing er sú að hann sér eftir því að hafa ekki barið Alan Shearer almennilega í fyrra þegar að hann var rekinn út af fyrir að ýta honum létt. "Það er eins gott að hafa unnið almennilega fyrir því ef það á að hengja mann á annað borð" - SNILLINGUR!

En nú hljómar snilldarlag með Kobba og félögum í þætti enn eins snillingsins, Bjarna Ara.
"Manst' ekk' eftir mér?
mikið líturðu vel út baby, frábært hár"
Hvílíkur landbúnaður!
Personal best

Persónuleg bæting í mini-golfinu, 30 högg.
Passaðu þig sænski, ég er að ná þér.
Jæja, best að fara að sofa hér.
Landbúnaður!

13.11.02

Hvað er að gerast?

Ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur af málunum. Það lítur út fyrir að þau lið sem að ég held með hafi tekið sig saman til þess eins að gera mér lífið leitt með því að geta andskotann ekki neitt og klúðra sínum málum. Lakers tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og eru nú með 2-6 "vinningshlutfall". Ég nenni ekki einu sinni að tjá mig um United. Reyndar get ég sagt það að ég hét því um síðustu helgi að hætta að horfa á fótbolta ef að Everton kæmist upp fyrir United í deildinni. En viti menn, það sem ég eitt sinn taldi óhugsandi gerðist, Everton er komið í 4. sæti deildarinnar og ég er hættur að horfa á fótbolta. Spurning hversu lengi það endist.
En af hverju er þetta lagt á mig? Why do you mock me o Lord? Er ekki nóg að liðið sem að ég hef haldið með alla mína ævi og spilað með síðustu ár hefur ekki getað drullu síðan 1990?!!!!!
Fyrirheitna landið

Í dag hefur fyrirheitna landið verið mikið í fréttum og þá aðallega vegna þess að þar hittist kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og ræddi hvað skyldi gera varaðandi prófkjörið sem fram fór um síðustu helgi.
Þeim sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um fyrirheitna landið bendi ég á síðu Steiktahrúts.
Helvítis djöfull!!!

Í gær komst einhver helvítis vírus inn í tölvukerfið í Háskólanum og gerði mikinn óskunda. Tölvupósturinn minn fylltist af einhverju helvítis drasli, ég fékk aðeins einhver 170 stykki af einhverju djöfulsins drasli og ég get bara ómögulega losnað við þetta helvíti. Ég er brjálaður!!!!!!!!!
En ég er allavega ekkert fífl.
Sjurdur í Skemmunni, Suduroy, Foroyar, Ísland

Gæti verið að þetta verði heimilisfang míns gamla andstæðings, Færeyingsins Sjurds í Skemmunni, í framtíðinni? Í dag kveikti ég á útvarpinu og það vildi svo skemmtilega til að það var stillt á Bylgjuna. Þar var í gangi viðtal við einhvern gaur sem er í forsvari fyrir einhvern hóp manna sem telur að í framtíðinni komi Færeyjar til með að verða hluti af Íslandi, svona eins og Vestmannaeyjar. Þetta er athyglisverð hugmynd. Oft hafa menn gert grín að því að Íslendingar ættu bara að ráðast inn í Færeyjar og innlima þær en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri einhvern tala um þetta án þess að vera annaðhvort fullur eða að grínast.
Það er aðeins eitt sem ég hef áhyggjur af, ef þetta gerist á allra næstu misserum þá gæti það haft áhrif á áform okkar Gömlu Hrúta um að fjölmenna á landsleik Færeyinga og Íslendinga í Færeyjum á næsta ári. Þá er alveg óvíst hvort að af leiknum yrði. En björtu hliðarnar eru þær að Jens Martin Knudsen, Uni Arge, Sjurdur í Skemmunni og Todi Jonsson kæmu til með að styrkja lið okkar Fær/Íslendinga mikið það er ekki spurning.
Kúlan og Skrímslið frændur?

Getur það verið að tvö helstu stórmenni okkar kynslóðar séu frændur án þess að við Gömlu Hrútar höfum gert okkur grein fyrir því?
Í Mogganum um daginn las ég að jafnaðarmaðurinn ungi Ágúst Ólafur Ágústsson sem er frændi Skrímslisins sé sonur Ágústs Einarssonar hagfræðiprófessors. Þá fóru hjólin að snúast í hausnum á mér, ég vissi nefnilega að prófessor Ágúst væri frændi Kúlunnar. Það gefur því augaleið að ágætis líkur eru á því að Kúlan og Skrímslið séu frændur. Þetta þarf að rannsaka.
Af Skrímslinu er það helst að frétta að það er komið heim heilu og höldnu eftir svaðilför til Tyrklands þar sem ekki spurðist til þess í rúmlega viku. Við Gömlu Hrútar fögnum heimkomu Skrímslisins og segjum uuuuuussssssssttttt!!!!!!!

12.11.02

Greening í landsliðinu!

Klónið hans Steve McManaman, Jonathan Greening, sem að á sínum tíma var ekki nógu góður til að komast í liðið hjá Man Utd. er kominn í enska landsliðið. Ég verð nú bara að segja að mér finnst það ansi magnað en Buttarinn er náttúrulega meiddur þannig að. Allavega þá legg ég hér með til að Greening verði gerður sérstakur heiðurshrútur.

11.11.02

Gefum honum von!

Ég verð að segja það að mig tekur sárt að horfa upp á þá meðferð sem félagi Kobbi hefur fengið í íslensku samfélagi undanfarna daga. Auðvitað gekk ekki sem skildi hjá kallinum í flokksvalinu (þrátt fyrir stuðning minn). Kobbi tók þó ósigrinum eins og maður og var að eigin sögn alls ekkert bitur (*hóst hóst hóst kjaftæði hóst*). Sjaldan hef ég séð eins bitran mann en hann má eiga það að hann gerði sitt besta til að halda kúlinu þegar hann mætti í viðtal með einhver þau glæsilegustu sólgleraugu sem sést hafa í langan tíma. Smekkmaður.
En örvæntið eigi, ég er sannfærður um að tími Kobba mun koma. Baráttumál hægri kratans mikla áttu kannski ekki upp á pallborðið hjá fáfróðum flokksmönnum Samfylkingarinnar en þeir eiga eftir að þroskast og sjáiði til Jakob Frímann Magnússon verður orðinn menntamálaráðherra árið 2007.
Gettóið gerir það gott!

Ekki nóg með það að við Breiðhyltingar eigum besta fótboltamann þjóðarinnar þá státum við líka af besta sjónvarpsmanninum! Og það sem meira er, þeir eru bestu vinir.
Í gærkvöldi horfði ég á Edduverðlaunin og hafði gaman af. Það var náttúrulega mesta snilldin þegar gettódrengurinn Sveppi var kallaður upp til að veita viðtöku verðlaunum sem sjónvarpsmaður ársins. Helmingurinn af þessu snobbliði sem var mætt í Þjóðleikhúsið vissi ekkert hver maðurinn var en hann gerði nú bara grín að þessu öllu saman drengurinn. Annars bar það hæst á verðlaunahátíðinni að snillingurinn Jón Ólafsson fékk verðlaun fyrir besta sjónvarpsþátt ársins, Af fingrum fram, og er vel að því kominn. Kappinn hélt góða ræðu og endaði hana á því að þakka Balta kærlega fyrir. Já hann er ótrúlegur hann Nonni, ha ha ha!

10.11.02

Svartisauður er kominn með snilldarsíðu!

Ráðlegg ég öllum að kíkja á síðu Sauðarins svarta. Þetta er svona síða sem að skiptir um lit. Hreint ótrúlegt hvernig viðskipta- og tölvufræðingurinn hefur farið að því að ná þessu fallega útliti á síðunni sinni.
Bloggar kúlan?

Mér hefur borist fyrirspurn erlendis frá hvort að okkar ástsæla Kúla (R = 4 / 3 · r 3 · pí) haldi úti síðu þar sem hún reifar skoðanir sínar á köllum og málefnum.
Þannig er nú mál með vexti að síðan sumarið eftir að við útskrifuðumst úr MR eru þau skipti sem ég hef hitt Kúluna teljandi á annarri hendi og aldrei hefur mér dottið í hug að spyrja hana hvort hún sé farin að blogga. Ég mun þó gera það næst þegar ég rekst á hana á förnum vegi á háskólasvæðinu en fyrir þá sem ekki vita er Kúlan sest á skólabekk og stúderar nú félagsfræði og er því m.a. í hinu stórskemmtilega námskeiði aðferðafræði I þar sem hún lærir að reikna rúmmál Kúlu.

8.11.02

Eru United aumingjar? Buffið til United!!!

Sir Alex Ferguson hefur í fyrsta skipti viðurkennt að United séu ekki jafn sterkir og helstu keppinautar þeirra, Liverpool og Arsenal. Hann á þó ekki við að þeir séu ekki jafn góðir í fótbolta og andstæðingarnir bara aumari. Á Teamtalk stendur: "The Scot will make a foray into the transfer market when the window reopens in January in a bid to beef up his lightweight squad."
Þá er bara tímaspursmál hvenær síminn hringir hjá Buffinu.
Ég hef núna bætt inn nýjum link í linkasafnið mitt hérna til hliðar. Ég skil nú bara alls ekki hvernig ég gat gleymt þessari snilldarsíðu. Hlutaðeigandi aðilar eru beðnir afsökunar.

7.11.02

Hvar er Skrímslið?

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir Skrímslinu! Síðast sást til þess á stræti í Istanbúl þar sem það ráfaði um dauðadrukkið og skeytti skapi sínu á saklausum auglýsingaskiltum. Skrímslið fór til Tyrklands fyrir um viku síðan til þess að taka þátt í ráðstefnu evrópskra laganema. Samstarfsmenn Skrímslisins á Íslandi hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hann en allt hefur komið fyrir ekki. Þeir sem kynnu að hafa einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við móður hans.

6.11.02

Kaupa - Selja

Rétt í þessu var ég að leggja á mr. Andre Johnsson, verðbréfamiðlara. Hann hringdi í mig úr höfuðstöðvum fyrirtækis síns JP Morgan Investments í New York. Það virtist koma honum verulega á óvart að mr. Gudmundsson væri ekki þegar búinn að fjárfesta á bandaríska markaðinum. Þegar hann fékk þær upplýsingar sagðist hann vera að vinna í því að láta einkaritara sinn senda mér pakka með öllum helstu upplýsingum sem svona stórir fjárfestar eins og ég þyrftu á að halda. Hann gerði auðvitað ráð fyrir því að mr. Gudmundsson væri stórlax í evrópskum fjárfestingum en þegar ég neitaði því vissi hann ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ég tók þá af skarið og sagði honum að ég væri aðeins fátækur íslenskur námsmaður sem aldrei hefði fjárfest í einu né neinu. Félaginn var þá fljótur að missa áhugann á stórlaxinum mr. Gudmundsson og kvaddi.
Ég hefði svona eftir á að hyggja kannski átt að segja honum frá því að ég væri hluthafi í einu sigursælasta knattspyrnuliði norðurlanda, FRAM FFR hf.

Minnir þetta einhvern á sumarbústaðaferð nokkra er farin var í verkfalli 2000?
Fly Naked... Fly Nude... Fly In The Buff!
Þetta er mikil snilld!

5.11.02

Hvílík uppgötvun!

Komið hefur í ljós að samkynhneigðir hrútar hafa öðruvísi heilauppbyggingu en gagnkynhneigðir hrútar. Þetta eru sennilega stærstu tíðindi í vísindaheiminum í seinni tíð og erum við gagnkynhneigiðir Hrútar stoltir af félögum okkar að hafa lagt vísindunum lið. Lesið meira um þetta hér á hamstur.is
Ég vil þakka honum Stebba kærlega fyrir aðstoðina í dag. Hann fórnaði dýrmætum tíma sínum í að hjálpa okkur Sænskahrúti með grundavallaratriðin varðandi bloggsíðugerð. Takk Stebbi þú getur þetta!
Hversu leiðinlegt er að skrifa ritgerð um Framsóknarflokkinn? Ég var allan daginn á Hlöðunni í dag að reyna að böggla saman þessum helvítis leiðindum og hver varð afraksturinn? Jú ég er búinn með heilar þrjár blaðsíður - bara tíu eftir. Ég er alvarlega farinn að velta því fyrir mér hvern fjandann ég er að gera í þessu námi.
Steiktur hér!

Það er mikið gleðiefni að enn einn Hrúturinn hefur ákveðið að slást í hóp Blogghrútanna. Nú hefur enginn annar en Steiktihrútur tekið fram bloggskóna og má alveg búast við ofmati á steiktum ummælum og alls kyns vitleysu frá honum.
Þetta er frábært!

4.11.02

Loksins er komið að því!

Í kvöld mætti ég fullur eftirvæntingar á fund í höfuðstöðvum Safamýrarstórveldisins. Þetta var fyrsti fundur vetrarins. Menn voru að hittast eftir mánaðarfrí og línur voru lagðar fyrir komandi tímabil. Ég verð nú bara að segja það að ég get ekki séð hvernig önnur félög svo sem árbæjardvergurinn eða vesturbæjarofmatið eiga að eiga möguleika á að vinna titla á næsta tímabili. Til þess er lið Safamýrarpilta einfaldlega allt of sterkt. Mæting á fundinn var ágæt. Mættir voru kappar eins og Taggart, Andrew McCarthy, Baseline, Ómar Skópar, Kokkurinn og fleiri góðir. Hagnaðurinn var fjarverandi og söknuðu menn hans mjög. Einnig voru Keðjan, Baldursgate og Stiftamatmaðurinn fjarverandi enda ekki við öðru að búast þar sem að þeir dvelja utan landsteina. Annars er það helst að frétta af Stiftamtmanninum að hann ásamt spúsu sinni gisti fangageymslur í Júgóslavíu síðast þegar til hans spurðist. Keðjan er einnig að gera góða hluti á sínu interraili og hefur honum m.a. tekist að stofna til vináttusambands við Finnann fljúgandi, Jari Litmanen.
Nýjir menn voru mættir til starfa þ.e. þeir Kóngurinn úr Árbænum og Ragnar Árnason og sér Buffhrúturinn ástæðu til að bjóða þá hjartanlega velkomna og hann vonast eftir góðu samstarfi við þá félaga í framtíðinni (hver veit nema Kiddi Tomm verði settur í vinstri bakvörðinn). Einnig voru nokkrir nýjir kjúklingar mættir á svæðið en ekkert bólaði á nýjum markmanni. Vonum að það rætist úr því.
Annars stefnir bara allt í það að Safamýrarstórveldið komist aftur þangað sem það á heima, í hæstu hæðir, á næsta tímabili. Er þaggi?
Þeir sem eru ósammála þessari spá minni geta haft samband við mig á dadig@hi.is

Og já á meðan ég man þá er ég að selja hræódýr kort í hið nýja og glæsilega Sporthús. Árskortið kostar einungis 30.000 kr og er þetta gjafaverð þar sem að kortið gildir einnig í Baðhúsinu og Þrekhúsinu. Endilega hafið samband, fyrstur kemur fyrstur fær, allt á að seljast og nú fer hver að verða síðastur! Já já hér!
Ungverjinn á þakkir skildar!

Ég vil þakka Ungverjanum þann mikla heiður sem hann hefur sýnt mér mað því að setja link inn á síðuna mína á sína stórgóðu síðu. Reyndar hef ég ákveðnar efasemdir um þær yfirlýsingar Ungverjans ágæta um að síðan mín hljóti að verða e-r vitleysa. Ég tel mig hafa sannað að svo er ekki og verður ekki og ég hreinlega bara skil ekki hvað Ungverjinn er að fara með þessum ásökunum. Þá vil ég einnig gera athugasemdir við það að Ungverjinn kallar Sænskahrút Kallinn en allir sem þekkja Kúluna vita hver hinn raunverulegi KALL er. Takk.

Já já hér!
Buffhrúturinn er hér hressari sem aldrei fyrr. Það er mikið gleðiefni að annar Hrútur hefur ákveðið að slást í hóp Blogghrútanna en það er enginn annar en Sænskihrútur. Þetta er afar ánægjulegt og ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið.
Núna er ég staddur á Hlöðunni og ætti að vera að skrifa ritgerð um Framsóknarflokkinn en þar sem það er jafnleiðinlegt og það hljómar þá nenni ég því ekki. Þess í stað ætla ég að rifja stuttlega upp atburði helgarinnar. Þetta var annars frekar róleg helgi eftir bull síðustu helga og fékk ég orð í eyra frá einum Beisa fyrir slaka frammistöðu. En ég er allavega ekkert fífl.
Laugardagurinn var tekinn snemma þetta skiptið. Við Steiktihrútur tókum daginn snemma og héldum sem leið lá niðrí höfuðstöðvar Heklu við Laugarveg með tvennt að markmiði; annars vegar að belgja okkur út af kökum og góðgæti (sem tókst fullkomlega) og hins vegar að vinna bíl í asnalegum kastleik sem stjórnað var af okkar gamla félaga og vinstrihandarskyttu Tryggva Sveinsyni (það tókst ekki. Leikurinn var þannig að maður fékk fimm litla bolta og þurfti að hitta þeim öllum innum ofurlitla rifu á rúðunni á nýju týpunni af Polo. Buffhrúturinn komst nálægt því að vinna sér inn tópaspakka en hann hefði fengist fyrir að hitta einum bolta. Steiktihrútur ákvað hins vegar að láta ekki til sín taka eftir að hafa orðið vitni að óförum félaga síns. En það var mál Hrúta að Tryggvi "Kristján Ara" Sveinsson hefði staðið sig frábærlega).
Þessu næst héldum við Hrútarnir á Hlöðuna þar sem við jukum námsframlag okkar þennan veturinn um 50% og lásum í tvo tíma. Hrútarnir urðu reyndar fyrir áreiti af hálfu gamals MR-ings. Félaginn gerði sér lítið fyrir og settist (lagðist) við hliðina á Buffhrútinum og steinsvaf og rak upp þvílíkar hrotur að Hrútarnir hafa ekki heyrt annað eins síðan Eikihrútur gisti heima hjá Rassahrúti '96.
Þar sem ekki var hægt að læra með þetta hrjótandi fífl við hliðina á sér ákváðu Hrútarnir að fara og horfa á enska boltann á Sportkaffi. Á leiðinni þangað komu þeir við á Hólavallagötunni, í kastala Duncan Campbell, og hirtu þar upp Skotahrút. Leikur Man. Utd og einhvers smáliðs var reyndar ekki eina ástæða þess að Hrútarnir ákváðu að fara á Sportkaffi. Þannig var nefnilega mál með vexti að stuðningsmenn hins skelegga og frambærilega tónlistar- og stjórnmálamanns Jakobs Frímanns Magnússonar að hittast og sýna Kobba stuðning sinn. Hrútarnir töldu sig vera að mæta á fjölmenna samkomu og það kom þeim því vægast sagt í opna skjöldu þegar þeir þeim var sagt af skipuleggjanda samkomunnar að þeir væru þeir einu sem væru mættir. Hann sagði reyndar jafnframt að Úlfar Linnet myndi bjóða þeim og aðeins þeim en ekki öðrum gestum staðarins upp á uppistand (sem var reyndar alger snilld). Auk þess bauð félaginn Hrútunum uppá bjór og allir voru sáttir. Málin fóru hins vegar að vandast þegar vinur hans Kobba bað Hrútana að koma bara með sér sem snöggvast niðrí Austurstræti og greiða Kobba litla atkvæði utankjörfundar. Hinir hraðlygnu Hrútar svöruðu því reyndar til að sökum mikils tímaskorts gætu þeir ómögulega veitt Kobbanum atkvæði sitt á þessari stundu en hétu því að gera það 9. nóvember nk. Þarna komst næstum því upp um Hrútana sem að sjálfsögðu voru einungis mættir til að gæða sér á fríum veitingum og njóta ókeypis skemmtiatriða. En samt sem áður áfram Kobbi! Þú ert maðurinn! Þú ert allavega ekkert fífl!

2.11.02

Jæja þá er komið að því! Buffhrúturinn er kominn á bloggmarkaðinn eftir misheppnaða tilraun hans og félaga hans til að taka þennan sama bloggmarkað með trompi nú síðasta sumar. Á þessari síðu munu birtast hugleiðingar Buffhrútarins og fréttir af honum og hinum Gömlu Hrútunum.