31.3.03

Paolo gerir góða hluti!
Minn gamli kennari, Paolo Turchi, gerði góða hluti í gær og vann 5 milljónir í þættinum Viltu vinna milljón? Paolo hafði áður helst unnið sér það til frægðar að kenna latínu í MR og vera mikill Framari. Reyndar gerði hann sér lítið fyrir og stakk af til Ítalíu u.þ.b. mánuði fyrir stúdentsprófið í latínu - hann var ekkert sérlega vinsæll eftir það en nú hefur hann unnið hug og hjörtu landsmanna. Hmm...yes.
Það var tekið vel á því á laugardaginn og þeir sem hafa hitt mig síðan þá vita að ég var ennþá ónýtur gaur í dag. Hversu slakt er það?
Fór ásamt Arnie á sinfóníutónleika hjá Brynjari á laugardaginn. Það var bara mjög gaman og m.a. boðið uppá óvæntar uppákomur.
Annars var Buffhrúturinn sannspár um það að Ísland myndi tapa á móti Skotum. Slök frammistaða hjá okkar mönnum.
Í kvöld var svo heimboð til Hannesar Hólmsteins. Hann bauð okkur nemendum sínum heim til sín í kaffi (kakó?) en ég sá mér því miður ekki fært að mæta, fór í staðinn í heimsókn til Andra Fannars sem bauð upp á pistasíuhnetur. Það var gaman.
Eiki bara kominn úr aðgerðinni - til hamingju með það!

29.3.03

Við vinnum ekki
Buffhrúturinn spáir því að Ísland vinni ekki Skota í dag. Líklegustu úrslit leiksins eru 2-0 fyrir Skotland. Hrútar munu koma saman í Skotahöllinni og gæða sér á Haggis. Annars unnum við Framarar KR-inga frekar auðveldlega í gær 3-0. Já já, gleði í kvöld?

25.3.03

Klofningur!
Mikill klofningur er hér og jafnvel ófremdarástand. Buffhrútur og Sænskihrútur höfðu ráðgert að ljúka námi í stjórnmálafræðum á næsta ári. Ætluðum við að setja punktinn yfir i-ið með valáfanganum Mannkynssaga IV sem er víst mjög skemmtilegur áfangi. Svo þegar við erum að fara að skrá okkur þá kemur bara í ljós að áfanginn verður ekki kenndur á næsta ári. Það finnst mér reyndar ansi skrýtið þar sem þetta er hluti af skyldunni hjá þeim sem læra sagnfræði. Þetta er allavega hinn mesti skandall og setur framtíðarplön okkar í algjört uppnám. Framtíðin sem áður var svo björt er nú ekki annað en drungalegur harmleikur. Hvað eigum við til bragðs að taka? Er kannski ætlast til þessa að við tökum í staðinn námskeiðið "lýðræði, femínismi og pólitísk hugmyndasaga"? Eða við gætum frestað útskrift um eitt ár, það er líka góð hugmynd. Þetta er náttúrulega algjör skandall og ég vænti harðra viðbragða og hver veit nema stjórnmálafræði- og sagnfræðinemar geri uppreisn gegn yfivöldum líkt og almenningur í Basra gerði fyrr í dag.

24.3.03

Hmm...
Já Buffhrúturinn er hér. Skemmtileg helgi þessi síðasta. Þetta byrjaði allt með því að við strákarnir sko eyddum föstudagskvöldinu í FIFA 2003 fótboltaleiknum í Playstation. Saman voru komnir ég, Skoskihrútur, Svartisauður og Steiktihrútur - það var gaman! Það gætu reyndar orðið eftirmálar af þessu tölvustússi okkar því að Arnie fékk símtal í kvöld þar sem honum var tjáð að hann væri ekki búinn að skila leiknum. Það er reyndar rétt að hann skilaði ekki leiknum því að Buffhrúturinn sá um það og næsta víst er að Buffhrúturinn og Arnie munu leita réttar síns ef lögreglunni verður blandað í málið. Við þekkjum góða lögfræðinga *hóst* hóst* Helgi* hóst*
Á laugardaginn slátraði svo United Fulham og fór á toppinn í deildinni (þar sem að þeir munu enda í vor). Nistelrooy með þrennu - gaman að því.
Laugardagskvöldið byrjaði rólega heima hjá Steinanum. Þar var fámennt en afar góðmennt. Ég, Steini, Atli og Tumi vorum á staðnum. Menn (ég og Tumi) sötruðu bjór og síðan var haldið á Champions, þar sem Arnie og Hanni Bach voru í góðu Írafártjili. Arnie var ekki aldeilis á þeim buxunum að yfirgefa svæðið með okkur Hrútum heldur valdi þann kost að hnakkast áfram með Hanna og Birgittu. Eftir þessa löngu og miklu skemmtun ákvað Steini að nú væri nóg komið og bað Atla vinsamlegast að skutla sér heim. Sú var tíðin að ávallt var hægt að treysta á að Steini væri til í eitthvað bull en ég er viss um að hann hafði sínar ástæður. Reyndar þegar ég spái í það þá var María Hrútur í einhverjum sumarbústað þannig að Steininn hafði engar lögmætar afsakanir og verður hegðun hans tekin fyrir á fundi. Við þrír eftirlifandi Hrútar fórum hins vegar niðrí bæ. Við byrjuðum á því að fara á Ara í Ögri þar sem trúbadorinn sívinsæli Óskar Einarrson rokkaði. Atli fór svo heim en við Tumi hittum góða menn og eina konu á Celtic Cross. Þar voru Brynjar, Helgi, Kristinn, Pétur, Snjólaug, Henning og Árni saman komin. Síðan fórum við á 22 og það eftirminnilegasta frá þeirri ferð var að einhver gaur henti eggi í Kristin. Endahnútur var svo bundinn á bæjarrápið á Sólon. Það er ansi langt síðan maður hefur komið þangað og ég get ekki sagt að ég sakni þess.
Gærdeginum eyddi ég svo á afar uppbyggilegan hátt. Frá klukkan 1300 og þangað til Óskarsverðlaunin voru búin lá ég uppi í og horfði á sjónvarpið. Dagskráin var reyndar ansi góð fyriir stjórnmálafræðinema, íþróttaáhugamann og kvikmyndaunnanda:
Silfur Egils
Liverpool - Leeds
Arsenal Everton
Lakers - San Antonio
Fréttir
Sjálfstætt fólk (JÁ!)
60 Minutes
The Untouchables
Óskarinn
Það er nokkuð ljóst að ég ætla mér að sjá The Pianist en ég verð að segja að mig langar ekki mikið til að sjá Chicago. Svo er líka alveg ljóst að við verðum að fara að komast yfir Bowling for Columbine, það var ansi skemmtilegt þegar Michael Moore (held ég að hann heiti) hraunaði yfir W. Svo var líka gaman að því þegar Adrian!!! Brody fór í léttan sleik við Halle Berry. Ha Gústi.
Já þetta var frábært en nú er þetta búið og Gústi er lítil smástelpa. Later!

21.3.03

United - Real
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að United skyldi dragast á móti Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dregið var í hádeginu í dag og aðrar viðureignir í átta liða úrslitum eru:
Inter - Valencia
Ajax - AC Milan
Juventus - Barcelona
Ekki þarf að óvænta þó að Evrópumeistararnir séu mótherjar United. Buffhrúturinn er búinn að spá í spilin og kortleggja þessa keppni til enda.
United vinnur Real og mætir Barcelona í undanúrslitum. Inter og AC Milan mætast síðan í hinum undanúrslitaleiknum. United vinnur síðan Barca og AC vinnur Inter sem gerir það að verkum að United og AC mætast í úrslitaleik á Old Trafford 28.maí þar sem að United vinnur 2-1 og Diego Forlan skorar sigurmarkið.
Mark my words!
You'll never walk alone!
Ég gleymdi alveg að minnast á það að Liverpool tapaði fyrir okkur Celtic-mönnum í UEFA keppninni í kvöld. Ekki leiðinlegt það og mætti ég að sjálfsögðu í Celtic-búningnum á æfingu í kvöld.

YOU'LL NEVER WALK ALONE

When you walk through the storm
Hold your head up high
And don't be afraid of the dark
At the end of the storm
There's a golden sky
And the sweet silver song of the lark

Walk on, through the wind
Walk on, through the rain
Though your dreams be tossed and blown
Walk on, walk on, with hope in your heart
And you'll never walk alone
You'll never walk alone

Walk on, walk on, with hope in your heart
And you'll never walk alone
You'll never walk alone


Þetta er Buffhrúturinn, klukkan er að verða eitt, nú verða sagðar fréttir
Já Buffhrúturinn mikli hefur farið hamförum í fréttaumfjöllun sinni um stríðið og er það vel.
Að loknum strembnum skóladegi þar sem Buffhrúturinn tók sig m.a. til og lærði á Hlöðunni í tæpa tvo tíma skundaði hann ásamt hinum sænska Atla áleiðis á Lækjartorg að kíkja á eitt stykki mótmæli. Mikinn óhug setti að okkur félögunum og þá sérstaklega hinum sænska Atla er þeir sáu að búið var að ata Stjórnarráðið rauðri málningu. Þótti okkur þetta ekki alls sniðugt og sá sænski var brjálaður og handviss um að Saddam Hussein ætti þarna einhvern hlut að máli.
Við komum á Lækjartorg um fimmleytið og fylgdumst með hvernig torgið smám saman fylltist af fólki í mótmælahug. Meðal þekktra andlita ber fyrst að nefna sjálfan Castro sem að sjálfsögðu lét sig ekki vanta til að mótmæla helvítis Bandaríkjamönnunum. Önnur Celeb voru auk okkar sænska, Brundilove, Arnie, Úlfur Chaka, Erpur, Ungfrú Ísland.is, gítarleikarinn í maus, Katrín Júlíusdóttir, Ágúst Ólafur, Friðrik sjálfur, Jón Skafti, Viddi Hundakex og fleiri og fleiri. Mótmælunum var stjórnað af kommúnistanum sem oft hefur komið í Viltu vinna milljón og gert góða hluti. Hann stjórnaði mótmælunum af mikilli röggsemi og flutti e-ð ljóð þar sem viðlagið var "Ekki í okkar nafni! Ekki í okkar nafni!" og tók æstur múgurinn undir með Ögmund son Jónasar og föður Margrétar í fararbroddi eins og við var að búast. Alls kyns áróðursmiðum var dreift til okkar en hinn sænski Atli sem nú var orðinn brjálaður útí Saddam og vinstri græna neitaði að taka við þessu rusli og lét hinð fleyga orð "NEI!" falla oftar en góðu hófi gegnir.
Kommúnistinn hélt áfram að æsa lýðinn upp með hrópum eins og "ekki blóð fyrir olíu!" og "allsherjar verkfall!" (ég skildi það nú ekki alveg). Já það var sem sagt alveg stórskemmtilegt á Lækjartorgi í dag og meira um að vera en á venjulegum degi, það held ég nú. Sei sei já.
Fréttastofum sjónvarpsstöðvanna bar ekki alveg saman um fjölda mótmælenda, Rúv sagði nokkur hundruð en Stöð 2 sagði nokkur þúsund. Það er mat fréttastofu Buffhrútarins að fólk hafi verið vel á annað þúsund en ekki náðist í Karl Steinar Valsson eða Geir Jón Þórisson til að staðfesta þá tölu.
Nú ætlar Buffhrúturinn að fara að sofa til að geta vaknað eldsnemma í fyrramálið til þess að fylgjast með fréttum af framgangi mála í stríðinu og hver veit nema að stuttur pistill um Albert Jónsson NSA (National Security Adviser) og hermálasérfræðing Íslands fylgi með.
Later á þetta!

20.3.03

Reynt að drepa Saddam
Fyrstu sprengjunum sem Bandaríkjamenn vörpuðu nú áðan var beint að mjög afmörkuðum svæðum í Baghdad og talið er að þeim hafi verið ætlað að drepa Saddam Hussein, syni hans og aðra æðstu ráðamenn Íraks. Bandaríkjamenn telja sig sem sagt vita hvar Saddam og félagar eru staddir og með þessum sprengingum hafi þeir ætlað að ljúka stríðinu strax í upphafi, áður en það er almennilega byrjað so to speak.
Flottur
Er einhver að horfa á þetta? Það er verið að farða George Bush og greiða honum í beinni útsendingu. Af hverju er verið að sýna það? Maður hefði nú haldið að það væri hægt að bíða með útsendinguna eða bíða með að kveikja á kamerunni eða e-ð. Þetta hljóta að vera e-r mistök. Þetta er alveg fáránlegt.
"Hmm..ég er Bush. Ég er valdamesti maður í heimi og ég er að fara að lýsa yfir að meiriháttar stríð sé hafið en gætirðu sett á mig aðeins meiri kinnalit."
Þetta er fáránlegt!
Breaking news - Stríðið er hafið!!!
Ari Fleischer, talsmaður George Bush, tilkynnti nú rétt áðan að aðgerðir gegn Írak væru hafnar. Hann sagði einnig að Bush muni ávarpa bandarísku þjóðina klukkan 0315 eða eftir 20 mín. Buffhrúturinn ætlar ekki að missa af þessu. Það er alltaf hægt að sofa.
The deadline has just passed!
Er heimsendir framundan?
Örfáar mínútur í stríð?
Nú eru örfáar mínútur eftir af frestinum sem George Bush gaf Saddam til að yfirgefa Írak og forða þar með stríði. Buffhrúturinn situr spenntur fyrir framan sjónvarpið og hyggst fylgjast með í beinni útsendingu ef stríð brýst út enda er slíkt stórviðburður í mannkynssögunni.
Annars er gaman að segja frá því að helvítis Arsenal er úr leik í Meistaradeildinni. Dregið verður á föstudaginn og getur United dregist á móti Ajax, Inter eða Real.

19.3.03

Ísland styður stríðið!
Á blaðamannafundi bandaríska utanríkisráðuneytisins í gær kom fram að Ísland er á meðal 30 ríkja sem styðja opinberalega bandalag þjóða um tafarlausa afvopnun Íraka. Þegar maður lýtur yfir listann yfir þessi 30 ríki sem eru opinberlega hlynnt stríðinu spyr maður sig hvern fjandann hið "friðelskandi" Ísland sé að flækjast á þessum lista. Listinn er eftirfarandi:
Afganistan
Albanía
Ástralía
Aserbaídsjan
Bretland
Danmörk
El Salvador
Erítrea
Eistland
Eþíópía
Filippseyjar
Georgía
Holland
Ísland
Ítalía
Japan
Kólumbía
Lettland
Litháen
Makedónía
Níkaragúa
Pólland
Rúmenía
Slóvakía
Spánn
Suður-Kórea
Tékkland
Tyrkland
Ungverjaland
Úsbekistan
Þegar maður rennir yfir þennan lista sér maður að á honum eru ekki mörg ríki sem við Íslendingar viljum gjarnan bera okkur saman við og teljum að séu á sama eða svipuðu leveli og við. Einu ríkin sem við gætum sagt að séu á svipuðu leveli og við af þessum þrjátíu eru Ástralía, Bretland, Danmörk, Holland, Ítalía, Japan og Spánn (sorry Gústi og Gertinn en Suður-Kórea og Ungverjaland meika það bara ekki) . Það er náttúrulega fullgróft að segja að á listanum séu aðeins sjö þjóðir auk okkar sem eru sæmilega siðmenntaðar og það jaðrar reyndar við rasisma en common; Afghanistan, Albanía, El Salvador, Erítrea, Eþíópía, Kólumbía, Níkaragúa og Úsbekistan. Þetta hlýtur að vera eitthvað grín. Hvar eru þjóðir eins og frændur vorir Norðmenn, Svíar og Finnar eða Þýskaland, Frakkland, Belgía, Austurríki og Sviss (sem reyndar eru alltaf hlutlausir)? Þessar þjóðir láta að sjálfsögðu ekki hafa sig út í þessa vitleysu og það finnst mér að við Íslendingar ættum ekki að gera heldur.
En þá komum við að því vandamáli að Saddam er vissulega stórhættulegur maður sem heiminum stafar hætta af og því nauðsynlegt að losna við hann. Það er nokkuð ljóst að kallinn á ekki eftir að láta undan hótunum Bush og yfirgefa landið. Hvað er þá hægt að gera til þess að koma honum frá völdum annað en að fara í stríð? Ég veit það ekki. Hafið þið svarið?

18.3.03

Ungverjinn
Nú er okkar "ástkæri" forseti staddur í Ungverjalandi. Ætli hann sé búinn að hitta fulltrúa Hrútanna og Íslendinga allra, hinn eina sanna Ungverja aka domus hungaricus?
Stríð hefst eftir 47 klst. og 12 mínútur!!!
Stríðsæsingamaðurinn og erkifíflið George Bush var rétt í þessu að ljúka við að flytja ávarp til bandarísku þjóðarinnar og heimsins alls. Í ávarpinu gaf hann Saddam Hussein og sonum hans 48 klst. frest til að yfirgefa Írak, að öðrum kosti hæfist hernaður gegn landinu. Bush sagði að Írakar hefðu virt að vettugi ályktanir öryggisráðs sameinuðu þjóðanna allt frá 9. áratugnum, nú síðast ályktun 1441 og nú væri nóg komið. Hann sagði að nú væri rétti tíminn til að uppræta þessa ógn sem Bandaríkjunum og heiminum öllum stafar af Saddam Hussein. Bush gerðist svo djarfur að tala beint til írösku þjóðarinnar og hermanna íraska hersins. Hann sagði að hernaðurinn beindist ekki gegn almennum borgurum heldur gegn glæpamönnunum og ógnarherrunum sem fara með stjórn landsins. Hann sagði að Bandaríkin ætluðu sér að frelsa Írak undan ógnarstjórninni og hjálpa til við að byggja upp nýtt, frjálst og betra Írak sem gæti sett öðrum löndum í mið-austurlöndum gott fordæmi. Hann talaði til írösku hermannanna og hvatti þá til að leggja niður vopn, það væri þeim fyrir bestu. Þá bað hann þá vinsamlegast að eyðileggja ekki olíulindir og olíubirgðir þar sem að þær væru mjög mikilvægar fyrir efnahag Íraks.
Það er alveg ljóst að Saddam á ekki eftir að láta undan hótun Bush og því má slá því föstu að hernaðurinn hefst klukkan 0100 að íslenskum tíma aðfaranótt fimmtudags. Ég heyrði því fleygt áðan að búið væri að ákveða að þeir Íslendingar sem andvígir eru stríðinu flykkist á Austurvöll og mótmæli kröftuglega klukkan 1700 daginn eftir að stríðið hefst. Við sjáumst því væntanlega öll á Austurvelli klukkan 1700 á fimmtudaginn.
Svo er einn punktur hérna. Gefum okkur það að Saddam láti undan og yfirgefi Írak til þess að forða stríði. Hvert á hann að fara? Hvaða land er tilbúið til að taka við honum? Bush segir Saddam einn hættulegasta mann veraldar og hann verði að yfirgefa landið til að forða stríði. En er Bush með einhverjar hugmyndir um hvert Saddam á að fara? Ég hef ekki heyrt þær? Hann vill kannski fá hann til Bandaríkjanna? Hver veit nema að hann kaupi sér flugmiða til Íslands eins og meintur morðingi Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu. Að mínu mati er Bush einn heimskasti maður veraldar. Ég legg því til að þeir tveir, hættulegasti maður veraldar og heimskasti maður veraldar fari saman í útlegð þangað sem við þurfum aldrei að hafa spurnir af þeim framar.

16.3.03

Megas
Heyrðu við Megas bara tveir hérna á 22 og ég svona ógeðslega fyndinn!!!

13.3.03

Guðni kominn í landsliðið!!!
Gamli hrúturinn Guðni Bergsson er kominn aftur í íslenska landsliðið eftir sex ára hlé.

11.3.03

Það er gaman í golfi
Nú styttist óðum í sumarið og það þýðir að golfið byrjar aftur. Ég rakst fyrir tilviljun á fréttabréf Lagnafélags Íslands hér á heimili mínu um daginn. Pabbi er formaður þessa ágæta félags (eins spennandi og það kann að hljóma) og af virðingu fyrir kallinum gluggaði ég í gegnum fréttabréfið. Það var fátt sem vakti athygli mína enda lagnir, ofn- og gólfhitakerfi, snjóbræðslukerfi o.fl. ekki á meðal helstu áhugamála minna. Það var þó eitt sem vakti athygli mína en það var að heil blaðsíða fór í það að útskýra reglurnar í golfi. Ég hugsaði nú með mér hvað í andskotanum þessar golfreglur væru að vilja í þessu lagnafréttabréfi en ég áttaði mig fljótlega því á hvað hér var á seyði:

1.gr. Hver leikmaður skal útbúinn eigin tækjum fyrir leik, venjulegast einni kylfu og tveimur kúlum.
2.gr. Aðeins má leika á vellinum með samþykki eiganda holunnar.
3.gr. Ólíkt golfi utanhúss er takmarkið í þessari tegund golfs að setja eingöngu kylfuna í holuna en halda kúlunum utan hennar.
4.gr. Til þess að fá sem mest út úr leiknum verður kylfingur að hafa sterkt skefti. Vallareigandi hefur heimild til að kanna þykkt skeftis áður en leikur hefst.
5.gr. Eigandi vallar getur takmarkað lengd kylfu til að holan skemmist ekki.
6.gr. Takmarkið er að ná eins mörgum bakföllum og þurfa þykir, eða allt þar til eigandi vallarins er ánægður og telur leik lokið. Takist þetta ekki getur það haft þær afleiðingar að heimild verði ekki veitt sama leikmanni aftur til leikja á vellinum.
7.gr. Það þykir ekki íþróttamannslegt að hefja leikinn strax og komið er að velli. Reyndir leikmenn byrja á því að dást að vellinum og veita gryfjunni sérstaka eftirtekt.
8.gr. Leikmenn eru varaðir við því að minnast ekki á aðra velli sem þeir hafa spilað á, á meðan leikurinn stendur. Æstir vallareigendur hafa eyðilagt útbúnað leikmanna af þessum sökum.
9.gr. Til öryggis eru leikmenn hvattir til þess að hafa með sér regnfatnað á leiki.
10.gr. Leikmenn skulu skipuleggja leikinn vel, sérstaklega ef leikið er á nýjum velli í fyrsta skipti. Fyrrverandi leikmenn hafa orðið ósáttir komist þeir að því að einhver annar sé að leika á velli sem þeir hafa talið í einkaeign.
11.gr. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að alltaf sé hægt að leika á vellinum. Getur það leitt til vandræðaástands ef t.d. tímabundndar viðgerðir fara fram á honum. Ráðlagt er að spila með öðrum aðferðum á slíkum stundum.
12.gr. Leikmönnum er uppálagt að fá leyfi hjá vallareiganda ætli þeir að spila í bakgarði hans.
13.gr. Mælt er með hægum og hnitmiðuðum leik en leikmenn skulu alla jafna vera viðbúnir því að setja á fulla ferð a.m.k. tímabundið að ósk vallareiganda.
14.gr. Það er talinn frábær leikmaður sem spilar sömu holuna nokkrum sinnum í sama leik.

Ha, pabbi gamli hrútur!
Niðurstaða könnunarinnar
Buffhrúturinn fylgist vel með þjóðmálaumræðunni og er með puttann á öllum helstu hitamálum samfélagsins. Undanfarið hafa kannabisefni verið töluvert í umræðunni og sú spurning hefur vaknað hvort rétt sé að leyfa þessi efni. Buffhrúturinn ákvað að taka púlsinn á lesendum sínum og setti því upp könnun á síðu sinni. Spurt var: "Ert þú fylgjandi lögleiðingu kannabisefna á Íslandi?" Niðurstöðurnar urðu vægast sagt athyglisverðar.
30.4% aðspurðra eru fylgjandi lögleiðingu kannabisefna.
21.7% aðspurðra eru hins vegar á móti því að kannabisefni verið gerð lögleg á Íslandi.
4.3% aðspurðra eru ekki vissir í sinni sök og það kom skemmtilega á óvart að allir sem þátt töku í könnuninni skildu spurninguna.
Aðspurðir hvort að þeir eru fylgjandi lögleiðingu kannabisefna á Íslandi segjast 8.3% vera á bíl og afþakka því lögleiðinguna.
Flestir sem tóku þátt í könnuninni eða 34.8% eru flottir.
Erfitt er að fullyrða um alhæfingargildi þessarar könnunar. Úrtakið var ekki sérlega stórt eða 23 einstaklingar og innra rannsóknarréttmæti ekki mikið. Það sem þó má lesa út úr þessum niðurstöðum er að ívið fleiri virðast vera fylgjandi lögleiðingu kannabisefna og það hljóta að teljast athyglisverðar niðurstöður. Athyglisverðasta niðurstaðan er samt sú að einungis 34.8% lesenda Buffhrútarins sem þátt tóku í þessari könnun eru flottir. Buffhrúturinn stóð í þeirri meiningu að mikill meirihluti lesenda þessarar ágætu síðu væru flottir og hljóta þetta því að teljast mikil vonbrigði.

7.3.03

Könnun hér



Ert þú fylgjandi lögleiðingu kannabisefna á Íslandi?
View Results


Útbrunnir United-menn
Lee Sharpe er kominn til landsins og haldiði ekki að Atli hafi bara mætt honum á Laugaveginum í dag. Magnað það.
Ég er með kenningu um það að það sé hluti af þessu nýja leyfiskerfi hjá KSÍ að liðin í úrvalsdeildinni verði að tefla fram að lágmarki einum útbrunnum, fyrrverandi United-leikmanni. Þannig má sjá það fyrir sér að Lee Sharpe spili með Grindavík, Graeme Tomlinson með ÍBV og hver veit nema Colin McKee komi með comeback. Ég hef komið með þá tillögu að við Framarar semjum við Ben Thornley eða Simon Davies ef Benni er ekki á lausu, svo er ábyggilega hægt að fá John Curtis fyrir slikk frá Blackburn nú eða Jesper Olsen bara. Endalausir möguleikar. Annars er það pottþétt að ég ætla að reyna að skipta á treyju við Sharparann í sumar.
Að lokum við ég minna alla (sérstaklega Steina) á stórleik Fram gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ í Egilshöll á morgun kl: 1830. Leiðinlegt að Steini skuli vera búinn að leggja hanskana á hilluna í bili en Gomezinn verður bara að reyna að fylla í skarðið sem Steininn skilur eftir sig. Það verður að vísu erfitt en Gomezinn er ótrúlegur og til alls vís.

6.3.03

Strumparnir slakir
Strumparnir töpuðu í kvöld fyrir gömlum hrútum í UMFA. Ljósið í myrkrinu var óaðfinnanleg frammistaða mín sem tíma- og stigavarðar og Gústa-online sem ritara.
Halldór Bergmann. Tobba Bergmann. Sverrir Bergmann. Einhver tenging?
Hrútarnir verða nú að fara að drífa sig að leigja Bowling for Columbine

5.3.03

Lakersklúbburinn
Í dag bættist nýr félagi í Lakersklúbbinn nýstofnaða. Nýi félaginn er enginn annar en íþróttafréttamaðurinn góðkunni Valtýr Björn "Birdie" Valtýsson. Það er stefna klúbbsins að fjölga enn frekar í hópnum en stofnkvöld aðdáendaklúbbsins verður haldið næsta sunnudagskvöld klukkan 2000 á Players í Kópavogi. Þar ætla félagsmenn að hittast og horfa á Lakers taka Allen Iverson og félaga í Philadelphia í nefið. Allir sannir Lakers-menn eru velkomnir í klúbbinn, það eina sem þeir þurfa að gera er að senda inn umsókn á lakersfanclub@hotmail.com eða einfaldlega mæta á Players á sunnudaginn og spjalla við Hauk Hagnað, Chief Executive Officer.
Þið Lakers-menn sem lesið þetta látið ekki ykkar eftir liggja.
Lakers-menn allra landa sameinist!!!

4.3.03

Hver verður númer 3000?
Nú eru komnir 2999 heimsóknir á teljarann á síðu Buffhrútarins. Spennan er gríðarleg, hver verður gestur númer 3000?

2.3.03

De Boomkikker!!!
Slakasti Gústinn?
Sökum þess að Gústi hefur að undanförnu farið hamförum í að segja slaka brandara hef ég ákveðið að setja í gang könnun til þess að fá úr því skorið hver sé versti Gústabrandarinn hingað til. Fyrirkomulagið er þannig að fólk er beðið um að nota commentin hér að neðan til að nefna þann Gústabrandara sem því finnst standa upp úr hvað slakleika varðar. Ég mun síðan í kjölfarið setja upp formlega könnun með "bestu"bröndurunum.
Látið ekki ykkar eftir liggja, öll kunnum við a.m.k. einn Gústabrandara, þeir eru þekktir allt frá Íslandi til Kóreu, allt frá Hafnarfirði til Debrecen. Látið í ykkur heyra í commentunum, fáum úr því skorið hver sé slakasti Gústabrandarinn.

1.3.03

Hnakki!
Við Arnie fórum í Kringluna í dag og ákváðum að gerast flottir gaurar og fórum því í Sautján. Ég fann mér gallabuxur og á leið minni að kassanum ákvað ég að það væri nú sniðugt að fá sér kannski skyrtu eða e-ð. Klukkan var 1750 og við því að falla á tíma því við áttum eftir að fara í ríkið. Þar sem ég stend og er að skoða skyrtu eina kemur þessi líka slaki hnakki til mín og segir:
Hnakkinn: Get ég e-ð aðstoðað ykkur?
Við: Nei, við erum eiginlega að falla á tíma.
Hnakkinn: Já ég veit.
Við: Við verðum bara að koma seinna, takk.
Hnakkinn: Nei ég er bara að stríða ykkur strákar.
Við: Hmm...yes, djöfull ertu flottur. Later!
Hver skilur þetta? Hvað var hnakkinn að meina? Hvernig var hann að stríða okkur? Ég skil þetta bara ekki. Kannski er þetta e-ð svona hnakkamál, best að spyrja Tuma hnakka að þessu. Tumi er þokkalegur hnakki. Eða Jónatan, hann er HNAKKINN.
Í kvöld hittast Hrútar hjá Steinanum og búast má við góðri hnakkastemningu þar.