26.4.06

That's a great shot
Ég er hooked á heimsmeistaramótinu í snóker sem sýnt er á Eurosport þessa dagana. Ekki svo gott svona í miðju prófatímabili. Hver ætli taki þetta? Ronnie, Doherty, Ebdon eða kannski Dott? Maður spyr sig.
Svo er helvítis Meistaradeildin ekki að hjálpa til upp á lærdóminn. Allavega þá vona ég að Barcelona slái Milan út í kvöld.
Later

14.4.06

Hamingjuóskir
Ég var að fá þær fréttir að vinir mínir þau Harpa og Haukur (Hagnaðurinn) hefðu eignast stelpu fyrr í dag. Ég óska þeim innilega til hamingju með það og nú er bara að bíða og sjá hvort stúlkan muni hljóta nafnið Sigurrós, veðbankar eru bjartsýnir.
Maður bloggar nú ekki á hverjum degi og því tilvalið til að koma fleiri hamingjuóskum áleiðis hér á síðu þessari. Þannig er nefnilega að hann Kiddi Yo (á launaskrá hjá Arsenal) og Erla kærastan eignuðust ekki alls fyrir löngu stelpu sem þau hafa nefnt Örnu Lind. Til hamingju með það!
Jæja best að fara að læra aftur, skemmtilegir páskar hjá mér.

5.4.06

Og hvað er málið með...
Fréttamanninn Brynjólf Þór Guðmundsson á NFS. Hafiði heyrt í þessum gaur? Takið eftir honum næst þegar þið heyrið/sjáið fréttir því maðurinn talar alveg fáránlega. Áherslurnar hjá honum í lok setninga eru svakalegar.
Jæja farinn að semja nýtt ljóð.
Blink 182...
er rosalega leiðinleg hljómsveit.