23.1.04

ÚFF!!!
Einhverjir tala um klaufaskap og óheppni. Ekki ég - þetta er ekkert nema helvítis aumingjaskapur. Á venjulegum degi myndi ég kenna erki-aumingjunum Degi og Patreki um þetta tap en það ætla ég ekki að gera í þetta skiptið. Þetta er að sjálfsögðu engum að kenna nema Guðmundi litla Guðmundssyni. Hvernig í andskotanum dettur manninum í hug að setja Dag og Patrek inná í hnífjafnri stöðu??? Þeir félagar koma inná þegar staðan er jöfn og eru ekki teknir út af aftur fyrr en þeir eru búnir að klúðra leiknum og við komnir 5 mörkum undir. En nú er ég hættur að fylgjast með þessu helvítis rugli, ég nenni því ekki.
Gleðilegan bóndadag!

22.1.04

Aumingjar!!!
Þetta eru helvítis aumingjar! Já ég er að tala um íslenska landsliðið, þetta eru helvítis- drullu- andskotans aumingjar!!! Sérstaklega Dagur og Patrekur. Hvað gerði Patrekur í þessum leik? Jú hann tapaði boltanum örugglega 4-5 sinnum á mikilvægum augnablikum og skoraði ekkert mark. Dagur tók fáránlegar ákvarðanir eins og t.d. að skjóta úr ómögulegu færi þegar við erum tveimur færri og aðeins níu sekúndur í að við fáum mann inná. Þessir menn eiga að vera reyndustu menn liðsins en eru bara hálfvitar og tussur. Ég er brjálaður. Við töpum 18 boltum en Slóvenarnir 9 boltum, þetta náttúrulega gengur ekki. Það er leiðinlegt að segja það en Snorri var eini maðurinn sem gat eitthvað í þessu liði auk þess sem Sigfús stóð fyrir sínu og fiskaði fullt af vítum sem “besti” leikmaður í heimi tók að sér að klúðra. Andskotinn!!!
EM í bakhrindingum
Í kvöld leikur íslenska landsliðið í handbolta sinn fyrsta leik á EM. Andstæðingarnir eru heimamenn, Slóvenar. Það er mjög mikilvægt að sigra í þessum fyrsta leik, fá gott start, vinna síðan riðilinn, vinna svo einn leik í milliriðli, komast í undanúrslit, vinna þar og vinna Svíadjöflana í úrslitaleik. Nei við skulum nú ekki tapa okkur en skulum hins vegar vona að Garcia nái sér vel á strik því ekki viljum við að helvítið hann Patti fái að vaða uppi og klúðra málunum. Ég spái okkur naumum sigri í erfiðum leik en þessi spá byggist þó á því að Patti spili ekki mikið meira en u.þ.b. 20 mínútur.

21.1.04

Allt að gerast!
Ble!!! Jæja þá er ég byrjaður í skólanum og ekkert nema gott um það að segja. Fór í tvo tíma í dag; Stækkun Evrópusambandsins og Nútímakenningar í félagsvísindum, allt saman mjög áhugavert. Fyrri tíminn var í aðalbyggingunni en þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í tíma þar (fyrir áhugasama Sálaraðdáendur þá er Stebbi Hilmars í þessum tímum). Hinn tíminn var í hinu nýja og rándýra náttúrufræðahúsi. Þetta er stórglæsilegt hús og allt það nema hvað það gleymdist að hafa borð til þess að skrifa á og ekki er gert ráð fyrir því að nemendur séu með fartölvur. a.m.k. eru engar innstungur.
Síðasta einkunnin datt inn í dag - solid 7.5 í Mannréttindum frá ólíkum sjónarhornum og með því tryggði kallinn 1. einkunnina enn frekar í sessi. Stefnan er svo að hækka hana enn frekar á þessari síðustu önn og útskrifast svo með glæsibrag og vita bara andskotann ekkert hvað tekur við og hvað maður á svo að gera.
Í dag fékk ég svo líka atvinnutilboð. Tilboð þetta kom frá KSÍ. Nei ég verð ekki aðstoðarmaður Ásgeirs og Loga heldur var ég beðinn um að bera kennsl á menn á fjölmörgum liðsmyndum frá því að ég var í þessum unglingalandsliðum. Mér verður sem sagt úthlutað einni fartölvu í c.a. 1-2 klst. og ég pikka inn nöfnin á strákunum undir myndirnar. Hljómar spennandi og skemmtilegt en þetta er vel borgað.
Svo frétti ég það í gær að á morgun birtist viðtal við mig í hinni hliðinni á fotbolti.net. Ég hvet alla til þess að tékka á því, það gæti birst þar skemmtileg mynd af mér.
Jæja ég er farinn.

19.1.04

Skólinn
Þar til nú rétt áðan stóð ég í þeirri meiningu að ég ætti að byrja í skólanum á morgun. Fyrir nokkru tékkaði ég á stundaskránni og samkvæmt henni átti ég að vera í einu fagi á þriðjudögum og einu fagi á miðvikudögum. Sú breyting hefur orðið á að ég verð í tveimur fögum á miðvikudögum en engu á þriðjudögum. Ég þarf sem sagt bara að mæta í tíma einu sinni í viku - snilld!!! Djöfulsins flaur!
Menn eru eitthvað að tala um vetrareinvígi Hrútanna og lókanna. Í hverju yrði keppt?

15.1.04

Dottið í lukkupottinn!
Ég fékk skemmtilegt símtal áðan frá manninum á Salatbarnum (Más):

Ég: Halló.
Más: Daði Guðmundsson?
Ég: Já.
Más: Daði Guðmundsson Framari?
Ég: Já.
Más: Blessaður! Ingvar hérna á Salatbarnum.
Ég: Já???
Más: Já manstu eftir leiknum sem við vorum með á heilsudögunum um daginn?
Ég: ööö já.
Más: Þú varst dreginn út og vannst veglegan vinning.
Ég: Já er það?
Más: Nú getur þú tekið við af Kristjáni Brooks...(hlátur!)
Ég: Hvað segirðu? Nú?
Más: Já þú vannst tíu tíma ljósakort. Ég hringi í þig aftur seinna, ég ætla nefnilega að hóa saman öllum vinningshöfunum.
Ég: Já, ok, gott mál.
Más: Blessaður.
Ég: Blessaður.

Þannig er sem sagt mál með vexti að við Heiða fórum um daginn og fengum okkur að borða á Salatbarnum og tókum um leið þátt í laufléttum spurningaleik. Svo skemmtilega vill til að ég vann til verðlauna og er það í fyrsta skipti sem það gerist í slíkum leik. Þetta bætir að nokkru leyti upp fyrir vonbrigðin sem ég varð fyrir þegar ég þurfti að horfa á eftir einni milljón króna renna mér úr greipum á eftirminnilegan hátt í 1x2 í haust.
Þið sem að voruð farin að hlakka til þorrablóts Fram verðið að bíta í það súra epli að það verður ekki haldið í ár. Í staðinn verður sennilega haldið gott partý sem skyldumæting er í.
Gaman að sjá að síða Hagnaðarins er farin að vekja gríðarlega athygli.. Hagnaðurinn hefur verið að bera út slúður og ekki slúður um Idol-keppendurna og fengið misgóð viðbrögð við því. Ég segi hins vegar áfram Hagnaður og áfram Jón Sigurðsson, NOMIS!

14.1.04

Dorrit Buffaieff
Ég er drulluhress í dag. Vaknaði klukkan hálfátta og fór að hlaupa og lyfta í Laugum, maður verður að koma sér í form áður en Jón G. kemur til landsins. Ýmsir merkismenn og konur hafa látið sjá sig í nýju líkamsræktarstöðinni undanfarið. Fyrsta ber að telja forsetafrúna, sjálfa Dorrit. Já það er rétt, ég var að lyfta með Dorrit Moussaieff. Hún er hrikaleg og var þarna eitthvað að buffast með Magnúsi Ver í bekknum. Einnig er eiginmaður menntamálaráðherra gjarnan á staðnum en hann vill henda Jaliesky Garcia út úr landsliðshópnum og fá Loga Geirsson í staðinn. Í morgun hitti ég svo tvo leikmenn stórliðsins FC Fame. Þeir eru að koma sér í form enda hyggja þeir á þátttöku í bikarkeppni KSÍ í sumar. Það væri gaman að mæta Tuma og félögum í 16 liða úrslitum. Já sei sei.
Í gær komst Tranmere áfram í bikarkeppninni eftir sigur á Bolton. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að það var ég sem skoraði fyrra mark Tranmere á 82. mínútu.
Ég keppti á fleiri vígstöðvum í gær. Fór á Players með Brynjari og Gústa og kepptum við þar í þríþraut. Fyrst var keppt í pool og þar hafði ég sigur. Því næst var háð keppni í golfleik nokkrum en þar fór Brundinn með sigur af hólmi. Gústi sigraði svo örugglega í pílukastinu.
Farinn í kjallarann. Later!

10.1.04

Til hamingju!
Í kvöld fagnar hljómsveitin Sigur Rós 10 ára afmæli sínu og óskar Buffhrúturinn þeirri ágætu sveit til hamingju með það. Ekki nóg með það heldur fagnar einn dyggasti stuðningsmaður sveitarinnar, Haukur Hagnaður, 25 ára afmæli sínu í dag. Já þetta er ótrúleg tilviljun. Til hamingju allir saman.

6.1.04

Til hamingju Eiki, gamli Hrútur!
Bílahrúturinn Eiki er 23 ára gamall í dag og óskar Buffhrúturinn honum til hamingju með það. Húrra húrra húrra húrra!!!!
Færeyskir landsliðsmenn til Fram
Tveir færeyskir landsliðsmenn eru gengnir til liðs við okkur Framara. Færeyska ríkisútvarpið birti grein um annan þeirra:
Fróði Benjaminsen til Íslands týsdagur, 06. januar 2004 10.12 - Ítróttur Miðvallarin á landsliðnum í fótbolti, Fróði Benjaminsen, fer til Íslands at spæla komandi kappingarár. Fróði Benjaminsen skal spæla við íslendka felagnum Fram, sum Ion Geolgav nú venur. Talan verður ikki um nakran fulltíðarsáttmála, so miðvallarin av Toftum ætlar sær at arbeiða hálva tíð. -Skal tað vera, skal tað verða nú. Eg eri júst fyltur 26 ár, so tað kann skjótt verða ov seint hjá mær at royna nakað, sigur Fróði Benjaminsen. Avleiðingin verður, at B68 missir tann stinnasta miðvallarspælaran í Føroyum.
Við Framarar vorum sem sagt að tryggja okkur stinnasta miðjumann Færeyinga, gaman að því.

4.1.04

Gleðilegt ár!
Gleðilegt nýtt ár og blablabla. Þá eru jólin bráðum búin og Eiki bara að verða 23 ára kallinn. Hann ber aldurinn ágætlega og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 53 ára gömul kona.
Ég fékk sms frá fulltrúa Hrútanna á Bretlandseyjum, honum Steiktahrúti. Hann var að fatta það að hann þarf að borga öll símtölin sem hann fékk frá okkur Hrútum á gamlárskvöld. Ekki þarf að taka fram að honum var ekki skemmt. Skemmt var mér. Einnig sagði hann mér að 4 tíma lestarferðir væru vanmetin skemmtun. Ja sei sei.
Í gærkvöldi fórum við Heiða í stúdentsveislu til Ása vinar hennar. Þannig er mál með vexti að ég hef ekki hitt vini hennar neitt oft (eiginlega bara mjög sjaldan og suma aldrei) og þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur. Ég fékk að heyra hluti um hana Heiðu litlu sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Þetta var svakalegt alveg. Hlakka til að hitta vini hennar aftur. Þetta var mjög fín veisla og góðar veitingar. Boðið var upp á bollu sem ég vil meina að hafi verið óáfeng. Ég þambaði og þambaði að minnsta kosti hvert glasið á fætur öðru án þess að verða fyrir verulegum áhrifum. Undir lok veislunnar var svo boðið upp á glæsilega flugeldasýningu - magnað!
Jólin eru að verða búin og það þýðir að skólinn fer að byrja. Ég er reyndar það flottur að ég þarf ekki að mæta í tíma fyrr en 20. janúar. Ég hef hugsað mér að nýta tímann til að komast í magnað form og einnig til að taka kjallarann í gegn - já hlæiði bara en ég ætla mér að klára þetta og á næstu jólum skal ég búa í kjallaranum.
Hvernig væri senda Megas í Eurovision á næsta ári? Safna undirskriftum og svona...bara hugmynd sko. Hohoho voða fyndið!