Dottið í lukkupottinn!
Ég fékk skemmtilegt símtal áðan frá manninum á Salatbarnum (Más):
Ég: Halló.
Más: Daði Guðmundsson?
Ég: Já.
Más: Daði Guðmundsson Framari?
Ég: Já.
Más: Blessaður! Ingvar hérna á Salatbarnum.
Ég: Já???
Más: Já manstu eftir leiknum sem við vorum með á heilsudögunum um daginn?
Ég: ööö já.
Más: Þú varst dreginn út og vannst veglegan vinning.
Ég: Já er það?
Más: Nú getur þú tekið við af Kristjáni Brooks...(hlátur!)
Ég: Hvað segirðu? Nú?
Más: Já þú vannst tíu tíma ljósakort. Ég hringi í þig aftur seinna, ég ætla nefnilega að hóa saman öllum vinningshöfunum.
Ég: Já, ok, gott mál.
Más: Blessaður.
Ég: Blessaður.
Þannig er sem sagt mál með vexti að við Heiða fórum um daginn og fengum okkur að borða á Salatbarnum og tókum um leið þátt í laufléttum spurningaleik. Svo skemmtilega vill til að ég vann til verðlauna og er það í fyrsta skipti sem það gerist í slíkum leik. Þetta bætir að nokkru leyti upp fyrir vonbrigðin sem ég varð fyrir þegar ég þurfti að horfa á eftir einni milljón króna renna mér úr greipum á eftirminnilegan hátt í 1x2 í haust.
Þið sem að voruð farin að hlakka til þorrablóts Fram verðið að bíta í það súra epli að það verður ekki haldið í ár. Í staðinn verður sennilega haldið gott partý sem skyldumæting er í.
Gaman að sjá að síða Hagnaðarins er farin að vekja gríðarlega athygli.. Hagnaðurinn hefur verið að bera út slúður og ekki slúður um Idol-keppendurna og fengið misgóð viðbrögð við því. Ég segi hins vegar áfram Hagnaður og áfram Jón Sigurðsson, NOMIS!
Ég fékk skemmtilegt símtal áðan frá manninum á Salatbarnum (Más):
Ég: Halló.
Más: Daði Guðmundsson?
Ég: Já.
Más: Daði Guðmundsson Framari?
Ég: Já.
Más: Blessaður! Ingvar hérna á Salatbarnum.
Ég: Já???
Más: Já manstu eftir leiknum sem við vorum með á heilsudögunum um daginn?
Ég: ööö já.
Más: Þú varst dreginn út og vannst veglegan vinning.
Ég: Já er það?
Más: Nú getur þú tekið við af Kristjáni Brooks...(hlátur!)
Ég: Hvað segirðu? Nú?
Más: Já þú vannst tíu tíma ljósakort. Ég hringi í þig aftur seinna, ég ætla nefnilega að hóa saman öllum vinningshöfunum.
Ég: Já, ok, gott mál.
Más: Blessaður.
Ég: Blessaður.
Þannig er sem sagt mál með vexti að við Heiða fórum um daginn og fengum okkur að borða á Salatbarnum og tókum um leið þátt í laufléttum spurningaleik. Svo skemmtilega vill til að ég vann til verðlauna og er það í fyrsta skipti sem það gerist í slíkum leik. Þetta bætir að nokkru leyti upp fyrir vonbrigðin sem ég varð fyrir þegar ég þurfti að horfa á eftir einni milljón króna renna mér úr greipum á eftirminnilegan hátt í 1x2 í haust.
Þið sem að voruð farin að hlakka til þorrablóts Fram verðið að bíta í það súra epli að það verður ekki haldið í ár. Í staðinn verður sennilega haldið gott partý sem skyldumæting er í.
Gaman að sjá að síða Hagnaðarins er farin að vekja gríðarlega athygli.. Hagnaðurinn hefur verið að bera út slúður og ekki slúður um Idol-keppendurna og fengið misgóð viðbrögð við því. Ég segi hins vegar áfram Hagnaður og áfram Jón Sigurðsson, NOMIS!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home