18.12.03

Prófin búin!
Jæja þá eru prófin loksins búin. Síðasta prófið var í morgun og ég er nú ekkert hoppandi glaður því það gekk ekkert allt of vel. Ég á reyndar von á því að fá alveg ásættanlegar einkunnir í fjórum námskeiðum af fimm. Ég er hins vegar að pæla í að fara að sofa núna til að vinna upp tapaðan svefn.
Það er náttúrulega djöfulsins snilld að vera kominn í jólafrí og þurfa ekki að mæta í skólann næsta mánuðinn. Skemmtanir verða hafðar í hávegum næstu daga. Ég er að spá í að byrja rólega og fara kannski í bíó með ástkonu minni í kvöld. Síðan er náttúrulega pabbi hans Atla með partý og mér og litla pabba er boðið. Annað kvöld er það svo útskriftarveislu hjá honum Eyjó kallinum. Strákurinn að klára stúdentinn og til hamingju með það. Á laugardaginn verður svo sameiginlegt próflokadjamm hjá félagsvísindadeild og það er nokkuð ljóst að það verður einhver vitleysa. Ekki má gleyma því að á sunnudaginn munum við Hrútar (og fleiri) fjölmenna á forsýningu á LOTR 3 í VIP-salnum í Smárabíói. Það verður magnað.
Celebrimbor Telemnar kveður frá Hlöðunni í síðasta sinn á þessu ári og er farinn að sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home