5.12.03

Með hverjum lendir Ísland í riðli?
Nú innan stundar verður dregið í riðla forkeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2006. Menn iða í skinninu að fá að vita á móti hvaða þjóðum Íslendingar dragast. Þjóðunum 51 er skipt í 8 styrkleikaflokka og verður ein þjóð úr hverjum flokki í hverjum riðli.

Ég vonast til að riðill Íslendinga líti svona út:
1. England
2. Holland
3. Skotland
4. Ísland
5. Kýpur
6. San Marínó

Ég ælta hins vegar að spá því að riðill okkar Íslendinga verði svona:
1. Tékkland
2. Króatía
3. Austurríki
4. Ísland
5. Eistland
6. Færeyjar

Sjö þjóðir verða í þremur riðlum en ég er nokkuð viss um að Ísland lendi í sex liða riðli.
Svo er bara að sjá hversu sannspár kallinn reynist.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home