21.11.03

Þetta er skandall!
Í morgun heyrði ég að Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings/Búnaðaranka og Hreiðar Már Sigurðsson (ekki sonur hans), framkvæmdastjóri bankans hafi keypt hlutabréf í bankanum fyrir litlar 950 milljónir króna. Gengið á bréfunum sem þeir keyptu var 156 en lokaverð á hlutabréfum í bankanum í Kauphöll Íslands var 216. Það þýðir að ef þeir félagar seldu á því gengi næmi söluverð bréfanna 1315 milljónum króna sem þýddi að þeir hefðu þá hagnast um 365 milljónir króna hvor. Að vísu verða þeir að eiga bréfin í 5 ár áður en þeir geta selt þau en mér skilst að ef að verð bréfanna lækkar á næstu 5 árum þá taki bankinn þá lækkun á sig. Þetta er víst hluti af ráðningarsamningi félaganna við bankann en common þetta er náttúrulega algjört rugl! Það hefur verið talað um að eðlilegt sá að gera ráðningarsamninga við starfsmenn sem virka þannig að ef fyrirtækinu gengur vel og þeir eru að gera góða hluti þá hagnist starfsmennirnir á því og njóti góðs af því. Þeir félagar Sigurður og Hreiðar hljóta því að vera búnir að gera ansi magnaða hluti að undanförnu ef það á að réttlæta þessa steypu.
Þarna hafiði það, þetta var samfélagsgagnrýni vikunnar hér á Buffhrútnum og Atli, þú getur tekið þessa einkavæðingu þína og troðið henni upp í stóra sænska rassgatið á þér!
LIFI KOMMÚNISMINN!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home