3.11.03

Góð saga
Skemmtilegar umræður hafa skapast á Fram-spjallinu í kjölfar ráðningar rúmenska þjálfarans Ion Geolgau. Eftirfarandi saga birtist í dag og er höfundur hennar enginn annar en faðir sjálfs Stiftamtmannsins.


Af gefnu tilefni skal það tekið fram að öll þessi skrif mín er hreinn hugarburður og eru allar samlíkingar, atburðir og nöfn sem kunna að minna á einstaklinga eða félög hrein tilviljun

Það voru allmargir leikmenn mættir á fyrstu æfingu og ekki laust við að ákveðinnar spennu gætti í hópnum. Ómar reitt af sér brandara á meðan Beisi stakk hamborgaratæjur úr tönnunum. Viðar hafði gleymt dótinu heima sem kom reyndar ekki að sök þar sem hann var með vottorð frá Pétri sjúkraþjáfa uppá króniskt minnisleysi. Daði var í óða önn að skrifa ritgerð fyrir Hannes Hólmstein um fráráðnleka vinstrihreyfingarinnar byggða á einkabréfum Hannesar frá námsárunum til Davíðs Oddsonar. Ingvar var að stoppa í gamlan ullarsokk sem hann hafði fundið ofan í geymslu en Eggert sat hugsandi og velti fyrir sér hvor betra hefði verið að fara í handbolta eða körfu. Andri Fannar líktist mest sveittum gangaverði sem læstur hafði verið inní skúringakompu enda Bjössi nýbúinn að tilkynna honum að hann ætlaði að taka gullskóinn í ár. Ragnar og Gunnar Þór höfðu hljótt um sig enda vanir því að spila einangraðar stöður á vellinum. Gunni Mark var að pósa fyrir framan stóran spegil og lét dæluna ganga á afláts enda Vestmannaeyingur í húð og hár. Balli var ekki kominn en Addi og Bjarni Þór voru að rífast um það hvort væri betra Pizza með pepperóni og sveppum eða með skinnku og lauk. Aðrir leikmenn voru að gramsa í dótinu sínu.

Hurðin inní búningsklefan opnaðist skyndilega og Jörundur gekk inn í klefann. Hann kinnkaði kolli til leikmanna og sagði að Jón (Ion) væri að koma. Í sömu svifum byrtist þjálfinn brosmildur en örlítið ógnvekjandi og sagði: (skrifað eftir framburði)

“Góan dija. Jeg hæti Ion Geolgau og skal kenna tikkúm að spjæla fótbolt. Súmir kalla míg Jóa Jarðálfúr men eg væt íkkji kvað tað túíðir. Jeg elska fotbolt men jeg havi aísinni andrar intressur súm jeg sýnist stúttligt. Jeg er gildur limur í Ríðumannafélaginum úí Havn og hopar at jeg geti ríað mikid í Úíslandi”

Gunni mark sprakk úr hlátri augnablik en reyndi að breyta viðbrögðunum í hósta. Ingvar stakk sig á nálinni og roðnaði heil ósköp en Andri va enn fúll.

“Jeg súínist tia er gott at partafjélgid Fram skúli hafa talað vid mig úm at stúíra hesu liji og eg hopar at vit kúnna arbæða gott saman”

Svo virtist sem sumir leikmannanna hefðu ekki orðið varir við innkomu þjálfarans því úr einu horninu heyrðist

“..með auka osti. “

Tannstöngull datt á gólfið.

Ion beindi sjónum sínum að Jörundi sem tók við orðinu og sagði.

“Já, humm, við Jón erum búnir að fara yfir þetta og mér skilst að hann vilji hafa svipað yfirbragð á hlutunum og hjá HáBé í Færeyjum. Þeir náðu góðum árangri og hann hefur trú á að við getum gert slíkt hið sama. Af gefnu tilefni þá vill hann byrja á matarræðinu”

Flestir stirðnuðu upp.

“Mér skilst að megin uppistaða Færeyinga sé eitthvað sem þeir kalla skerpukjöt, - úldið vindþurrkað lambakjöð sem étið er hversdags. Á hátíðis og tillidögum fá menn sér síðan grindhavalakjöt og hvalspik ofaná og kallast það grind og spik. Pizzur, hamborgarar og kínverskt fyrirfinnst ekki á eyjunum. Séu menn sambandssinnar borða menn Holbergpylsur á sunnudögum annars meira skerpukjöt.”

Það leið yfir Beisa. Bjarni og Andrés störðu opinmynntir á aðstoðarþjálfaran, en Gunni mark setti upp fyrirlitningasvip og sagði:

“Iss þetta er ekki neitt. Í mínu ungdæmi átu menn, Lunda og Fíl og skoluðu því niður með úldnum eggjum. Einu sinni fann ég dauðan kött og....”

hann komst ekki lengra enda hafði Jörundur gefið honum merki um að hætta.

“Hvað annað varðar” sagði Jörundur “þá er óstundvísi þjóðaríþrótt Færeyinga, en það kem ég ekki til með að líða, hvorki innan vallar sem utan. Annað var það ekki í dag, en ég reikna með að við Jón komum til með að leggja frekari línur um framhaldið á næst dögum.” hann snéri sér við á leiðinni út og sagði: “Á mánudaginn næstkomandi koma þeir félagar Jeggvan og Trándur með fullt af kjöti, en þeir munu æfa og spila með okkur á næstu leiktíð.”

Söfnuðurinn sat agndofa eftir þegar dyrunum var lokað þangað til Ómar sagði:

“Hey strákar, hafið þið heyrt söguna um Kr-ingin sem.....”

Hálfétin pizzu-sneið klauf loftið og ullarsokkur fylgdi með...............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home