2.11.03

Metrósexual
Já Buffhrúturinn er kominn fram á ritvöllinn á nýjan leik. Í dag er liðinn einn mánuður frá síðasta bloggi og tel ég því við hæfa að hefja blogg á nýjan leik.
Margt hefur á daga mína drifið á þessum langa tíma sem liðinn er en ég nenni ekki að segja frá því öllu. Ég fór m.a. í vikuferð til Benidorm og skemmti mér konunglega. Menn ferðarinnar voru tvímælalaust partýljónin Josh og Skyler en það er önnur saga sem ég fer kannski nánar útí síðar.
Í gærkvöldi fór ég svo í innflutningspartý til þeirra E og Sigrúnar á Sólvallagötu. Þar voru samankomnir stærðfræðinördar og FM-hnakkar og stemningin mjög góð. Boðið var upp á bollu og kökur og ýmsa smárétti og 80 kg Buffhrúturinn lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Íbúð þeirra E og S er bara helvíti flott og ansi skemmtileg hönnun á speglinum á baðherberginu. Hmm...yes.
Úr innflutningspartýinu héldum við Breiðhyltingar og FM-hnakkar ásamt Skrímslinu í átt að miðbæ Reykjavíkur. Kuldinn var gríðarlegur þannig að ákveðið var að gera stutt stopp á Kaffibrennslunni til að koma líkamshitanum á nýjan leik í 37°. Gaman er að segja frá því að á Brennslunni sátu þrír landsliðsmenn í bakhrindingum að sumbli. Þetta voru þeir Róbert Sighvatsson, Gunnar Berg og besti bakhrindingamaður í heimi, sjálfur Ólafur Stefánsson. Þegar við fórum var klukkan farin að ganga þrjú og ekkert fararsnið á þeim félögum þrátt fyrir að þeir séu að fara að spila landsleik á móti Pólverjum í Höllinni í kvöld. Þegar við löbbuðum út voru þeir að panta sér nýjan bjór og þeir fengu hann í einhverjum extra stórum glösum. Já það er greinilega ekki mikill metnaður í þessum bakhrindingum en það verður gaman að sjá hvernig þeir félagar standa sig í kvöld.
Í dag var svo gengið frá ráðningu nýs þjálfara hjá Safamýrarstórveldinu. Maðurinn heitir Ion og kemur frá Rúmeníu. Hann hefur undanfarin ár þjálfað með góðum árangri í Færeyjum en á sínum yngri árum spilaði hann fjöldamarga landsleiki fyrir Rúmeníu og var á miðjunni ásamt sjálfum Hagi þannig að eitthvað hlýtur maðurinn að vita um fótbolta.
Á undanförnum dögum hef ég fjöldamargar áskoranir og margir hafa komið að máli við mig. Ég hef bæði fengið áskoranir um að fara aftur að blogga en einnig um að hætta að blogga því að ég sé algjört fífl. En ég er allavega ekkert fífl og því hef ég ákveðið að halda áfram að blogga.
Menn dagsins eru hins vegar herra Stift og Bogdan Kowalczyk.
Later en munið það að ég er metrósexual.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home