6.11.03

Seníll kall
Þið sem að venjið komur ykkur á Þjóðarbókhlöðuna kannist við gamla kallinn sem er alltaf þar og sífellt að tala við sjálfan sig. Allavega þá er hann að fara á kostum í þessum töluðu orðum. Hann labbar hérna fram og til baka og blótar eitthvað á þessa leið: "Andskotans, djöfullinn sjálfur, he he he, andskotans." Svo stendur hann hérna fyrir framan ljósritunarherbergið og bankar og bankar en enginn svarar. Hann lætur það þó ekki stoppa sig og heldur áfram að banka, að því er virðist endalaust. Og hann segir við sjálfan sig (og okkur öll um leið): "Andskotans vitleysa að vera að standa í þessu. Hvar er hann eiginlega núna? Hvert er þetta þjóðfélag að fara? Andskotans!"
Já það er gaman að gamla seníla kallinum á Þjóðarbókhlöðunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home