14.11.03

Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón
Var að koma heim af Megasartónleikunum, fínir tónleikar.
Við Stiftamtmaðurinn vorum mættir í Stúdentakjallarann rétt upp úr hálfátta og Keðjan kom skömmu síðar. Við mættum snemma til að tryggja okkur góð sæti enda bjuggumst við við að fullt yrði út úr dyrum. Við hefðum hinsvegar ekki þurft að mæta svona snemma því að Megasinn lét ekki sjá sig fyrr en um hálfellefu. Það var svo sem allt í lagi því að þarna vorum við í góðra vina hópi. Atlinn lét sjá sig sem og Linda og þeir Andri Fannar og Hjalti úr Sveittum Gangavörðum og séra Jón mætti en því miður sá Jón sér ekki fært að mæta.
Megasinn var í fínu formi og eftir tíu mínútna hlé (sem var reyndar nær 40 mín) tók hann alla sína helstu slagara við góðar undirtektir tónleikagesta. Fjöldi útlendinga var í salnum og skildu þeir ekkert í því hvaða gamli dópisti þetta væri sem væri að þenja sig á sviðinu. Stiftamtmaðurinn tók því að sér að fræða þá um meistarann og sagði að þarna væri legend á ferð, a musical genious if you like.
Fantagóðir tónleikar hjá Megasnum en á morgun en það bara Ragnminton og herrakvöld Fram sem bíður.
Góðar stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home