5.12.03

Svona fór um sjóferð þá
Þá er drættinum lokið og hann fór hvorki eins og ég hefði viljað eða eins og ég spáði. Við lentum í 8. riðli og hann lítur svona út:
1. Svíþjóð
2. Króatía
3. Búlgaría
4. Ísland
5. Ungverjaland
6. Malta

Ég verð nú bara að lýsa yfir vonbrigðum með þennan riðil. Við fengum enga af þessum stórþjóðum sem maður hafði verið að vonast eftir; England, Holland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Ok við fengum Svía en þeir teljast nú varla stórþjóð (sorry Atli en svona er þetta bara) og við eigum ekki séns á að vinna þá. Við fengum Króatíu - það hefði verið gaman að fá þá fyrir nokkrum árum þegar gaurar á borð við Suker, Boban, Prosinecki og fleiri voru að spila en ég held að þeir séu allir hættir núna. Samt tel ég möguleika okkur gegn þeim ekkert sérstaklega góða. Við gætum slysast til að vinna þá heima (sem við verðum að gera) en við eigum ekki séns úti. Aftur drögumst við á móti Búlgaríu. Balakov er hættur og við eigum að geta tekið þessa Búlgari og skipt um styrkleikaflokk við þá. Síðan eru það Ungverjar og mig grunar að við gætum átt í erfiðleikum með þá. Þeir eru að koma sterkir inn og ég spái að við gerum aðeins jafnftefli við þá heima en töpum úti. Ég nenni ekki einu sinni að tala um Möltu, það verður náttúrulega skandall ef við vinnum ekki báða leikina á móti þeim.
Mín spá er sem sagt sú að við töpum báðum leikjunum á móti Svíum (0 stig), komum á óvart og vinnum Króatíu heima en töpum úti (3 stig), vinnum Búlgaríu heima og gerum jafntefli úti (4 stig), gerum jafntefli við Ungverja heima og töpum úti (1 stig) og vinnum síðan báða leikina á móti Möltu (6 stig). Þetta þýðir að við fáum 14 stig og lendum í hinu mjög svo svekkjandi 3. sæti riðilsins og komumst ekki í umspil og verðum að bíða enn lengur eftir því að komast á stórmót.
Sorry en svona er þetta bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home