4.1.04

Gleðilegt ár!
Gleðilegt nýtt ár og blablabla. Þá eru jólin bráðum búin og Eiki bara að verða 23 ára kallinn. Hann ber aldurinn ágætlega og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 53 ára gömul kona.
Ég fékk sms frá fulltrúa Hrútanna á Bretlandseyjum, honum Steiktahrúti. Hann var að fatta það að hann þarf að borga öll símtölin sem hann fékk frá okkur Hrútum á gamlárskvöld. Ekki þarf að taka fram að honum var ekki skemmt. Skemmt var mér. Einnig sagði hann mér að 4 tíma lestarferðir væru vanmetin skemmtun. Ja sei sei.
Í gærkvöldi fórum við Heiða í stúdentsveislu til Ása vinar hennar. Þannig er mál með vexti að ég hef ekki hitt vini hennar neitt oft (eiginlega bara mjög sjaldan og suma aldrei) og þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur. Ég fékk að heyra hluti um hana Heiðu litlu sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Þetta var svakalegt alveg. Hlakka til að hitta vini hennar aftur. Þetta var mjög fín veisla og góðar veitingar. Boðið var upp á bollu sem ég vil meina að hafi verið óáfeng. Ég þambaði og þambaði að minnsta kosti hvert glasið á fætur öðru án þess að verða fyrir verulegum áhrifum. Undir lok veislunnar var svo boðið upp á glæsilega flugeldasýningu - magnað!
Jólin eru að verða búin og það þýðir að skólinn fer að byrja. Ég er reyndar það flottur að ég þarf ekki að mæta í tíma fyrr en 20. janúar. Ég hef hugsað mér að nýta tímann til að komast í magnað form og einnig til að taka kjallarann í gegn - já hlæiði bara en ég ætla mér að klára þetta og á næstu jólum skal ég búa í kjallaranum.
Hvernig væri senda Megas í Eurovision á næsta ári? Safna undirskriftum og svona...bara hugmynd sko. Hohoho voða fyndið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home