23.12.03

Vindlingar og viský og villtar meyjar
Jæja þá er Þorláksmessa að kveldi komin. Skatan rann ljúflega niður og bragðaðist alls ekki jafnilla og mig minnti. Ekki misskilja mig, hún var vissulega vond en ekki jafnslæm og hún var í minningunni. Hver veit nema maður eigi eftir að borða þennan viðbjóð með bestu lyst þegar maður verður orðinn eldri Hrútur.
Ég fór síðan og tók bæjarrölt áðan með Heiðu, Gústa, Arnþóri, Atla og Steina. Mörg celeb voru á staðnum en röltið var stutt í þetta skiptið vegna gríðarlegs kulda. Við dúndruðum okkur inn á Kaffi Viktor og fengum okkur í svanginn. Mjög sáttur.
Ekki fórum við á Megasukk á Borginni en ég er hins vegar að hlusta á þá núna á Rás 2. Megasinn er alveg hreint í fínu formi bara.
Rauðar rútur!
Ein pæling, ég á nefnilega eftir að ryksuga. Eða er það? Á ég ekki frekar eftir að ryksjúga? Hvernig stendur á því að það segja alltaf allir "að ryksuga"? Ætti maður ekki frekar að segja "að ryksjúga"? Það er nefnilega þannig ryksugan sýgur rykið. Já þetta er skemmtileg pæling.
Ég á mér eina víðáttu mikla frú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home