23.12.03

Flaur!
Buffhrúturinn er hér.
Föruneyti Hrútanna fór í Smárabíó á sunnudaginn og smellti sér á LOTR III. Farið var í Lúxussalinn í boði Sverris og Gústa Bergmanns. Svessi var eitthvað að tala um að skera hjartað úr sér með skeið en Gústi hlustaði ekkert á hann og tók eitt létt dollíopptsjaggí í hausinn á honum. Myndin var annars ansi mögnuð en það hefði alveg mátt stytta væmna partinn með Hobbitunum í lokin. Skemmtilegt atriði líka þegar The Eagles mættu á svæðið. Já já.
Í gær fór ég á tónleika við kertaljós í Dómkirkjunni -> rómantík, sei sei sei. Síðan horfðum við Heiða á Christmas Vacation með Chevy Chase sem er náttúrulega mikil snilld og ómissandi svona rétt fyrir jólin. Kláraði jólagjafirnar að mestu leyti í gær og svo er það kirkjugarðurinn í dag og eitthvað rölt í bænum í kvöld og þá er þetta komið. Hver veit nema maður skelli sér á Megasukk á Hótel Borg.
Ég fékk líka fyrstu einkunnina mína áðan en það var solid átta í fjölmiðlafræði, nokkuð sáttur við það bara.
Ég gleymdi einu. Þessi jól eru nokkuð óhefðbundin hér í Ystaseli fyrir þær sakir að tvær konur frá Danaveldi dvelja hér. Önnur þeirra er íslensk vinkona mömmu sem hefur búið í Danmörku í einhver 40 ár og hin er dönsk vinkona hennar. Báðar reykja þær eins og strompar og mamma tók þá einstaklega slöku ákvörðun að leyfa þeim að reykja inni. Húsið angar því af viðbjóði og þetta er ekki bara venjuleg reykingalykt (sem er nógu andskoti vond) heldur reykja þær einhverjar danskar viðbjóðslegar sígarettur sem lykta eins og endaþarmur djöfulsins. Andskotinn!!! Ekki nóg með það þá tóku foreldrar mínir upp á því að fjárfesta í skötufjanda til að leyfa Dönunum að smakka á alvöru íslenskum mat og því má búast við að húsið lykti eins og hreinasta helvíti þegar það fer að líða á daginn.
Já þetta er hinn sanni jólaandi.
Bið að heilsa í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home