31.12.02

Sumargústafarferð
Þá er sumarbústaðaferð Hrútanna lokið, hvílík vitleysa.
Farið var að huga að brottför frá Reykjavík áleiðis í bústað Arnþórs í Þjórsárdal upp úr hádegi á laugardag. Þeir fyrstu lögðu svo af stað einhvern tíma á milli 3 og 4 ef ég man rétt. Þetta voru þau Erling, Sigrún, Arnþór og Gústi. Við Brynjar lögðum af stað úr Breiðholtinu um svipað leyti en við þurftum að sækja Skrímslið (sem vill ekki lengur láta kalla sig skrímsli, hann heitir jú Helgi) og versla eitt og annað. Eftir að við vorum búnir að kaupa bensín og í matinn fórum við í Ríkið þar sem Helgi gerði sér lítið fyrir og keypti kassa af bjór og rauðvín með matnum en auk þess var hann með Gin og flösku af Tekíla og einhvern helling af öðrum viðbjóði. Helgi bar því fyrir sig að hann væri líka að kaupa fyrir Guðrúnu vinkonu sína. Að þessu loknu tók við bið (rímar) eftir Guðrúnu en hún var í fjölskylduboði á Skaganum. Við lögðum svo loksins af stað um sjöleytið. Á leiðinni slátruðum við Helgi og Guðrún nokkrum bjórum og vorum komin í góðan fílíng þegar við mættum í Þjórsárdalinn. Við Vorsabæjarafleggjarann hittum við Kondíbílinn og buðum henni með. Við hófumst strax handa við að grilla svínalundirnar okkar þegar við komum í bústaðinn. Það tók aðeins u.þ.b. þrjá klukkutíma að elda og við snæddum dýrindismáltið rétt fyrir miðnætti. Í millitíðinni mættu Steini og María á svæðið hressari en nokkru sinni. Við tók almenn drykkja og við byrjuðum að spila spilið Leonardo & co. Í því spili kom í ljós að María er hreint gríðarlega heppin í spilum og ætti samkvæmt því að vera óheppin í ástum en enginn sá sér fært að benda Steina á það af ótta við hljóta ótímabæran dauðdaga og enda jarðneska dvöl sína í holu einni mikilli sem búið var að grafa á veginum sem liggur að bústaðnum. Nú reyndum við að fara í einhverja drykkjuleiki en neyddumst til að hætta því vegna þess að Helgi tapaði alltaf og það stefndi í að hann yrði að drekka allt áfengið sem til var í bústaðnum (sem hefði í sjálfu sér ekkert verið óeðlilegt þar sem hann átti meirihlutann af því). Nú gerði öl Ölvi fölvan og farið var að spila Actionary. Það var hreint gríðarskemmtilegt en spilið leystist að lokum upp í einhverja vitleysu þar sem að menn sökuðu hverjir aðra um svindl en allt var þetta þó í góðu og ýrar atgeirar ýring skýrði áfram of grön. Steiktur! Fljótlega fóru menn að týna tölunni. Gústi lét sig hverfa um stund en kom svo sterkur til leiks að nýju. Erling og Sigrún fóru allt of snemma að sofa og fljótlega eftir góða gönguferð fóru Steini og María og Brynjar líka að sofa. Þegar hér var komið sögu var klukkan u.þ.b. 5. Við hin létum hins vegar ekki deigan síga og héldum áfram sumbli langt fram eftir nóttu. Ég verð reyndar að viðurkenna að restin af “kvöldinu” er í frekar mikilli móðu og tók ég mig til og gerði Gústa oftar en góðu hófi gegnir. Ég spjó sem mest ég mátti og spennandi verður að stíga á vigtina í sporthúsinu á eftir og vita hvort að 80 kílóa maðurinn sé ekki orðinn eitthvað um 70 kg aftur - það kæmi mér ekki á óvart. Mér skilst að við höfum svo farið að sofa um 9 leytið. Áður en það gerðist heyrðist setningin “þetta er rétt að byrja” í ófá skipti. Ég, Arnþór og Guðrún sváfum á einhverjum sófa og voru mín svefnskilyrði langverst og það er mér reyndar mikil ráðgáta hvernig ég fór að því að sofa á jafn litlu plassi. Ég vaknaði svo við það ég fékk góðan krampa í kálfann og valt við það út úr rúminu og var hreinlega heppinn að halda lífi þar sem að hnífar lágu eins og hráviði á gólfinu. Mér til mikillar ánægju var Arnþór farinn úr sófanum þannig að ég gat tekið hans pláss og svaf hreint prýðilega í einhverja 4 klukkutíma. Fólk fór á fætur upp úr eitt, gríðarhresst, og fljótlega var byrjað að taka til því að Erling og Sigrún þurftu að drífa sig í bæinn. Fólk var misjafnlega duglegt við þrifin, flestir lögðu þó eitthvað af mörkum. Helgi og Guðrún vöskuðu upp en það gleymdist víst að segja þeim að það er nóg að þvo hvern hlut einu sinni. Þrátt fyrir andlega fjarvist sýndi ég viðleitni og sópaði gólf hér og þar. Arnþór, Brynjar og Gústi stóðu sig vel en Steini og María hurfu hins vegar. Þegar við vorum farin að huga að því að kalla út hjálparsveitirnar birtust hins vegar skötuhjúin og Steini spurðu okkur ofureinfaldlega: “Eruð þið ekki að verða búin að taka til? Við erum nefnilega svolítið tímabundin.” Ég fór nú bara að hlæja að honum Steina kallinum – þetta var alveg frábært hjá honum. Þau voru jú tímabundin og þ.a.l. var best fyrir þau að láta sig hverfa á meðan tekið var til því að eins og Steini benti réttilega á: “betur vinna fáar hendur fá verk en margar.” Eða e-ð í þá áttina – mikil speki. Við kláruðum svo að lokum að taka til og drifum okkur áleiðis í bæinn. Steini, María, Gústi og Arnþór fóru saman á rauða ljóninu en við Brynjar, Helgi og Guðrún á gráu sprengjunni. Þegar við stoppuðum svo í Fossnesti á Selfossi til þess að sinna mismunandi erindum sprakk á einhvern óskiljanlegan hátt á einu dekkinu á gráu sprengjunni hans Brynjars. Ekki leið á löngu þar til samsæriskenning hafði litið dagsins ljós. Þannig var að á meðan við vorum að skipta um dekk virtust nánast allir Selfyssingar heimsins keyra framhjá og undantekningarlaust hlógu þeir að okkur. Það lá því beinast við að áætla að einhver óprúttinn, sólbrunnin, aflitaður Selfyssingur með skítamóral hefði skorið á dekkið á meðan við fórum inn á Fossnesti. Það mætti ætla að það væri auðvelt að skipta um eitt dekk en svo reyndist ekki vera. Það tók okkur ábyggilega klukkutíma að klára þetta. Ég var reyndar með andlega fjarvist og hafði það eina verkefni að joina Guðrúnu sem súkkulaði. Hún gerði reyndar örlítið gagn með því að halda á vasaljósi þannig að í rauninni var ég sá eini sem lagði ekkert af mörkum. Eftir að hafa loksins klárað að skipta um dekk fórum við á Hróa Hött og fengum okkur pizzu. Ég gerði góð kaup og borgaði 1100 kr fyrir 1 ½ pizzusneið og kókglas. Pizzan var ekki góð og einhver benti á að gleymst hefði að setja pizzabragðið á pizzuna. Þessu næst héldum við í bæinn og allir voru þreyttir en glaðir og ekki ólíklegt að þetta verði endurtekið áður en langt um líður. Þetta var góð sumargústafarferð en sumt breytist aldrei, sorry Gústi og sorry SKRÍMSLI.
Svei mér þá ef þessi saga slær ekki bara út smásögurnar hans Doddsons.

25.12.02

Gleðileg jól!!!
Buffhrúturinn óskar landsmönnum öllum, nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarfið árinu sem er að líða.

22.12.02

Á kantinum
Ég nenni ekki að segja frá djamminu í gær en það má lesa um bitastæðustu atburði þess á síðunni hans Gústa. Reyndar kemur ekki fram þar að ég snerti Megas, sem var án efa einn merkilegasti atburður kvöldins.
Annars var mér að detta eitt í hug rétt í þessu. Það ætti eiginlega betur við ef Kúlan væri kölluð Súlan.
Nei bara svona pæling.

21.12.02

Prófin búin!
Hvílík snilld að vera loksins búinn í prófum. Gleðin er gríðarleg og tröllríður öllu hér. Stemningin er ólýsanleg og ekki spillir fyrir að það gekk frábærlega í prófinu. Ég spái því að ég fái svona 8.5 í þessu prófi og það er talsvert hærra en ég býst við að fá í hinum prófunum.
Eftir prófið fórum við Atli síðan í Kringluna og keyptum okkur veigar fyrir kvöldið. Við kíktum einnig í Skífuna og heilsuðum upp á þá Brynjar og Bjarna Þór (þeir vinna í Skífunni sko). Þar voru líka stórmenni eins og Valtýr Björn og Helga Braga sem að Brynjar hellti kaffi yfir.
Nýjustu fréttir af Skrímslinu herma að því hafi gengið betur upp á síðkastið að heilla klæðskiptinga og homma en ljóskur en það má þó fastlega búast við því að það hindri Skrímslið ekki í að verða roaring í kvöld. Verða ekki annars allir roaring í kvöld? Ég held það. Hér!

Fram vann Grindavík í morgun í leik um 3. sætið á æfingamóti í Egilshöll. Ómar, Bjarni Hólm og Brooks skoruðu mörkin í 3-1 sigri stórveldisins. Spurning hvort að fjarvera mín hafi gert gæfumuninn í þessum leik en ég spilaði allan leikinn á fimmtudaginn þegar að við skíttöpuðum fyrir Skaganum 5-3. Hmm...yes.

Ég segi nú bara later á þetta, kominn tími til að fara að éta, smakka á bjórnum, fara svo fljótlega í Gumma, horfa á úrslitaþáttinn í Popppunkti á milli Ham og Rokksveitar Rúna Júl og síðan tekur VITLEYSAN við.
Það held ég nú á kantinum hér.

18.12.02

Der Erling und die Kugel
Já maður er bara að læra. Já, já hvílík snilld!
Aston Villa var að jafna á móti Liverpool sem er líka snilld!
Evrópusamvinna er mitt fag og ég bíð spenntur eftir að rúlla upp prófinu á laugardaginn. Talandi um að rúlla upp prófum þá heyrði ég í der Erling áðan og það þarf ekki að koma neinum á óvart að hann er að rúlla prófunum upp. Við ætlum að vera í bandinu á laugardaginn og ekki er ólíklegt að mikil snilld verði í gangi um kvöldið. Ég heyrði reyndar líka í Kúlunni áðan og ég er viss um að það gleður dygga aðdáendur hennar að vita að hún ætlar að láta sjá sig í bænum og heima hjá Kötlu á laugardagskvöld (svo bauð ég henni líka í áramótapartýið hjá Atla þannig að það ættu allir að geta notið nærveru Kúlunnar um hátíðarnar).

Sögusagnir voru í gangi um að við Gústinn færum á Coldplay en það virðist því miður ekkert ætla að verða úr því, ég fer a.m.k. ekki. Annars er Gústinn kominn með nýja könnun á sinni síðu þar sem hann kannar hver hrútanna sé með leiðinlegasta persónuleikann. Það kemur engum á óvart að Atli leiðir keppnina en Valli Sport (sem er reyndar enginn hrútur) og Gústi koma fast á hæla honum.
Djöfullinn, Danny Murphy var að koma Liverpool yfir á 92. mínútu. Jæja, þá er bara að halda áfram að læra.
Later!

16.12.02

Fokkfeis heldur áfram
Nú er það endanlega staðfest að maður hinna mörgu hawai-skyrta er algjört fífl. Þrátt fyrir að vera nauðalíkur Luke Chadwick þá er hann á móti fótbolta og er reyndar algjör antisportisti. Lesið þetta.
Ég er farinn að velta því fyrir mér að styðja fokkfeisið ekki í næstu kosningum og það getur sko orðið Vöku dýrkeypt.
Fokkfeis dissar stjórnmálafræðinema
Þessi gaur er náttúrulega algjört fífl! Það eru þó punktar í þessu sem að má alveg fallast á.
Mr Fokkfeis!!!
Hinn eini sanni Mr fokkfeis stendur í einhverri deilu við Betu Rokk þessa dagana. Check it.
Hmm...yes.
Fokkfeis er þokkalega slakur á kantinum með J-Lo í bílnum.
Anna Thong
og Óli Thong!
Þessi gaur var undirmaður hans Viðars í vinnunni í sumar, auk þess var hann í MR. Snilld!
Spurning hvort það leynist fleiri Thong þarna úti? Kannski Atli Thong? Maður veit aldrei.
Meira um Lee Sharpe
Nú á fimmtudag og laugardag fer fram geysisterkt æfingamót í Egilshöll. Á fimmtudaginn mætast annars vegar Fram og Skaginn og hins vegar Fylkir og Grindavík. Menn eru eitthvað að tala um það að Lee gamli Sharpe láti sjá sig og spili með Grindavík í von um að fá samning (þetta hljómar náttúrulega alveg fáránlega). Sigurliðin mætast svo í úrslitaleik á laugardaginn og tapliðin spila um 3. sætið. Það eru því 50% líkur á því að ég spili við Lee Sharpe og buffi hann um helgina. Ég er reyndar að fara í próf á laugardaginn og ég neyðist til að drepa einhvern ef það verður til þess að ég missi af því að spila gegn gamla átrúnaðargoðinu.
Hver veit nema ég bjóði honum bara í áramótapartýið hjá Atlanum:) Hann er víst mikill stuðbolti (þ.e.a.s. Sharpe sko).
Lee Sharpe til Grindavíkur!!!!!
Í íþróttafréttum klukkan 1 á Bylgjunni kom Þorsteinn Gunnarsson aka Steini Marineraði með skúbb ársins að mínu mati. Skúbbið er það að Lee Sharpe sé að ganga til liðss við Grindavík í fótboltanum og muni spila með þeim næsta sumar. Vonandi er þetta ekki einhver vitleysa eins og Amokachi dæmið hjá KR um árið. Maður veit svo sem aldrei hvað þessum útgerðarkóngum í Grindavík dettur í hug að gera við peningana sína. Lee Sharpe var náttúrulega þvílík hetja á árum áður en hann er reyndar búinn að skíta allsvakalega á sig undanfarið. Það væri þvílík snilld ef að hann kæmi og kláraði ferilinn hér á Íslandi, maður fengi þá að spila á móti einni af hetjunum sínum. Ég mundi náttúrulega rústa honum! Ha, vinstri bakvörðurinn, það er ekki að spyrja að honum.

15.12.02

Snilldarmynd!
Í gær leigðum við Atli og Gústi okkur videó. Við tókum golfmyndband með Leslie Nielsen sem ég get ekki gagnrýnt því að ég svaf nánast allan tímann vegna gífulegrar þreytu sem rekja má til svefnlausra lærdómsnátta undanfarið. En eftir að ég vaknaði í dag og horfði á Arsenal halda áfram að skíta á sig horfði ég á frábæra mynd. Myndin heitir Mookie og við tókum hana í gær sem gamla mynd með golfmyndbandinu. Myndin skartar stórleikaranum Eric Cantona í aðalhlutverki og fjallar um samband Cantona (sem að leikur boxara) við talandi simpansa. Skemmst er frá því að segja að bæði simpansinn og Cantona vinna þvílíkan leiksigur og ég get nánast fyrirgefið Cantona að hafa lagt skóna á hilluna langt fyrir aldur fram til þess að sinna leiklistinni. Þetta er hreint út sagt frábær mynd og ég mæli hiklaust með henni.

14.12.02

Arnþór gerir góða hluti!
Hann Arnþór er að fara að keppa um 3. sætið í meistaradeildinni í Skvassi seinna í dag. Áhugasamir geta mætt í Sporthúsið klukkan 1900 og fylgst með kappanum.
Gangi þér vel!
Drífa farin að blogga
Hún Drífa systir hans Atla er byrjuð að blogga. Ég átti eftir að bæta henni í linka-safnið mitt en ég geri það hér með.
Skyldi ég ná Aðferðafræði III?
Í gær fór ég í próf í fagi sem kallast Hvað gera leiðtogar. Mér gekk nú svona upp og ofan en ég er samt nokkuð pottþéttur að hafa náð prófinu. Prófið gildir reyndar sem betur fer aðeins 40% á móti ritgerð og verkefnum.
Að leiðtogaprófinu loknu tók við enn stærri höfuðverkur, að læra fyrir próf í Aðferðafræði III. Þegar að ég byrjaði að læra get ég fullvissað ykkur um að ég kunni sama og ekki neitt. En ég var hvergi banginn og hellti mér fullur eftirvæntingar út í lærdóminn og las um hinar ýmsu greiningar; þáttagreiningu, dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Eftir að vera búinn að reyna að berj þessu inn í hausinn á mér játaði ég mig þó sigraðan. Ég ákvað að ég gæti ekki lært þetta og var staðráðinn í því að taka þetta bara í sumarprófi og vera þá búinn að læra eitthvað í þessu. Ég gerði því það eina rétta í stöðunni og fór að horfa á sjónvarpið. Þegar hér er komið við sögu er klukkan svona 2130. Um miðnættið heyrði ég hins vegar í Atlanum, sem að ég taldi að væri í svipuðu bulli og ég. Þá kom í ljós að sá sænski var búinn að vera í einkakennslu hjá henni Þórhildi um kvöldið og sagðist kunna ýmislegt. Ég dreif mig því út í bíl og brunaði heim til Atla. Á einum og hálfum klukkutíma kenndi Atlinn mér svo allt sem hann kunni. Ég fór svo heim og masteraði skítinn til klukkan 0400 er ég var orðinn fullnuma í fræðunum. Ég mætti síðan í prófið klukkan 0900 og rúllaði því upp ( 8 klst. áður kunni ég ekkert!). Ég segi reyndar kannski ekki að ég hafi rúllað prófinu upp en ég gutlaði svona eitthvað í því hér og þar og það gæti dugað mér til þess að ná prófinu. Ef ég næ þessu prófi þá er ég búinn með alla þá aðferðafræði sem kennd er í Félagsvísindadeild HÍ án þess að kunna í rauninni nokkuð og án þess að hafa í raun lagt nokkuð á mig, sem er í raun fáránlegt (og það sama má reyndar segja um þá Brynjar og Atla, við höfum varla mætt í tíma). Allavega þá er það algjör snilld ef að ég næ þessu prófi og ég er m.a.s. búinn að lofa gyðingnum honum Atla að ég muni splæsa á hann Gumma Torfa ef svo fer.
Já það er gaman að þessu.
Til hamingju Stebbi!!!
Hann Stebbi kallinn (ekki þó Stebbi Kalli) heldur upp á 21 árs afmæli sitt í dag og óska ég honum til hamingju með það.

13.12.02

Hvað gera leiðtogar?
Hvern fjandann veit ég um það?

11.12.02

Djöfullinn!!!!!!!!!
Ég var að tala við Brynjar og hann sagði mér að hann hefði verið með miða handa mér á Nick Cave tónleikana í kvöld. En ég var á fótboltaæfingu þegar hann hringdi (úr síma Skrímslisins) og svaraði því af augljósum ástæðum ekki í símann. Eftir æfingu var ég með missed call frá Skrímslinu og sagði við hann Viðar kallinn: "pældu í því ef að Skrímslið væri að hringja til þess að láta mig vita að hann væri með miða á tónleikana og ég væri að missa af þeim. Ha, það væri nú slæmt! Viðar, ha." Og viti menn það er nákvæmlega það sem var í gangi. Þetta minnir mig nú bara á ákveðið lögmál. Þetta hlýtur að vera það versta sem gat gerst. Nú í desember er óvenjumikið af tónleikum í gangi; tvennir með Nick Cave, tvennir með Sigur Rós og svo Coldplay og ég kemst ekki á neina þeirra. Þetta er hræðilegt!
Ég segi nú annars bara djööööööööööööfull!!!!!!!!!!!!!!!

8.12.02

Bloggleysi og heyrnarleysi
Einhverjir hafa kannski tekið eftir því að það hefur verið heldur dauft yfir þessari síðu undanfarið. Málið er einfaldlega það að ég er í prófum og nenni ekki að eyða dýrmætum tíma mínum í þessa vitlesyu. Auk þess gerist ekkert verulega spennandi sem vert er að segja frá þegar maður situr við skrifborðið sitt kvölds og morgna og les misskemmtilegar bækur.
Það eina sem er fréttnæmt í mínu lífi þessa dagana er að ég er heyrnarlaus á hægra eyra og er búinn að vera það í nokkra daga eða síðan á fótboltaæfingu um daginn er Rikki markmaður tók sig til og hálfrotaði mig með hnitmiðuðu þrumuskoti sem small af ógurlegum fídonskrafti á eyra mínu (eyra mínu , þetta er svona eins og hann Eiki talar, notar aldrei greini. Já það er rétt Eiki er fífl). Ég hef reynt að leita mér lækninga en læknarnir hafa ekki getað hjálpað mér frekar en fyrri daginn. Fínt að vera læknir. Hver kannast ekki við það að fara til læknis, bíða í klukkutíma til þess eins að heyra hámenntaðan hálaunamanninn annaðhvort segja manni það sem maður vissi fyrir eða þá segja manni að hann geti því miður ekki hjálpað manni en þetta kosti samt sem áður 2500 krónur? Já, læknar eru ekki að gera góða hluti, pabbi hans Atla er samt fínn gaur. Ég bíð nú spenntur eftir því að Ungverjinn komi til landsins, hver veit nema hann geti hjálpað mér. Gertinn, þú ert mín eina von!
Annars er gaman að fylgjast með þeirri þróun sem er að verða á síðunni hans Atla þar sem systir hans, "vinkonur" hennar, "vinir" hans og einfaldlega allir sem vettlingi geta valdið eru farnir að hrauna yfir Kjötið sænska. Já þetta eru erfiðiðir tímar fyrir lítið Kjöt, jólin að koma og svona.

Partý hér!
Ég fékk snilldarfréttir á föstudagskvöldið. Hún Katla ætlar að halda partý 21. des. fyrir gamla bekkinn úr MR, 6.B. Það verður alger snilld , Kúlan og svona menn! Brynjar tilkynnti mér í gær að hann ætlaði að koma með mér og hver veit nema að Skrímsli nokkurt láti sjá sig líka því ekki er ólíklegt að ónefnd ljóshærð fótboltastelpa verði á svæðinu (og Skrímslinun leiðist nú ekki ljóshærðar fótboltastelpur eða bara ljóshærðar stelpur yfir höfuð). Svo erum við Atli líka að klára prófin þennan dag og það verður sennilega einhver vitleysa í stjórnmálafræðinni um kvöldið þannig að það má búast við þvílíku snilldarkvöldi á laugardaginn 21.

Mamma og Sammi!
Ég fékk aðrar ekki jafn skemmtilegar fréttir á föstudagskvöldið. Ég fór að sækja mömmu og pabba á e-ð jóla jóla fyllerí. Þannig var mál með vexti að þau höfðu setið á borði með Samúel Erni(Samma) og Ástu B. Þeir sem þekkja mig vita að Sammi er ekki einn af mínum uppáhalds íþróttafréttamönnum og að maðurinn getur farið óstjórnlega í taugarnar á mér stundum. Mömmu fannst það hins vegar ekkert tiltökumál að segja honum Samma sínum frá því. Þar sem þau sátu að sumbli tók mamma sig til og lýsti því fyrir Samma hvernig ég tek mig til og hermi eftir honum og geri grín að honum í hvert skipti sem hann birtist á sjónvarpsskjánum (sem er reyndar alltof oft). Sammi ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum og sagði að enginn gæti hermt eftir honum, Jóhannes eftirherma hefði reynt það en ekki tekist. Ég kann móður minni hins vegar bestu þakkir fyrir að hafa gert mér þetta. Hún endaði svo kvöldið á að biðja Samma sinn að fara vel með litla drenginn hennar og Sammi lofaði því að sjálfsögðu. Ég vona nú bara að Sammi hafi verið of fullur til að muna eftir þessu annars gæti ég átt á hættu að vera lagður í einelti á næstu árum. Sammi þú ert fínn gaur!!!
Hvaða lærdóm má draga af þessari sögu? Jú, ekki hleypa foreldrum ykkar út úr húsi þangað sem áfengi er haft um hönd, það er ábyrgðarleysi.

Hann Stebbi!
Hann Stebbi er að gera góða hluti þessa dagana. Hann er búinn að vera að birta South Park-myndir af hinum ýmsu vinum sínum. Ég, Arnþór og Gústi fengum nýlega birtar myndir af okkur sem eru sérlega skemmtilegar. Það kom ekkert á óvart að Gústi aka Casper aka Gúlli aka DJ Fokkfeis aka da black sheep skyldi vera svartur á myndinni en að sama skapi kom það mjög á óvart að við Arnþór vorum líka svartir. Annars er myndin af Gústa algjör snilld og hreint nauðalík honum. Þú ert að gera góða hluti Stebbi!

Annars ætlaði ég nú bara að láta vita að ég nenni ekki að vera að standa í þessu bloggveseni í miðjum prófum.
Hmm...yes

Áhugasamir blogglesendur geta þó verið vissir um að finna e-ð skemmtilegt á síðu hins Steikta, þar er ávallt nóg um að vera. Nú eða þá þessi hér, klikkar seint.

2.12.02

Velkomnir drengir!!!

Í gærkvöldi bárust mér þær gleðifregnir að hinn löngu horfni Stiftamtmaður, sem að á undanförnum tveimur mánuðum hefur m.a. setið í fangelsi í Júgóslavíu og lent í óeirðum á Krít, sé kominn aftur til landsins. Þetta eru miklar gleðifregnir og ekki varð það til að spilla gleðinni í morgun þegar ég heyrði í Keðjunni aka Vidda Krullu sem að einnig er kominn til landsins eftir tveggja mánaða útlegð. Gaman er að drengirnir séu komnir aftur heilu og höldnu og óska ég þeim góðs gengis við að finna sér vinnu svo að þeir geti nú borgað skuldirnar. Örvæntið eigi drengir, hver veit nema að Kastró lumi einhverju fyrir ykkur.