14.12.02

Skyldi ég ná Aðferðafræði III?
Í gær fór ég í próf í fagi sem kallast Hvað gera leiðtogar. Mér gekk nú svona upp og ofan en ég er samt nokkuð pottþéttur að hafa náð prófinu. Prófið gildir reyndar sem betur fer aðeins 40% á móti ritgerð og verkefnum.
Að leiðtogaprófinu loknu tók við enn stærri höfuðverkur, að læra fyrir próf í Aðferðafræði III. Þegar að ég byrjaði að læra get ég fullvissað ykkur um að ég kunni sama og ekki neitt. En ég var hvergi banginn og hellti mér fullur eftirvæntingar út í lærdóminn og las um hinar ýmsu greiningar; þáttagreiningu, dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Eftir að vera búinn að reyna að berj þessu inn í hausinn á mér játaði ég mig þó sigraðan. Ég ákvað að ég gæti ekki lært þetta og var staðráðinn í því að taka þetta bara í sumarprófi og vera þá búinn að læra eitthvað í þessu. Ég gerði því það eina rétta í stöðunni og fór að horfa á sjónvarpið. Þegar hér er komið við sögu er klukkan svona 2130. Um miðnættið heyrði ég hins vegar í Atlanum, sem að ég taldi að væri í svipuðu bulli og ég. Þá kom í ljós að sá sænski var búinn að vera í einkakennslu hjá henni Þórhildi um kvöldið og sagðist kunna ýmislegt. Ég dreif mig því út í bíl og brunaði heim til Atla. Á einum og hálfum klukkutíma kenndi Atlinn mér svo allt sem hann kunni. Ég fór svo heim og masteraði skítinn til klukkan 0400 er ég var orðinn fullnuma í fræðunum. Ég mætti síðan í prófið klukkan 0900 og rúllaði því upp ( 8 klst. áður kunni ég ekkert!). Ég segi reyndar kannski ekki að ég hafi rúllað prófinu upp en ég gutlaði svona eitthvað í því hér og þar og það gæti dugað mér til þess að ná prófinu. Ef ég næ þessu prófi þá er ég búinn með alla þá aðferðafræði sem kennd er í Félagsvísindadeild HÍ án þess að kunna í rauninni nokkuð og án þess að hafa í raun lagt nokkuð á mig, sem er í raun fáránlegt (og það sama má reyndar segja um þá Brynjar og Atla, við höfum varla mætt í tíma). Allavega þá er það algjör snilld ef að ég næ þessu prófi og ég er m.a.s. búinn að lofa gyðingnum honum Atla að ég muni splæsa á hann Gumma Torfa ef svo fer.
Já það er gaman að þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home