Stebbi meistari
Nú er lokið fyrir nokkru síðan fyrstu Íslands/heimsmeistarakeppni í mini-golfi. Skemmst er frá því að segja að sigurvegari mótsins varð enginn annar en co-heimsmethafinn Stebbi. Stebbi þótti sýna mestan stöðugleika keppenda og snilldartilþrifin voru aldrei langt undan hjá kappanum. Stebbi er svo sannarlega vel að titlinum kominn og óskar Buffhrúturinn honum innilega til hamingju. Í sigurlaun hlaut meistarinnn 9 krónur íslenskar. Lengi vel leit út fyrir að verðlaunaféð yrði aðeins 7 krónur íslenskar en að keppninni lokinni náðust samningar við nýjan styrktaraðila keppninnar, Ara Tómasson, sem styrkti mótshaldara um 2 krónur íslenskar. Sannarlega rausnarlegt af Ara og á hann þakkir skyldar.
Áhugasömum vil ég benda á greinargóða umfjöllun um keppnina á síðunni hans Stebba.
Nú er lokið fyrir nokkru síðan fyrstu Íslands/heimsmeistarakeppni í mini-golfi. Skemmst er frá því að segja að sigurvegari mótsins varð enginn annar en co-heimsmethafinn Stebbi. Stebbi þótti sýna mestan stöðugleika keppenda og snilldartilþrifin voru aldrei langt undan hjá kappanum. Stebbi er svo sannarlega vel að titlinum kominn og óskar Buffhrúturinn honum innilega til hamingju. Í sigurlaun hlaut meistarinnn 9 krónur íslenskar. Lengi vel leit út fyrir að verðlaunaféð yrði aðeins 7 krónur íslenskar en að keppninni lokinni náðust samningar við nýjan styrktaraðila keppninnar, Ara Tómasson, sem styrkti mótshaldara um 2 krónur íslenskar. Sannarlega rausnarlegt af Ara og á hann þakkir skyldar.
Áhugasömum vil ég benda á greinargóða umfjöllun um keppnina á síðunni hans Stebba.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home