18.11.02

Og þá hló marbendill

Eins og glöggir lesendur einræðna Svartasauðs hafa eflaust tekið eftir hefur sá svarti undanfarið lokið öllum skrifum sínum á orðatiltækinu: "og þá hló marbendill". En hvað þýðir þetta? Það veit negrinn ekki en Buffið er eins og svo oft áður fróðari en aðrir Hrútar og hyggst því uppfræða sótsvartan almúgann.
Orðatiltækið vísar til þess þegar e-r (oftast lítilgildur) glepst yfir óhappi eða óförum annarra. Úr þjóðsögum er kunn frásögnin ef viðskiptum og marbendils en minnið er miklu eldra. Þannig er að finna svipað orðasamband í Hálfs sögu. Sennilega er langt um liðið síðan sá svarti las Hálfs sögu en við skulum vona að hann rifji hana fljótlega upp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home