27.11.02

Bullið er í hámarki!

Hvernig stendur á því að þegar maður hefur heila önn til að skrifa þrjár ritgerðir þá á maður samt tvær eftir þegar fjórir dagar eru eftir af önninni? Í gær skilaði ég ritgerð um stækkun ESB til austurs. Ég var vægast sagt á síðustu stundu. Á mánudagskvöldið kom ég heim af æfingu og settist við skriftir um níuleytið. Um miðnætti fór ég fram og bókstaflega þambaði kaffið. Ekki vildi betur til en svo að ég fékk koffíneitrun. Alveg stjarfur fór ég að sofa um þrjúleytið. Um nóttina vaknaði ég svo skjálfandi, kaldur og hrakinn og til að bæta gráu ofan á svart var ég farinn úr axlarlið en ég kippti því nú í liðinn. Ég mæli ekki með kaffidrykkju. Ég vaknaði síðan snemma til þess að klára ritgerðina sem átti að skila í tíma sem byrjaði 1315. Á 13. tímanum lagði ég lokahönd á helvítis ritgerðina en gerði mér svo lítið fyrir og missti tvisvar af strætó og þurfti að hlaupa niðrí Mjódd til þess að ná honum. En ég náði svo að skila ritgerðinni bókstaflega á síðustu stundu. Kennarafíflið hafði ákveðið að hafa tímann í styttra lagi, Atli hringdi í mig og sagði mér að tíminn væri búinn. Ég tók á sprett og þegar ég kom í Lögberg mætti ég samnemendum mínum, ég hljóp yfir Thongið, Skinkuna og Guppy í örvæntingu minni þar sem ég bjóst við að kennarinn væri farinn en hann var sem betur fer ennþá á staðnum. Móður og másandi henti ég ritgerðinni í hann og sagði honum að drulluhalda kjafti.

Ekki er allt búið enn því að nú þarf ég að fara að skrifa ritgerð um einhvern leiðtoga. Ritgerðinni á að skila á föstudaginn og ég er ekki einu sinni búinn að velja mér leiðtoga til að skrifa um. Einhverjar hugmyndir? Ég er í ruglinu!!!
Takk, takk hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home