Sumargústafarferð
Þá er sumarbústaðaferð Hrútanna lokið, hvílík vitleysa.
Farið var að huga að brottför frá Reykjavík áleiðis í bústað Arnþórs í Þjórsárdal upp úr hádegi á laugardag. Þeir fyrstu lögðu svo af stað einhvern tíma á milli 3 og 4 ef ég man rétt. Þetta voru þau Erling, Sigrún, Arnþór og Gústi. Við Brynjar lögðum af stað úr Breiðholtinu um svipað leyti en við þurftum að sækja Skrímslið (sem vill ekki lengur láta kalla sig skrímsli, hann heitir jú Helgi) og versla eitt og annað. Eftir að við vorum búnir að kaupa bensín og í matinn fórum við í Ríkið þar sem Helgi gerði sér lítið fyrir og keypti kassa af bjór og rauðvín með matnum en auk þess var hann með Gin og flösku af Tekíla og einhvern helling af öðrum viðbjóði. Helgi bar því fyrir sig að hann væri líka að kaupa fyrir Guðrúnu vinkonu sína. Að þessu loknu tók við bið (rímar) eftir Guðrúnu en hún var í fjölskylduboði á Skaganum. Við lögðum svo loksins af stað um sjöleytið. Á leiðinni slátruðum við Helgi og Guðrún nokkrum bjórum og vorum komin í góðan fílíng þegar við mættum í Þjórsárdalinn. Við Vorsabæjarafleggjarann hittum við Kondíbílinn og buðum henni með. Við hófumst strax handa við að grilla svínalundirnar okkar þegar við komum í bústaðinn. Það tók aðeins u.þ.b. þrjá klukkutíma að elda og við snæddum dýrindismáltið rétt fyrir miðnætti. Í millitíðinni mættu Steini og María á svæðið hressari en nokkru sinni. Við tók almenn drykkja og við byrjuðum að spila spilið Leonardo & co. Í því spili kom í ljós að María er hreint gríðarlega heppin í spilum og ætti samkvæmt því að vera óheppin í ástum en enginn sá sér fært að benda Steina á það af ótta við hljóta ótímabæran dauðdaga og enda jarðneska dvöl sína í holu einni mikilli sem búið var að grafa á veginum sem liggur að bústaðnum. Nú reyndum við að fara í einhverja drykkjuleiki en neyddumst til að hætta því vegna þess að Helgi tapaði alltaf og það stefndi í að hann yrði að drekka allt áfengið sem til var í bústaðnum (sem hefði í sjálfu sér ekkert verið óeðlilegt þar sem hann átti meirihlutann af því). Nú gerði öl Ölvi fölvan og farið var að spila Actionary. Það var hreint gríðarskemmtilegt en spilið leystist að lokum upp í einhverja vitleysu þar sem að menn sökuðu hverjir aðra um svindl en allt var þetta þó í góðu og ýrar atgeirar ýring skýrði áfram of grön. Steiktur! Fljótlega fóru menn að týna tölunni. Gústi lét sig hverfa um stund en kom svo sterkur til leiks að nýju. Erling og Sigrún fóru allt of snemma að sofa og fljótlega eftir góða gönguferð fóru Steini og María og Brynjar líka að sofa. Þegar hér var komið sögu var klukkan u.þ.b. 5. Við hin létum hins vegar ekki deigan síga og héldum áfram sumbli langt fram eftir nóttu. Ég verð reyndar að viðurkenna að restin af “kvöldinu” er í frekar mikilli móðu og tók ég mig til og gerði Gústa oftar en góðu hófi gegnir. Ég spjó sem mest ég mátti og spennandi verður að stíga á vigtina í sporthúsinu á eftir og vita hvort að 80 kílóa maðurinn sé ekki orðinn eitthvað um 70 kg aftur - það kæmi mér ekki á óvart. Mér skilst að við höfum svo farið að sofa um 9 leytið. Áður en það gerðist heyrðist setningin “þetta er rétt að byrja” í ófá skipti. Ég, Arnþór og Guðrún sváfum á einhverjum sófa og voru mín svefnskilyrði langverst og það er mér reyndar mikil ráðgáta hvernig ég fór að því að sofa á jafn litlu plassi. Ég vaknaði svo við það ég fékk góðan krampa í kálfann og valt við það út úr rúminu og var hreinlega heppinn að halda lífi þar sem að hnífar lágu eins og hráviði á gólfinu. Mér til mikillar ánægju var Arnþór farinn úr sófanum þannig að ég gat tekið hans pláss og svaf hreint prýðilega í einhverja 4 klukkutíma. Fólk fór á fætur upp úr eitt, gríðarhresst, og fljótlega var byrjað að taka til því að Erling og Sigrún þurftu að drífa sig í bæinn. Fólk var misjafnlega duglegt við þrifin, flestir lögðu þó eitthvað af mörkum. Helgi og Guðrún vöskuðu upp en það gleymdist víst að segja þeim að það er nóg að þvo hvern hlut einu sinni. Þrátt fyrir andlega fjarvist sýndi ég viðleitni og sópaði gólf hér og þar. Arnþór, Brynjar og Gústi stóðu sig vel en Steini og María hurfu hins vegar. Þegar við vorum farin að huga að því að kalla út hjálparsveitirnar birtust hins vegar skötuhjúin og Steini spurðu okkur ofureinfaldlega: “Eruð þið ekki að verða búin að taka til? Við erum nefnilega svolítið tímabundin.” Ég fór nú bara að hlæja að honum Steina kallinum – þetta var alveg frábært hjá honum. Þau voru jú tímabundin og þ.a.l. var best fyrir þau að láta sig hverfa á meðan tekið var til því að eins og Steini benti réttilega á: “betur vinna fáar hendur fá verk en margar.” Eða e-ð í þá áttina – mikil speki. Við kláruðum svo að lokum að taka til og drifum okkur áleiðis í bæinn. Steini, María, Gústi og Arnþór fóru saman á rauða ljóninu en við Brynjar, Helgi og Guðrún á gráu sprengjunni. Þegar við stoppuðum svo í Fossnesti á Selfossi til þess að sinna mismunandi erindum sprakk á einhvern óskiljanlegan hátt á einu dekkinu á gráu sprengjunni hans Brynjars. Ekki leið á löngu þar til samsæriskenning hafði litið dagsins ljós. Þannig var að á meðan við vorum að skipta um dekk virtust nánast allir Selfyssingar heimsins keyra framhjá og undantekningarlaust hlógu þeir að okkur. Það lá því beinast við að áætla að einhver óprúttinn, sólbrunnin, aflitaður Selfyssingur með skítamóral hefði skorið á dekkið á meðan við fórum inn á Fossnesti. Það mætti ætla að það væri auðvelt að skipta um eitt dekk en svo reyndist ekki vera. Það tók okkur ábyggilega klukkutíma að klára þetta. Ég var reyndar með andlega fjarvist og hafði það eina verkefni að joina Guðrúnu sem súkkulaði. Hún gerði reyndar örlítið gagn með því að halda á vasaljósi þannig að í rauninni var ég sá eini sem lagði ekkert af mörkum. Eftir að hafa loksins klárað að skipta um dekk fórum við á Hróa Hött og fengum okkur pizzu. Ég gerði góð kaup og borgaði 1100 kr fyrir 1 ½ pizzusneið og kókglas. Pizzan var ekki góð og einhver benti á að gleymst hefði að setja pizzabragðið á pizzuna. Þessu næst héldum við í bæinn og allir voru þreyttir en glaðir og ekki ólíklegt að þetta verði endurtekið áður en langt um líður. Þetta var góð sumargústafarferð en sumt breytist aldrei, sorry Gústi og sorry SKRÍMSLI.
Svei mér þá ef þessi saga slær ekki bara út smásögurnar hans Doddsons.
Þá er sumarbústaðaferð Hrútanna lokið, hvílík vitleysa.
Farið var að huga að brottför frá Reykjavík áleiðis í bústað Arnþórs í Þjórsárdal upp úr hádegi á laugardag. Þeir fyrstu lögðu svo af stað einhvern tíma á milli 3 og 4 ef ég man rétt. Þetta voru þau Erling, Sigrún, Arnþór og Gústi. Við Brynjar lögðum af stað úr Breiðholtinu um svipað leyti en við þurftum að sækja Skrímslið (sem vill ekki lengur láta kalla sig skrímsli, hann heitir jú Helgi) og versla eitt og annað. Eftir að við vorum búnir að kaupa bensín og í matinn fórum við í Ríkið þar sem Helgi gerði sér lítið fyrir og keypti kassa af bjór og rauðvín með matnum en auk þess var hann með Gin og flösku af Tekíla og einhvern helling af öðrum viðbjóði. Helgi bar því fyrir sig að hann væri líka að kaupa fyrir Guðrúnu vinkonu sína. Að þessu loknu tók við bið (rímar) eftir Guðrúnu en hún var í fjölskylduboði á Skaganum. Við lögðum svo loksins af stað um sjöleytið. Á leiðinni slátruðum við Helgi og Guðrún nokkrum bjórum og vorum komin í góðan fílíng þegar við mættum í Þjórsárdalinn. Við Vorsabæjarafleggjarann hittum við Kondíbílinn og buðum henni með. Við hófumst strax handa við að grilla svínalundirnar okkar þegar við komum í bústaðinn. Það tók aðeins u.þ.b. þrjá klukkutíma að elda og við snæddum dýrindismáltið rétt fyrir miðnætti. Í millitíðinni mættu Steini og María á svæðið hressari en nokkru sinni. Við tók almenn drykkja og við byrjuðum að spila spilið Leonardo & co. Í því spili kom í ljós að María er hreint gríðarlega heppin í spilum og ætti samkvæmt því að vera óheppin í ástum en enginn sá sér fært að benda Steina á það af ótta við hljóta ótímabæran dauðdaga og enda jarðneska dvöl sína í holu einni mikilli sem búið var að grafa á veginum sem liggur að bústaðnum. Nú reyndum við að fara í einhverja drykkjuleiki en neyddumst til að hætta því vegna þess að Helgi tapaði alltaf og það stefndi í að hann yrði að drekka allt áfengið sem til var í bústaðnum (sem hefði í sjálfu sér ekkert verið óeðlilegt þar sem hann átti meirihlutann af því). Nú gerði öl Ölvi fölvan og farið var að spila Actionary. Það var hreint gríðarskemmtilegt en spilið leystist að lokum upp í einhverja vitleysu þar sem að menn sökuðu hverjir aðra um svindl en allt var þetta þó í góðu og ýrar atgeirar ýring skýrði áfram of grön. Steiktur! Fljótlega fóru menn að týna tölunni. Gústi lét sig hverfa um stund en kom svo sterkur til leiks að nýju. Erling og Sigrún fóru allt of snemma að sofa og fljótlega eftir góða gönguferð fóru Steini og María og Brynjar líka að sofa. Þegar hér var komið sögu var klukkan u.þ.b. 5. Við hin létum hins vegar ekki deigan síga og héldum áfram sumbli langt fram eftir nóttu. Ég verð reyndar að viðurkenna að restin af “kvöldinu” er í frekar mikilli móðu og tók ég mig til og gerði Gústa oftar en góðu hófi gegnir. Ég spjó sem mest ég mátti og spennandi verður að stíga á vigtina í sporthúsinu á eftir og vita hvort að 80 kílóa maðurinn sé ekki orðinn eitthvað um 70 kg aftur - það kæmi mér ekki á óvart. Mér skilst að við höfum svo farið að sofa um 9 leytið. Áður en það gerðist heyrðist setningin “þetta er rétt að byrja” í ófá skipti. Ég, Arnþór og Guðrún sváfum á einhverjum sófa og voru mín svefnskilyrði langverst og það er mér reyndar mikil ráðgáta hvernig ég fór að því að sofa á jafn litlu plassi. Ég vaknaði svo við það ég fékk góðan krampa í kálfann og valt við það út úr rúminu og var hreinlega heppinn að halda lífi þar sem að hnífar lágu eins og hráviði á gólfinu. Mér til mikillar ánægju var Arnþór farinn úr sófanum þannig að ég gat tekið hans pláss og svaf hreint prýðilega í einhverja 4 klukkutíma. Fólk fór á fætur upp úr eitt, gríðarhresst, og fljótlega var byrjað að taka til því að Erling og Sigrún þurftu að drífa sig í bæinn. Fólk var misjafnlega duglegt við þrifin, flestir lögðu þó eitthvað af mörkum. Helgi og Guðrún vöskuðu upp en það gleymdist víst að segja þeim að það er nóg að þvo hvern hlut einu sinni. Þrátt fyrir andlega fjarvist sýndi ég viðleitni og sópaði gólf hér og þar. Arnþór, Brynjar og Gústi stóðu sig vel en Steini og María hurfu hins vegar. Þegar við vorum farin að huga að því að kalla út hjálparsveitirnar birtust hins vegar skötuhjúin og Steini spurðu okkur ofureinfaldlega: “Eruð þið ekki að verða búin að taka til? Við erum nefnilega svolítið tímabundin.” Ég fór nú bara að hlæja að honum Steina kallinum – þetta var alveg frábært hjá honum. Þau voru jú tímabundin og þ.a.l. var best fyrir þau að láta sig hverfa á meðan tekið var til því að eins og Steini benti réttilega á: “betur vinna fáar hendur fá verk en margar.” Eða e-ð í þá áttina – mikil speki. Við kláruðum svo að lokum að taka til og drifum okkur áleiðis í bæinn. Steini, María, Gústi og Arnþór fóru saman á rauða ljóninu en við Brynjar, Helgi og Guðrún á gráu sprengjunni. Þegar við stoppuðum svo í Fossnesti á Selfossi til þess að sinna mismunandi erindum sprakk á einhvern óskiljanlegan hátt á einu dekkinu á gráu sprengjunni hans Brynjars. Ekki leið á löngu þar til samsæriskenning hafði litið dagsins ljós. Þannig var að á meðan við vorum að skipta um dekk virtust nánast allir Selfyssingar heimsins keyra framhjá og undantekningarlaust hlógu þeir að okkur. Það lá því beinast við að áætla að einhver óprúttinn, sólbrunnin, aflitaður Selfyssingur með skítamóral hefði skorið á dekkið á meðan við fórum inn á Fossnesti. Það mætti ætla að það væri auðvelt að skipta um eitt dekk en svo reyndist ekki vera. Það tók okkur ábyggilega klukkutíma að klára þetta. Ég var reyndar með andlega fjarvist og hafði það eina verkefni að joina Guðrúnu sem súkkulaði. Hún gerði reyndar örlítið gagn með því að halda á vasaljósi þannig að í rauninni var ég sá eini sem lagði ekkert af mörkum. Eftir að hafa loksins klárað að skipta um dekk fórum við á Hróa Hött og fengum okkur pizzu. Ég gerði góð kaup og borgaði 1100 kr fyrir 1 ½ pizzusneið og kókglas. Pizzan var ekki góð og einhver benti á að gleymst hefði að setja pizzabragðið á pizzuna. Þessu næst héldum við í bæinn og allir voru þreyttir en glaðir og ekki ólíklegt að þetta verði endurtekið áður en langt um líður. Þetta var góð sumargústafarferð en sumt breytist aldrei, sorry Gústi og sorry SKRÍMSLI.
Svei mér þá ef þessi saga slær ekki bara út smásögurnar hans Doddsons.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home