21.12.02

Prófin búin!
Hvílík snilld að vera loksins búinn í prófum. Gleðin er gríðarleg og tröllríður öllu hér. Stemningin er ólýsanleg og ekki spillir fyrir að það gekk frábærlega í prófinu. Ég spái því að ég fái svona 8.5 í þessu prófi og það er talsvert hærra en ég býst við að fá í hinum prófunum.
Eftir prófið fórum við Atli síðan í Kringluna og keyptum okkur veigar fyrir kvöldið. Við kíktum einnig í Skífuna og heilsuðum upp á þá Brynjar og Bjarna Þór (þeir vinna í Skífunni sko). Þar voru líka stórmenni eins og Valtýr Björn og Helga Braga sem að Brynjar hellti kaffi yfir.
Nýjustu fréttir af Skrímslinu herma að því hafi gengið betur upp á síðkastið að heilla klæðskiptinga og homma en ljóskur en það má þó fastlega búast við því að það hindri Skrímslið ekki í að verða roaring í kvöld. Verða ekki annars allir roaring í kvöld? Ég held það. Hér!

Fram vann Grindavík í morgun í leik um 3. sætið á æfingamóti í Egilshöll. Ómar, Bjarni Hólm og Brooks skoruðu mörkin í 3-1 sigri stórveldisins. Spurning hvort að fjarvera mín hafi gert gæfumuninn í þessum leik en ég spilaði allan leikinn á fimmtudaginn þegar að við skíttöpuðum fyrir Skaganum 5-3. Hmm...yes.

Ég segi nú bara later á þetta, kominn tími til að fara að éta, smakka á bjórnum, fara svo fljótlega í Gumma, horfa á úrslitaþáttinn í Popppunkti á milli Ham og Rokksveitar Rúna Júl og síðan tekur VITLEYSAN við.
Það held ég nú á kantinum hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home