27.5.03

ÚFF!
Ég er drulluþreyttur gaur! Það er langt síðan bloggað var síðast og reyndar bara helv... langt síðan ég fór síðast á netið. Arnþór er virkari bloggari en ég. Ég nenni heldur ekkert að blogga núna því að ég er alltof drulluþreyttur og er að fara að spila gríðarskemmtilegan leik á móti Þrótti í 1. flokki. Við gerðum jafntefli við KR um daginn - það er skemmtilegra en að tapa.
Annars er við hæfi að óska Brynjari og Erling til hamingju með afmælin. Til hamingju! Gott Eurovision/afmælispartý hjá Brynjari á laugardaginn, flott.
Later!

17.5.03

Jón Arnór í NBA?
Þær fréttir voru að berast rétt í þessu að Jón Arnór Stefánsson taki þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar núna í júní, það hlýtur að teljast ansi magnað. Til hamingju Jón Arnór!
Open your heart...show me the pain...
Til hamingju með daginn Norðmenn!
Já, Birgitta Haukdal er hress og líkar vel að láta sleikja á sér rassgatið en það er nú ekki aðalatriðið. Eggert er mættur á msn, í beinni frá Hungary, gaman að þessu.
Á morgun hefst Landsbankadeildin í fótbolta. Merkilegustu atburðir 1. umferðar verða stórsigur Fram í Árbænum og fyrsti leikur Lee Sharpe í íslensku deildinni. En önnur og merkari deild var stofnuð í dag. Deildina er að finna á draumadeildin.is og ber hún heitið Ramleague. Deild þessi gegnur út á það að setja saman lið með leikmönnum úr íslensku deildinni. Þeir sem hafa ekki fengið tilkynningu í tölvupósti nú þegar en vilja vera með í deildinni geta látið vita af því í kommentunum hér að neðan og Buffhrúturinn mun þá gefa upp leyniorð sem nauðsynlegt er að hafa. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum að skrá sig en hafa ber í huga að ekki eru allir jafn drulluheimskir.

Þá er maður loksins búinn í prófunum, djöfull er ég búinn að vera fullur síðan maður...hmm...yes...
Nei, annars gekk svona upp og ofan í prófunum og nokkuð ljóst að sumarprófin verða sennilega tvö talsins, en það er nú bara gaman að því.

Þeir sem hafa ekki gaman af pólitík ættu að hætta að lesa núna.
Atli, sem í gærkvöldi stofnaði til vinar/ástarsambands við hinn fagra mr Fuckface hefur skorað á mig að spá í spilin varðandi stjórnarmyndun. Þar sem ég er mikill spámaður skorast ég ekki undan því. Davíð Oddson (Doddson) hefur lýst því yfir að þetta verði sennilega hans síðasta kjörtímabil. Ég tel líklegt að hann verði forsætisráðherra í tvö ár og síðan taki Halldór Ásgrímsson við. Halldór verður utanríkisráðherra næstu tvö árin en við af honum tekur Björn Bjarnason (og við fáum íslenskan her). Það er ljóst að einhverjar breytingar verða á ráðherraliðinu. Einhverjar breytingar verða væntanlega gerðar á skipulagi stjórnarráðsins og ráðuneyti sameinuð en spá mín miðast við núverandi ráðuneyti. Geir H. Haarde verður áfram fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir verður áfram iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tómas Ingi Olrich tekur pokann sinn og framsóknarmaðurinn Magnús Stefánsson fer í menntamálaráðuneytið. Í staðinn fá sjálfstæðismenn heilbrigðisráðuneytið og um þau mál sér Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinnson verður sjávarútvegsráðherra í hans stað. Guðni Ágústsson verður áfram landbúnaðarráðherra en fær hugsanlega veigameira hlutverk þegar búið verður að breyta skipulagi stjórnarráðsins og sameina ráðuneyti. Siv Friðleifsdóttir verður samgönguráðherra og Þorgerður K. Gunnarsdóttir verður félagsmálaráðherra. Sólveig Pétursdóttir hoppar upp í rassgatið á sér Drífa Hjartardóttir verður umhverfisráðherra í stað Sivjar (hvernig í andskotanum er þetta nafn skrifað?). Ég veit ekki alveg hvað verður um Sturlu Böðvarsson, ég held að hann neyðist til að hoppa upp í rassgatið á sér og að Jón Kristjánsson færi sig yfir í dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Já, svona verður þetta, vitiði til.

12.5.03

Fleiri spár
Á morgun verður gerð kunn spá forráðamanna liðanna sem leika í Úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Ég ætla því að efna til keppni hér á síðunni minni um bestu spána um það hvernig spá forráðamannanna mun líta út. Atla gefst þar með tækifæri á að bæta fyrir dapurt gengi sitt í keppninni um bestu kosningaspána. Einnig verður athyglisvert að sjá spána hans Stebba auk þess sem gaman væri að Svartisauðurinn (knattspyrnuáhugamaðurinn mikli) léti ljós sitt skína og spáði í spilin.Spáin mín lítur svona út:
1. KR
2. Grindavík
3. Fylkir
4. ÍA
5. FRAM
6. Valur
7. ÍBV
8. Þróttur
9. FH
10. KA
Spáið gjarnan. Hmm...yes. Tryggvi fylgist þú ekki með fréttum? Gjarnan?

10.5.03

Kosningaspá Buffhrútarins
Ég hef látið lítið fyrir mér fara í þessari kosningabaráttu og hef látið Atla það eftir að vera að gaspra um kosningarnar hér á þessum bloggsíðum. Nú nokkrum mínútum fyrir birtingu fyrstu talna er hins vegar mál að linni og ég hef ákveðið sem stjórnmálafræðingur framtíðarinnar að birta spá mína um niðurstöðu kosninganna. Spá þessi hefur reyndar einu sinni áður birst í kommentakerfinu hans Atla litla. Spáin lítur svona út:
B: 17%
D: 35%
F: 7%
N: 1%
S: 31%
U: 8%
T og auðir og ógildir: 1%
Svo er bara að bíða og sjá hvernig fer.

9.5.03

Atli hættur með landsliðið!
Atli Eðvaldsson er hættur með landsliðið. Sjá nánar hér.
Ég á að kjósa Frjálslynda!
Ég fór inná mbl.is áðan og prófaði kosningakompásinn sem þar er. Hann virkar þannig að maður tekur afstöðu til þess hversu sammála eða ósammála maður er einhverjum 30 fullyrðingum. Sömu spurningar hafa verið lagðar fyrir stjórnmálaflokkanna og að lokum getur maður séð hve mikið er sameiginlegt með svörunum manns og svörum einstakra flokka. Niðurstaðan hjá mér varð eftirfarandi:
Frjálslyndi flokkurinn (F) 83%
Sjálfstæðisflokkur (D) 82%
Nýtt afl (N) 80%
Samfylkingin (S) 76%
Framsóknarflokkur (B) 76%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 63%
Samsvörun svara minna var sem sagt mest við svör Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins og ég hlýt því að kjósa annan hvorn þessara flokka. Riiiight!
Hmm...yes

8.5.03

Sigrún bloggari
Ég átti fróðlegt og skemmtilegt spjall við Linginn áðan. Þar kom meðal annars fram að um daginn bauð hann engum öðrum en blindfullum Sigga Sveins í bílinn (reyndar var það víst blindfull Sigrún sem bauð blindfullum Sigganum í bílinn en það skiptir ekki máli). Annað sem kom fram í samtali okkar er að Sigrún heldur víst úti bloggsíðu á netinu. Þetta vissi ég ekki. Vissuð þið það? Ég bæti henni allavega hér með í linkasafnið mitt hér til hliðar.
Síðan er annað sem er jafnvel ennþá skemmtilegra en það er sú staðreynd að Erling er líka byrjaður að blogga. Hann hefur valið sér vettvang til að koma hugsunum sínum og skoðunum á framfæri. Vettvangurinn er kommentakerfið á síðunni hans Gústa - hvílík snilld!!!

6.5.03

Hver er maðurinn?
Kannast lesendur Buffhrútarins við manninn vinstra megin á þessari mynd?
Snilld!

5.5.03

Glory Glory!!!
Manchester United urðu í dag Englandsmeistarar í dag og er það mikil snilld. Ljóst var að United væru orðnir meistarar í 8. sinn á 11 árum þegar Arsenal tapaði fyrir Leeds á Highbury. Gaman að þessu. Djöfulsins snilld. Ég man þá tíð þegar maður hugsaði með sér að það eina sem gæti bjargað tímabilinu væri að Arsenal yrðu ekki þrefaldir meistarar. Nú þurfa þeir bara að tapa á móti Southampton í bikarúrslitaleiknum og þá standa þeir uppi slippir og snauðir.
Glory glory Man. Utd! Glory glory Man. Utd!

3.5.03

Vonbrigði

If I were a boy band I would be...


Backstreet Boys

This quiz was created by Krazy K. Take it here!



Ég verð að segja að niðurstaða þessa prófs er mér mikil vonbrigði. Ég var að vonast til og bjóst sterklega við að vera BLUE.
Hmm...
...yes
Klofningur!!!
Klofningur er gríðarlegur og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Elstu menn muna vart eftir öðrum eins klofningi og jaðrar þetta við sögulegt hámark klofnings. Rétt í þessu var ég að koma heim frá því að skila ritgerð sem gildir að ég held 50% í ónefndu námskeiði sem ég er í. Ritgerðin er einn mesti sori sem ég hef látið frá mér fara og lagðist ég það lágt er ég lagði lokahönd á verkið að það jaðrar við að hægt sé að kæra mig fyrir ritstuld. Það er svo sem allt í lagi. Fari allt á versta veg og ég verð kærður fyrir ritstuld veit ég a.m.k. hvert á að leita. Minn gamli lærifaðir, Villi Vill, er manna fróðastur á landi hér um ritstuld og er eflaust til í að leiðbeina gömlum lærisveini sínum varðandi það hvernig á að redda sér út úr þess háttar hremmingum. Æi drullu!!! Ég nenni ekki að tala um þetta lengur.
Hér sit ég en hann Atli kallinn sem var nánast í sama bullinu og ég (ekki alveg þó) er bara farinn á fyllerí. Djöfulsins metnaðarleysi hjá þeim sænska og verður þetta vart liðið tli lengdar. Ég er klofinn hér!!!
Lakers bara komnir áfram. Þeir eiga eftir að hlæja að þessari deild enn eitt árið með Madsen í hörkustuði.
Á morgun vinnur United Charlton og fer langt með það að tryggja sér titilinn. Það er gaman.
Ég nenni ekki að tala um tapleik Fram gegn Grindavík í gær. Við spiluðum með svo marga í vörn að þeir gátu ekki skorað þannig að við gripum bara til þess ráðs að skora fyrir þá. Skemmtilegur fótbolti. Ég var á bekknum og kom ekki inn á fyrr en 5 mínútur voru eftir af leiknum. Lee Sharpe spilaði ekki en það sást til hans á svæðinu. Sú staðreynd að við Sharpe vorum fjarri góðu gamni gerði það að verkum að leikurinn var ein drulluhelvítisdrulla!!! og ég er brjálaður!!! Drullu!!!
KLOFNINGUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

1.5.03

Fram 95 ára!
Í dag heldur knattspyrnufélagið Fram upp á 95 ára afmæli sitt. TIl hamingju með það. Afmælinu verður meðal annars fagnað í Grindavík á milli klukkan 1800 og 2000 þar sem hinir frábæru Reykjavíkurmeistarar Fram (í nýjum búningum) munu taka Grindvíkinga í kennslustund. Djöfull vona ég að Lee Sharpe verði með. Ég er ekki alveg viss um að hann sé á landinu en það væri algjör snilld!
Later!