9.5.03

Ég á að kjósa Frjálslynda!
Ég fór inná mbl.is áðan og prófaði kosningakompásinn sem þar er. Hann virkar þannig að maður tekur afstöðu til þess hversu sammála eða ósammála maður er einhverjum 30 fullyrðingum. Sömu spurningar hafa verið lagðar fyrir stjórnmálaflokkanna og að lokum getur maður séð hve mikið er sameiginlegt með svörunum manns og svörum einstakra flokka. Niðurstaðan hjá mér varð eftirfarandi:
Frjálslyndi flokkurinn (F) 83%
Sjálfstæðisflokkur (D) 82%
Nýtt afl (N) 80%
Samfylkingin (S) 76%
Framsóknarflokkur (B) 76%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 63%
Samsvörun svara minna var sem sagt mest við svör Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins og ég hlýt því að kjósa annan hvorn þessara flokka. Riiiight!
Hmm...yes

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home