17.5.03

Open your heart...show me the pain...
Til hamingju með daginn Norðmenn!
Já, Birgitta Haukdal er hress og líkar vel að láta sleikja á sér rassgatið en það er nú ekki aðalatriðið. Eggert er mættur á msn, í beinni frá Hungary, gaman að þessu.
Á morgun hefst Landsbankadeildin í fótbolta. Merkilegustu atburðir 1. umferðar verða stórsigur Fram í Árbænum og fyrsti leikur Lee Sharpe í íslensku deildinni. En önnur og merkari deild var stofnuð í dag. Deildina er að finna á draumadeildin.is og ber hún heitið Ramleague. Deild þessi gegnur út á það að setja saman lið með leikmönnum úr íslensku deildinni. Þeir sem hafa ekki fengið tilkynningu í tölvupósti nú þegar en vilja vera með í deildinni geta látið vita af því í kommentunum hér að neðan og Buffhrúturinn mun þá gefa upp leyniorð sem nauðsynlegt er að hafa. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum að skrá sig en hafa ber í huga að ekki eru allir jafn drulluheimskir.

Þá er maður loksins búinn í prófunum, djöfull er ég búinn að vera fullur síðan maður...hmm...yes...
Nei, annars gekk svona upp og ofan í prófunum og nokkuð ljóst að sumarprófin verða sennilega tvö talsins, en það er nú bara gaman að því.

Þeir sem hafa ekki gaman af pólitík ættu að hætta að lesa núna.
Atli, sem í gærkvöldi stofnaði til vinar/ástarsambands við hinn fagra mr Fuckface hefur skorað á mig að spá í spilin varðandi stjórnarmyndun. Þar sem ég er mikill spámaður skorast ég ekki undan því. Davíð Oddson (Doddson) hefur lýst því yfir að þetta verði sennilega hans síðasta kjörtímabil. Ég tel líklegt að hann verði forsætisráðherra í tvö ár og síðan taki Halldór Ásgrímsson við. Halldór verður utanríkisráðherra næstu tvö árin en við af honum tekur Björn Bjarnason (og við fáum íslenskan her). Það er ljóst að einhverjar breytingar verða á ráðherraliðinu. Einhverjar breytingar verða væntanlega gerðar á skipulagi stjórnarráðsins og ráðuneyti sameinuð en spá mín miðast við núverandi ráðuneyti. Geir H. Haarde verður áfram fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir verður áfram iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tómas Ingi Olrich tekur pokann sinn og framsóknarmaðurinn Magnús Stefánsson fer í menntamálaráðuneytið. Í staðinn fá sjálfstæðismenn heilbrigðisráðuneytið og um þau mál sér Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinnson verður sjávarútvegsráðherra í hans stað. Guðni Ágústsson verður áfram landbúnaðarráðherra en fær hugsanlega veigameira hlutverk þegar búið verður að breyta skipulagi stjórnarráðsins og sameina ráðuneyti. Siv Friðleifsdóttir verður samgönguráðherra og Þorgerður K. Gunnarsdóttir verður félagsmálaráðherra. Sólveig Pétursdóttir hoppar upp í rassgatið á sér Drífa Hjartardóttir verður umhverfisráðherra í stað Sivjar (hvernig í andskotanum er þetta nafn skrifað?). Ég veit ekki alveg hvað verður um Sturlu Böðvarsson, ég held að hann neyðist til að hoppa upp í rassgatið á sér og að Jón Kristjánsson færi sig yfir í dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Já, svona verður þetta, vitiði til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home