30.9.03

Ja sei sei
Ég fór í mína fyrstu vísindaferð í langan tíma á föstudaginn. Þar heyrði ég því fleygt að meistari Hannes Hólmsteinn hefði skjöl undir höndum sem gæfu vísbendingar um að Halldór Laxness hafi verið...TVÍKYNHNEIGÐUR!!! Já sannarlega uppgötvun sem kæmi til með að hrista upp í landanum og gera allt brjálað, ekki síst ef þetta kæmi frá Hommsteini sjálfum. Það er kannski ekkert skrýtið að ættingjar nóbelskáldsins séu búnir að loka fyrir frekari aðgang Hommsteinsins að skjölum skáldsins. USS USS USS.

28.9.03

Klofningur!
Í gær urðu 720 kr til þess að ég missti af tækifæri til að eignast 1.200.000. kr. Hvernig má þetta vera? Hvernig gat það gerst? Ég ætla að gráta mig í svefn en munið það að peningar eru ekki allt þó yfirleitt sé betra að koma út í hagnaði.

25.9.03

Nýjasta parið í poppbransanum
Í Íslandi í dag var greint frá því að nýjasta parið í poppbransanum sé takið eftir: MEGAS og Hera. Já þetta er magnað og vegir ástarinnar eru svo sannarlega órannsakanlegir.
Ný fartölva!
Þetta blogg er hið fyrsta sem skrifað er á nýja fartölvu í minni eigu. Gaman að því.

24.9.03

Skeggjaði Hrútur
Djöfull er ég orðinn skeggjaður, þetta horfir til vandræða. Verð að fara að raka mig. Ég er orðinn svolítið svangur og best ég fari að drífa mig heim. Þetta er annars búinn að vera góður dagur.
Góðar stundir.

18.9.03

Björkvöld Öldskælinga
Ég var rétt í þessu að fá sms frá einhverjum huldumanni/konu sem boðar til bjórkvölds á LA Café (þeim frábæra stað) föstudaginn 3. október. Skemmtunin hefst stundvíslega klukkan 2100 og er ætluð árgangi '81 úr Ölduselsskóla. Ætli maður mæti ekki og eyði eins og einni kvöldstund í ruglinu með þessu upp til hópa ágæta fólki, það held ég nú.
Já og svo vildi ég bara minna á nýju heimasíðuna mína.
Bílahrúturinn bloggar!
Gaman er að segja frá því að Royal-hrúturinn hann Eiki er byrjaður að blogga og fær hann að sjálfsögðu link hjá mér. Það er nokkuð ljóst að þessi síða á eftir að vera ein risasteypa og er rétt að vara viðkvæma við því að lesa efni hennar.

17.9.03

Eiki fyrir fræga fólkið
Ég fór á Salatbarinn (áður Salatbar Eika) í hádeginu. Það er reyndar ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar voru samankomin öll helstu íslensku celebin í dag. Fyrsta ber að nefna mig og Arnþór. Á næsta borði við okkur sátu Birgitta og Hnakki Bach sem sögurnar segja reyndar að séu hætt saman. Á staðnum voru einnig Gaui litli (ekki lítill lengur) og stuðboltarnir Valli Sport og Siggi Hlö. Valli heilsaði kumpánlega uppá Hnakka Bach og var e-ð að meta Arnþór en lagði svo ekki í að spjalla við þann sykurpúða. Til að toppa þetta lét síðan Haraldur krypplingur sem eitt sinn var í stjórnmálafræði til sín taka í hlaðborðinu og súpunni. Síðast en ekki síst var Serðirinn (Sverrir bróðir hans Eika) þarna í góðum gír og átti hann gott spjall við Vallann og Siggann. Arnþór hafði orð á því að nú vantaði aðeins að mr Fuckface léti sjá sig. Fuckfaceið lét þó því miður ekki sjá sig á Salatbarnum en hann var fyrsti maðurinn sem ég sá þegar ég mætti á Hlöðuna eftir hádegi - ótrúlegur fjandi!
Já ég er mættur hingað á Hlöðuna og búinn að vera bara ansi duglegur enda átak komið í gang. Ekki seinna vænna að fara að gera e-ð í sínum málum sérstaklega þar sem ég er að fara til Benidorm 9. október.
Að lokum er gaman að segja frá því að hann Eiki (alls óskyldur Salatbarnum en þó bróðir Serðisins) gerðist sekur um morðtilraun í gær. Þannig var að Eikinn var að keyra með henni Jóhönnu sinni í námunda við Íssel þegar þau sjá hvar hann Brynjar er á labbi. Eika fannst að sjálfsögðu mjög sniðugt að keyra á eftir Brynjari nokkuð hægt og jafnframt ógnandi. Þegar Brynjar var svo kominn inn á bílastæðið fyrir utan Íssel ákvað Eiki að gera honum nú verulega bylt við. Eikinn gerði því það eina rétta í stöðunni og þrumaði bílnum upp á kantinn fyrir utan sjoppuna í þann mund sem Brynjar steig upp á kantinn. Eiki var næstum því búinn að keyra á og stórslasa Brynjar og fannst það að sjálfsögðu gríðarlega fyndið. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar Brynjar reyndist alls ekkert vera Brynjar heldur allt annar maður að nafni Þórir Hall. Þóri var ekki skemmt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda vissi hann ekki til þess að hann hefði gert nokkuð svo alvarlegt á hlut Eikans að hann þyrfti að gjalda fyrir það með lífi sínu. Stórglæpamaðurinn Eiki var síðan ekkert að hafa fyrir því að útskýra málið eða biðjast afsökunar heldur keyrði í burtu á hraða sem á ekkert skylt við leyfilegan hámarkshraða sem er 30 km. Já það er alltaf hægt að treysta á að Eiki lýsi upp svartasta skammdegið.

12.9.03

Orðskýring dagsins
Orðið hispur er skemmtilegt orð í íslenskri tungu sem hefur valdið deilum manna á milli. Menn hafa risið úr sætum og látið höggin dynja. En hvað þýðir Hispur? Er Keðjan hispurslaus eða hvað?
Hispur: yfirlæti, sundurgerð, tildur, fánýtt skraut.
Hispurslaus: yfirlætislaus, óþvingaður, blátt áfram.
Hispurslaus mey: tilgerðarfull, tískubúin stúlka.

Jú, allt á þetta við um Keðjuna, Baugskeðjuna??? Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Sýnishorn úr tíma í Háskóla Íslands
"Líf okkar allra...við eigum að finna ljósið...við eigum réttindi, þau aðgreina tilveru okkar sem manneskju annars vegar og borgara hins vegar. Þetta eru réttindi sem tryggja viðgang kapítalismans...þá getum við farið að tala um raunveruleg réttindi manns til lífs...hvað aðskilur mann frá manni? Svo sagði Locke eða var það Hobbes. Nei, það var víst Marx. Fyrirgefið mér."
Hver skilur þessa djöfulsins vitleysu? Allavega ekki ég eða sessunautar mínir í námskeiðinu Mannréttindi frá ólíkum sjónarhornum. Fljótlega eftir að tíminn byrjaði voru menn farnir að einbeita sér að því að spila Champ, Super Mario Bros. leggja kapal eða spila Pinball. Kennarinn er kelling sem kemur stundum í Silfur Egils og Kastljós og blaðrar einhverja steypu sem enginn skilur. Hún kennir reyndar sem betur fer bara fyrsta mánuðinn. Síðan tekur Ragnar Aðlsteinsson, lögmaður litla mannsins, við kennslunni. Það verður veisla og ég get vart beðið.

11.9.03

Veldið að hruni komið?
Í dag gerðist sá sorglegi atburður að hið forna knattspyrnustórveldi FC Þéttir komst ekki upp úr riðli sínum í HM. Liðið lék fjóra leiki, vann einn, gerði tvö jafntefli og tapaði einum leik. Markatala liðsins eftir þessa fjóra leiki var 1-1. Ótrúleg markatala sem gefur vísbendingar um það að liðið hafi leikið leiðinlega knattspyrnu í stað sambaboltans sem það hefur verið þekkt fyrir í gegnum tíðina. Þessi tíðindi eru sorgleg í ljósi glæstrar sögu félagsins. FC Þéttir var stofnað af nokkrum ungum háskólanemendum á haustdögum árið 2001. Mikil stemning myndaðist strax í kringum liðið og dyggilega stutt af hundtryggum fylgismönnum sínum tókst því að tryggja sér þriðja sætið á sínu fyrsta HM. Svo sannarlega glæsilegur árangur. FC Þéttir mættu sterkir til leiks árið eftir en í ljós kom eins og svo oft vill verða að annað árið er mun erfiðara en það fyrsta. Þéttir spiluðu þó ansi vel og á köflum glimrandi skemmtilegan fótbolta. Annað árið í röð komust þeir í undanúrslit keppninnar en í þetta skiptið urðu þeir að láta sér lynda fjórða sætið. Í ár beið liðið hins vegar afhroð og er þar helst um að kenna arfaslakri frammistöðu hins sænska fyrirliða liðsins, Atla. Eini leikmaður liðsins sem náði að sýna sitt rétta andlit á þessu móti var markahæsti maðurinn, Arnþór (1 mark), sem lét erfið veikindi ekki hindra þáttöku sína í HM. Þess ber þó að geta að Þéttir söknuðu nokkurra sterkra leikmanna sem borið hafa uppi leik liðsins undanfarin ár en eru nú farnir utan í atvinnumennsku. Þar ber fyrstan að nefna markvörðinn ógurlega, Steina, sem leikur nú í Danmörku. Steini var svo sannarlega betri en Enginn í markinu og þótti hann bera af öðrum markvörðum undanfarin tvö HM. Annar sterkur leikmaður, Dabbi Kóngur, yfirgaf einnig liðið fyrir þetta mót og reynir hann nú fyrir sér í Bandaríkjunum. Ekki fer neinum sögum af afrekum hans þar en ef þau jafnast eitthvað á við þau tilþrif sem hann sýndi í tveimur síðustu HM má vænta þess að Kóngurinn hafi slegið rækilega í gegn þar vestra. Kóngurinn hafði blandað sér af krafti í baráttuna um markakóngstitilinn bæði 2001 og 2002 og því erfitt að vera án hraða hans. lipurðar, tækni og markheppni í framlínunni þegar mest á reyndi í HM 2003.
En það verður að líta á björtu hliðarnar (ef einhverjar eru). Það kemur HM eftir þetta HM og vonandi koma Þéttir enn þéttari til leiks á næsta ári þó að fátt bendi til þess eins og staðan er í dag. En liðið er ungt og með marga óreynda leikmenn innanborðs sem eiga vonandi eftir að koma tvíefldir til leiks að ári. Lykilatriði í framtíðarmöguleikum liðsins er að fyrirliðinn sænski, Atli Ísleifsson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna til að rýma fyrir yngri mönnum. Atla eru þökkuð góð störf í þágu Þéttra og er það von mín að hann haldi áfram að starfa fyrir félagið en á öðrum vettvangi þó.
Athyglisvert viðtal
Ég hvet alla til að lesa athyglisvert viðtal við enska landsliðsmanninn Trevor Sinclair sem birtist á fotbolti.net í dag. Í viðtalinu segist Sinclair m.a. vera flottur og auk þess segist hann hafa komið hingað til lands í sumar að sjá leik Fram og KA. Já óneitanlega býsna athyglisvert.
Anna Lindh myrt!
Í dag eru tvö ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Í morgun bárust hins vegar þær fréttir að utanríkisráðherra Svíþjóðar, Anna Lindh, hafi látist á sjúkrahúsi af áverkum sem hún hlaut er maður vopnaður hnífi réðst á hana í gær. Þetta hefur vakið upp mikinn óhug hjá sænsku þjóðinni sem enn glímir við að leysa gátuna um hver myrti Olof Palme fyrir 17 árum síðan. Það er ekki lengra síðan en hálft ár að ég ásamt Svíanum sátum á fundi með Önnu Lindh í stofu 101 í Odda. Ekki gat okkur grunað þá að þessi einn fremsti kvenkyns stjórnmálamaður Evrópu myndi falla fyrir morðingjahendi svo skömmu seinna. Það er ekki laust við að það setji að manni óhug og maður veltir því fyrir sér hvort að slíkir voðaatburðir komi til með að eiga sér stað hér á Íslandi. Getum við nú átt von á því að sjá félagana Dabba og Dóra í lögreglufylgd hvert sem þeir fara? Ég held ekki en maður veit aldrei með menn eins og Eika þarna úti.

9.9.03

Hlaðan
Ég er bara mættur hérna á Hlöðuna á frídegi en það er ekki eitt einasta borð laust. Ætli ég neyðist ekki bara til að fara heim? Sei sei já.

7.9.03

Ísland á EM...
...varla. Íslendingar unnu í gær glæsilegan sigur á silfurliði Þjóðverja frá síðasta HM 0-0. Sigurinn hefði getað orðið enn stærri ef fyrirliðinn Eiður Guðjohnsen, Joey Guðjónsson eða Lárus Orri Sigurðsson hefðu nýtt dauðafærin sín. Ég verð nú samt að segja að það var bara mjög gaman á leiknum þrátt fyrir að ég hafi ekki getað horft á hann allan vegna þess að ég var að vinna í sjoppunni. Maður hlýtur nú að fara að hugsa sinn gang þegar maður lítur yfir íslenska landsliðið. Indriði var í byrjunarliðinu (átti mjög góðan leik), Krissi og Marel voru á bekknum. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég að spila landsleiki með þessum mönnum en hvar var ég í dag? Jú í sjoppunni! Er þetta ekki spurning um að fara að rífa sig upp af rassgatinu og fara að geta eitthvað í fótbolta til tilbreytingar. Ég átti reyndar mjög góðan leik ásamt Bjarna Þór, Viðari og Lindu í sjoppunni en það dugði ekki til. Markmið okkar drengjanna hlýtur að vera að tryggja okkur sæti í landsliðshópnum sem fer til Portúgal næsta sumar (fjarlægt markmið). Ég held reyndar að það séu enn minni líkur á því að Ísland fari á EM en að við komumst einhvern tímann í landsliðið. Það er nánast útilokað að við vinnum Þjóðverja úti og Skotarnir vinna pottþétt Litháen heima þannig að við sitjum eftir með sárt ennið. Bjarni Þór kom svo með góðan punkt í gær. Af hverju vorum við Framarar ekki látnir spila við Þjóðverjana í gær fyrir Íslands hönd? Ég meina leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í september og annað liðið í bláum búningi, hefði leikurinn getað endað nema á einn veg?
Jæja ég nenni ekki að tjá mig meira um þennan landsleik en ég mæli með þessari umfjöllun um leikinn.
Spurning hvort að maður skelli sér í bíó í kvöld. Sweet Sixteen?

5.9.03

Sælt veri fólkið, þetta er Buffhrúturinn sem talar úr Seljahverfi þar sem félagsauður er hár. Langt er síðan ég bloggaði síðast en betri eru tveir fuglar á hendi en einn í skógi eins og máltækið segir.
Margt hefur gerst frá því síðast var bloggað. Skólinn er byrjaður og hefur það veitt mér ómælda gleði. Ég er eins og er í fjórum námskeiðum: Inngangur að fjölmiðlafræði, Afbrotafræði, Kenningar í félagsvísindum og Ísland og seinni heimsstyrjöldin. Hinn alvitri Tóti Hvítihaus (Þór Whitehead) kennir síðastnefnda námskeiðið en ég er samt sem áður að spá í að skrá mig úr því og fara þess í stað í námskeiðið Um rasisma sem hinn ansi magnaði dr. Jóhann M. Hauksson kennir. Jói Hauks er frábær!!! Verst er hins vegar að ég verð væntanlega að skilja hann Stebba eftir einan í skítnum, sorry Stebbi en til hamingju með titilinn.
Ég fer á völlinn og öskra áfram Ísland, ekkert nema Sigurvin! Já það er rétt, ég er með miða á leikinn. Planið var að fara á leikinn með nokkrum Hrútum, þeim Gústa, Arnie, Atla, Tuma og Martin en á æfingu áðan kom í ljós að ég þarf að öllum líkindum að vinna í sjoppunni á leiknum. Þannig er mál með vexti að Fram sér um veitingasölu á leiknum og hirðir ágóðann af henni. Það gæti orðið dágóður peningur og því mikilvægt að allir leggist á eitt. Ég fæ sem sagt frítt á leikinn og get þar með selt miðann minn. Mér skilst að miðar hafi verið að seljast á allt upp í 20 þús. krónur á svörtum markaði þannig að það gæti verið hagnaður í því. Hreinn hagnaður. Auk þess lögðum við Framarar 500 kr hver í pott og tippuðum á úrslit leiksins. Ég fæ því um 10 þús. krónur í vasann ef að leikurinn fer 0-2 Þýskalandi í vil. En ef að ykkur vantar miða á leikinn eða þekkið einhvern sem vantar miða þá er ég tilbúinn til að hlusta á öll tilboð. Hafið bara samband fyrir klukkan fjögur á morgun.
Stórfréttir vikunnar eru tvímælalaust þær að Jón Arnór Stefánsson (annar þeirra sem ábyrgir voru fyrir snilldarsíðunni brothaz.blogspot.com) er búinn að gera fimm ára samning við Dallas Mavericks. Þetta er þokkalegur árangur hjá stráknum og óska ég honum til hamingju með þetta. Nú eykst pressan á Taggart Stefánsson, báðir bræður hans atvinnumenn í bestu liðum heims en hann lætur sér nægja enn um sinn að spila með besta liði Íslands um þessar mundir. Það er ljóst að Jón á ekki eftir að sleikja sultarólar á næstunni þar sem samningurinn tryggir honum a.m.k. 250 milljónir næstu fimm árin sem er ágætt. Hreinn hagnaður það. Buffhrúturinn sleikir hins vegar sultarólar þessa dagan eftir kaup á drulludýrum skólabókum. Djöfull er þetta dýrt! Þetta kallar á aðhald í fjármálum á næstunni. Ég efast reyndar um að ég standi við það þar sem að djammtímabil okkar fótboltamanna gengur í garð eftir u.þ.b. þrjár vikur og ég er m.a. að fara til Benidorm. Auk þess var Ungverjinn að bjóða mér að kaupa fartölvuna sína, spurning hvað maður gerir.
Jæja, þetta blogg er orðið í lengra lagi, ég reyni að hafa þetta styttra næst. Það má búast við því að bloggfærslum mínum fjölgi á næstunni vegna þess að ég er byrjaður í skólanum og hef því ekkert betra að gera en að hanga í tölvunni allan daginn, ég lofa þó engu.
Later á þetta og sjáumst í sjoppunni á Laugardalsvelli á morgun. Og eitt að lokum, hringið ef ykkur vantar miða á leikinn, síminn er 868-4954.
Later.