7.9.03

Ísland á EM...
...varla. Íslendingar unnu í gær glæsilegan sigur á silfurliði Þjóðverja frá síðasta HM 0-0. Sigurinn hefði getað orðið enn stærri ef fyrirliðinn Eiður Guðjohnsen, Joey Guðjónsson eða Lárus Orri Sigurðsson hefðu nýtt dauðafærin sín. Ég verð nú samt að segja að það var bara mjög gaman á leiknum þrátt fyrir að ég hafi ekki getað horft á hann allan vegna þess að ég var að vinna í sjoppunni. Maður hlýtur nú að fara að hugsa sinn gang þegar maður lítur yfir íslenska landsliðið. Indriði var í byrjunarliðinu (átti mjög góðan leik), Krissi og Marel voru á bekknum. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég að spila landsleiki með þessum mönnum en hvar var ég í dag? Jú í sjoppunni! Er þetta ekki spurning um að fara að rífa sig upp af rassgatinu og fara að geta eitthvað í fótbolta til tilbreytingar. Ég átti reyndar mjög góðan leik ásamt Bjarna Þór, Viðari og Lindu í sjoppunni en það dugði ekki til. Markmið okkar drengjanna hlýtur að vera að tryggja okkur sæti í landsliðshópnum sem fer til Portúgal næsta sumar (fjarlægt markmið). Ég held reyndar að það séu enn minni líkur á því að Ísland fari á EM en að við komumst einhvern tímann í landsliðið. Það er nánast útilokað að við vinnum Þjóðverja úti og Skotarnir vinna pottþétt Litháen heima þannig að við sitjum eftir með sárt ennið. Bjarni Þór kom svo með góðan punkt í gær. Af hverju vorum við Framarar ekki látnir spila við Þjóðverjana í gær fyrir Íslands hönd? Ég meina leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í september og annað liðið í bláum búningi, hefði leikurinn getað endað nema á einn veg?
Jæja ég nenni ekki að tjá mig meira um þennan landsleik en ég mæli með þessari umfjöllun um leikinn.
Spurning hvort að maður skelli sér í bíó í kvöld. Sweet Sixteen?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home