5.9.03

Sælt veri fólkið, þetta er Buffhrúturinn sem talar úr Seljahverfi þar sem félagsauður er hár. Langt er síðan ég bloggaði síðast en betri eru tveir fuglar á hendi en einn í skógi eins og máltækið segir.
Margt hefur gerst frá því síðast var bloggað. Skólinn er byrjaður og hefur það veitt mér ómælda gleði. Ég er eins og er í fjórum námskeiðum: Inngangur að fjölmiðlafræði, Afbrotafræði, Kenningar í félagsvísindum og Ísland og seinni heimsstyrjöldin. Hinn alvitri Tóti Hvítihaus (Þór Whitehead) kennir síðastnefnda námskeiðið en ég er samt sem áður að spá í að skrá mig úr því og fara þess í stað í námskeiðið Um rasisma sem hinn ansi magnaði dr. Jóhann M. Hauksson kennir. Jói Hauks er frábær!!! Verst er hins vegar að ég verð væntanlega að skilja hann Stebba eftir einan í skítnum, sorry Stebbi en til hamingju með titilinn.
Ég fer á völlinn og öskra áfram Ísland, ekkert nema Sigurvin! Já það er rétt, ég er með miða á leikinn. Planið var að fara á leikinn með nokkrum Hrútum, þeim Gústa, Arnie, Atla, Tuma og Martin en á æfingu áðan kom í ljós að ég þarf að öllum líkindum að vinna í sjoppunni á leiknum. Þannig er mál með vexti að Fram sér um veitingasölu á leiknum og hirðir ágóðann af henni. Það gæti orðið dágóður peningur og því mikilvægt að allir leggist á eitt. Ég fæ sem sagt frítt á leikinn og get þar með selt miðann minn. Mér skilst að miðar hafi verið að seljast á allt upp í 20 þús. krónur á svörtum markaði þannig að það gæti verið hagnaður í því. Hreinn hagnaður. Auk þess lögðum við Framarar 500 kr hver í pott og tippuðum á úrslit leiksins. Ég fæ því um 10 þús. krónur í vasann ef að leikurinn fer 0-2 Þýskalandi í vil. En ef að ykkur vantar miða á leikinn eða þekkið einhvern sem vantar miða þá er ég tilbúinn til að hlusta á öll tilboð. Hafið bara samband fyrir klukkan fjögur á morgun.
Stórfréttir vikunnar eru tvímælalaust þær að Jón Arnór Stefánsson (annar þeirra sem ábyrgir voru fyrir snilldarsíðunni brothaz.blogspot.com) er búinn að gera fimm ára samning við Dallas Mavericks. Þetta er þokkalegur árangur hjá stráknum og óska ég honum til hamingju með þetta. Nú eykst pressan á Taggart Stefánsson, báðir bræður hans atvinnumenn í bestu liðum heims en hann lætur sér nægja enn um sinn að spila með besta liði Íslands um þessar mundir. Það er ljóst að Jón á ekki eftir að sleikja sultarólar á næstunni þar sem samningurinn tryggir honum a.m.k. 250 milljónir næstu fimm árin sem er ágætt. Hreinn hagnaður það. Buffhrúturinn sleikir hins vegar sultarólar þessa dagan eftir kaup á drulludýrum skólabókum. Djöfull er þetta dýrt! Þetta kallar á aðhald í fjármálum á næstunni. Ég efast reyndar um að ég standi við það þar sem að djammtímabil okkar fótboltamanna gengur í garð eftir u.þ.b. þrjár vikur og ég er m.a. að fara til Benidorm. Auk þess var Ungverjinn að bjóða mér að kaupa fartölvuna sína, spurning hvað maður gerir.
Jæja, þetta blogg er orðið í lengra lagi, ég reyni að hafa þetta styttra næst. Það má búast við því að bloggfærslum mínum fjölgi á næstunni vegna þess að ég er byrjaður í skólanum og hef því ekkert betra að gera en að hanga í tölvunni allan daginn, ég lofa þó engu.
Later á þetta og sjáumst í sjoppunni á Laugardalsvelli á morgun. Og eitt að lokum, hringið ef ykkur vantar miða á leikinn, síminn er 868-4954.
Later.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home