11.7.03

Látinn?
Nei ég er ekki látinn ég hef bara ekki nennt að blogga undanfarið, ég er svo upptekinn og mikilvægur maður sjáiði til. Ég hef reyndar legið undir ámæli og fengið harða gagnrýni undanfarna daga vegna bloggleysis og hef ég því ákveðið að þóknast dyggum aðdáendum mínum og þeysast fram á ritvöllinn á nýjan leik.
Ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan síðast en ég nenni hins vegar ekki að segja frá því öllu þar sem þetta er fyrst og fremst friðþægingarblogg til að sefa æsta aðdáendur mína.

Ég fór í sumarbústarðaferð um síðustu helgi ásamt Hrútum (það er víst til eitthvert Hrútavinafélag, verð að tékka á því) og nokkrum öðrum valinkunnum einstaklingum. Ég mætti á laugardeginum ásamt Eika (hversu úldinn getur einn maður verið að innan???). Við byrjuðum á því að taka eitt stykki golfmót. Sigurvegari í flokki karlmanna 18-39 ára varð Kristinn, ég varð í öðru sæti og Skotinn í því þriðja. Í kvennaflokki varð hin sænska Atlikka Sörenstam að láta sér lynda annað sætið eftir hörkukeppni við hina íslensku Lindu. Um kvöldið fór ölvunarstig fólks smám saman hækkandi og ekki er laust við að maður hafi stundað einhverjar óbeinar kannabisreykingar. Stemningin var altént nokkuð góð eins og ávallt þegar farið er í bústað hins Steikta í Þjórsárdal.

Um daginn var haldið þriðja flokksstjóramótið í sumar. Í þetta skiptið var fámennt en góðmennt er keppt var í Pílukasti á Players, heimavelli Söndru. Skemmst er frá því að segja að Sandra sigraði, Haukur Hagnaður varð annar, Inda þriðja en við Heiða deildum 4-5. sæti. Fjarverandi voru Bjarni Þór, Jóna og Óli en þau verða vonandi mætt til leiks þegar næsta mót fer fram. Upp hefur komið sú hugmynd að keppa í borðtennis og hef ég stofnað til veðmáls við Indu. Inda sem er fyrrverandi Íslandsmeistari í greininni og hefur m.a. lagt að velli Guðmund Stephensen vildi upphaflega leggja 5000 kall undir en bakkaði svo út úr því og lagði til að við veðjuðum upp á kippu í staðinn. Ég samþykkti það því eins og máltækið segir: "betri er kippa í hendi en 5000 kall í skógi". Inda áttaði sig reyndar á því eftir á að það var ekkert allt of gáfulegt fyrir hana að veðja uppá bjór því að hún drekkur ekki slíkan mjöð. Þetta er því nokkurs konar win/win situation fyrir mig. Reyndar er pottþétt að ég kem til með að vinna Induna en ef hið óhugsandi gerist þ.e.a.s. að sól skín á hundsrassgat eða Inda sigrar þá drekk ég bara kippuna sjálfur því ekki gerir hún það.

Ég var að tala við Arnie og það getur verið að drengurinn verði orðinn bíleigandi áður en deginum er lokið, spennandi að fylgjast með því. Annars er vert að geta þess að Keðja ein í Grafarholti er orðin bíleigandi og ekur nú um á glæsikerru mikilli, Suzuki Swift '91. Kerra þessi er rauð á lit og með sanni má segja að Keðjan hafi gert kjarakaup þar sem hún greiddi aðeins 120 þús. krónur íslenskar fyrir. Þetta er nánast gjafaverð.

Síðan má geta þess að lokum að ég er að spá í að láta Hnakkaklippinguna góðu fjúka áður en helgin er úti. Þeir sem eiga eftir að berja listaverkið (klippinguna sko) augum verða því að hafa samband og við getum ákveðið stund og stað. Ástæða þess að klippingin verður látin taka pokann sinn er ekki sú að hún sé ekki flottasta klipping sem sést hefur heldur sú að ekki hefur verið staðið við gerða samninga og undirritaður hefur ekki fengið í hendur alla þá peninga sem honum var heitið. Ef einhverjir eru ósáttir við þetta geta þeir haft samband við lögfræðing minn Helga Þorsteinsson á lögfræðistofunni Buffið og Skrímslið Inc.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Er farinn að þrífa þýska eðalvagninn minn og hver veit nema ég skreppi svo í sund í þessu blíðviðri. Hmmm...yes.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home