Þrefalt dúbbl í horn!
Í kvöld fór fram Flokksstjóramót í Pool. Mættir voru til leiks flestir flokksstjórarnir af bækistöð Breiðholts. Aðeins Óli og Bjarni Þór mættu ekki til leiks en staðgengill Bjarna var flokkstjóri af gamla skólanum, bankarottan Viddi Keðja Guðjónsson. Fyrirfram var Sandra Kortsnoj talin sigurstranglegust enda atvinnumaður þar á ferð. Kortsnoj hefði þó betur sparað stóru orðin því árangur hennar var minni en vonir stóðu til (hún vann mig að vísu sem telst mjög gott). Haukur Hagnaður kom sterkur til leiks og svo fór að lokum að hann sigraði Meistarann (mig) örugglega í grand finale. Lokastaðan í mótinu varð eftirfarandi:
1. Haukur Hagnaður
2. Meistarinn (Ég)
3. Viðar Keðja (staðgengill Bjarna Þórs)
4. Jóna
5. Heiða
6. Sandra Kortsnoj
7. Inda
Athygli vekur ákveðið mynstur í lokastöðunni en það er að karlkyns flokkstjórar sýndu og sönnuðu yfirburði sína og höfnuðu í þremur efstu sætunum. Einnig vekur það athygli að Kortsnoj náði aðeins 5. sæti, gífurleg vonbrigði. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og stefnt er að því að keppa næst í keilu en talsverðar líkur eru taldar á því að karlpeningurinn vinni þar einnig öruggan sigur.
Síðan er bara vinna á laugardaginn, mikil stemning það. Yfirvinnukaup og fullt af monningum.
Enn er ekki kominn nýr þjálfari en hann verður víst tilkynntur á morgun. Þjálfarinn tilvonandi mun mæta á leikinn gegn ÍR í Breiðholtinu á morgun með poka yfir hausnum. Hann mun svo koma inn í klefa eftir leikinn þar sem við leikmenn munum fara í leikinn hver er maðurinn og giska á hver hauspokamaðurinn er. Það er hins vegar nokkuð ljóst að við Framarar verðum að bretta upp ermarnar og sigra Gauta, Viðar, Óskar Alfreðs og félaga. Vonandi verður Viðar í markinu því að mér telst til að ég hafi skorað á móti honum í öllum leikjum sem við höfum spilað nema einum (og leikirnir eru ófáir í gegnum árin). Frændi minn og skólafélagi, Tómas Oddur Hrafnsson, er því miður meiddur en það þarf ekki að koma neinum á óvart. Krafan er sigur á heimavelli mínum í Breiðholtinu.
Eru menn að tala um Þjóðhátíð?
Í kvöld fór fram Flokksstjóramót í Pool. Mættir voru til leiks flestir flokksstjórarnir af bækistöð Breiðholts. Aðeins Óli og Bjarni Þór mættu ekki til leiks en staðgengill Bjarna var flokkstjóri af gamla skólanum, bankarottan Viddi Keðja Guðjónsson. Fyrirfram var Sandra Kortsnoj talin sigurstranglegust enda atvinnumaður þar á ferð. Kortsnoj hefði þó betur sparað stóru orðin því árangur hennar var minni en vonir stóðu til (hún vann mig að vísu sem telst mjög gott). Haukur Hagnaður kom sterkur til leiks og svo fór að lokum að hann sigraði Meistarann (mig) örugglega í grand finale. Lokastaðan í mótinu varð eftirfarandi:
1. Haukur Hagnaður
2. Meistarinn (Ég)
3. Viðar Keðja (staðgengill Bjarna Þórs)
4. Jóna
5. Heiða
6. Sandra Kortsnoj
7. Inda
Athygli vekur ákveðið mynstur í lokastöðunni en það er að karlkyns flokkstjórar sýndu og sönnuðu yfirburði sína og höfnuðu í þremur efstu sætunum. Einnig vekur það athygli að Kortsnoj náði aðeins 5. sæti, gífurleg vonbrigði. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og stefnt er að því að keppa næst í keilu en talsverðar líkur eru taldar á því að karlpeningurinn vinni þar einnig öruggan sigur.
Síðan er bara vinna á laugardaginn, mikil stemning það. Yfirvinnukaup og fullt af monningum.
Enn er ekki kominn nýr þjálfari en hann verður víst tilkynntur á morgun. Þjálfarinn tilvonandi mun mæta á leikinn gegn ÍR í Breiðholtinu á morgun með poka yfir hausnum. Hann mun svo koma inn í klefa eftir leikinn þar sem við leikmenn munum fara í leikinn hver er maðurinn og giska á hver hauspokamaðurinn er. Það er hins vegar nokkuð ljóst að við Framarar verðum að bretta upp ermarnar og sigra Gauta, Viðar, Óskar Alfreðs og félaga. Vonandi verður Viðar í markinu því að mér telst til að ég hafi skorað á móti honum í öllum leikjum sem við höfum spilað nema einum (og leikirnir eru ófáir í gegnum árin). Frændi minn og skólafélagi, Tómas Oddur Hrafnsson, er því miður meiddur en það þarf ekki að koma neinum á óvart. Krafan er sigur á heimavelli mínum í Breiðholtinu.
Eru menn að tala um Þjóðhátíð?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home