2.6.03

Ég er með sítt að aftan
Sælar sælar, það er Buffhrúturinn sem heilsar ykkur að kvöldi miðvikudagsins 2. júní.
Stemningin er mikil og nú styttist óðum í hið fyrsta árlega einvígi Hrútanna og Lókanna, Ramdick Open 2003. Einvígið fer fram 7. júní og stendur yfir frá morgni til kvölds. Dagurinn verður tekinn snemma og fyrsta keppnisgrein dagsins er golf. Alls verður keppt í fimm greinum. Að golfinu loknu munu Hrútarnir og Lókarnir fjölmenna í Laugardalinn á landsleik Íslands og Færeyja. Eftir leikinn etja svo Hrútarnir og Lókarnir sjálfir kappi í fótbolta. Þriðja keppnisgreinin er skák og keppt verður í áfengisdrykkju um kvöldið í afmæli Þórólfs Nielsen aka Dolla Lóks. Enn liggur ekki ljóst fyrir hver fimmta og síðasta keppnisgreinin verður (hugmyndir vel þegnar) en líklegt þykir að keppt verði í samanburði. Hlutlaus og utanaðkomandi dómari yrði þá fenginn til að meta keppendur (hugsanlega Megas). Allavega þá er ljóst að stemningin verður mögnuð á laugardaginn og að Hrútarnir koma til með að hlæja að Lókunum og rusla þeim upp.

Á morgun fer fram öllu ómerkilegri keppni en þá etjum við Framarar kappi við Skagageðsjúklingana í Laugardalnum. Gengi okkar hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarið en Haukur Hagnaður hefur stigið fram fyrir skjöldu og bent á lausnir á vandamálinu. Hagnaðurinn hefur bent á lausnir í skeleggum pistlum sínum á spjallsíðu Fram og hver veit nema að við fáum að sjá einhverjar tillagna hans verða að veruleika á morgun. En í mínum huga þá verðum við að gera þetta sjálfir, það gerir þetta enginn fyrir okkur...og BERJAST!!!
Það eru bjartari tímar framundan og gaman að vera til.

Ég fór í bíó um daginn með Snjósunni, Arnie og Gústa (ekki Púst) á Identity. Ræman var nokkuð góð fannst fólki og ég mæli með henni. Að bíóferðinni lokinni kíktum við til Karenar en þar var Ungverjinn staddur. Heilsað var upp á kallinn og hann boðinn velkominn heim. Velkominn heim kall!

Skólinn og vinnan bla bla bla. Já það er gaman í vinnunni. Eitthvað eru einkunnirnar samt lengi að skila sér til mín. Ég er bara búinn að fá tvær einkunnir og útkoman var vel ásættanleg og jafnvel framar vonum. Svíinn virðist vera að toppa á réttum tíma og fær hverja snilldareinkunnina á fætur annarri og ber að fagna því. Annars er það Hannes Hommsteinn sem er að klúðra sínum málum með því að vera ekki búinn að skila af sér einkunnum. Hann er kannski upptekinn við að gæða sér á kakói í Brasilíu eða í rómantískri ferð með Þór Jósefs, hver veit.

Já já hér og sei sei sei. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Einn maður í hópnum mínum í vinnunni, Tómas Padjak, verður að öllum líkindum í gettubetur-liði MR á næsta ári vegna þess að einn gauranna úr liðinu féll á árinu...HALLÓ!!! Hvað er það?

En það er gaman að þessu. Setjum L hér.

Eitt að lokum. Ég gleymdi alltaf að setja link á Skotahrútinn hann Tuma sem er byrjaður að blogga. Skotinn var reyndar mjög vantrúaður á að vissir menn myndu endast lengi í blogginu þannig að gaman verður að sjá hversu lengi hann heldur þetta út strákurinn. Reyndar var hann ekki búinn að blogga nema í örfáa daga er hann gafst upp og lét Martin nokkrum lyklaborð sitt í té. Skotinn virðist ætla að halda úti umfjöllun um ýmis konar íþróttaviðburði og er það vel, segggðu. There's only one Colin Campbell! Classic!

L á þetta!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home