27.6.03

Nei bloggið er ekki dautt kallinn minn
Ekki hélduð þið að bloggið væri dautt? Ég er eins og Bubbi Morthens, hætti aldrei að blogga.
Já í gær var gaman því við Framarar unnum okkar fyrsta sigur í sumar. Naumur sigur vannst á hafnfirskum fimleikadrengjum. Kristján Brooks kom inn á fyrir mig og skoraði tvö mörk sem tryggðu sigurinn og fyrir vikið lít ég ansi illa út en hverjum er ekki skítsama. Brooksinn er núna markahæsti svarti leikmaður deildarinnar.
Menn hafa verið að fetta fingur út í hjálminn góða að undanförnu og ef ég á að segja alveg eins og er þá er mér farið að líða frekar illa með allt þetta hár á hausnum, það er svo helvíti heitt sjáðu. Félagar mínir í Fram hafa því skorað á mig. Áskorunin er sú að ég fari í klippingu og fái hina verstu tjokkóklippingu (stundum verið nefnd Ryan Seacrest-klippingin). Ákvörðun hefur verið tekin um að ég fari í fylgd nokkurra góðra manna eftir vinnu á morgun á hárgreiðslustofuna Monroe og verði þar klipptur af honum Gosa. Menn hafa lagt dágóða fúlgu í púkk og gaman verður að sjá hver útkoman verður.
Í dag gerðist sorglegur og alveg hreint stórundarlegur atburður í álfukeppninni í fótbolta. Marc Vivien Foe, leikmaður Kamerún, hneig niður á miðjum vellinum og lést, talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. Það verður að segjast eins og er að þetta var frekar skuggalegt að sjá.
Í kvöld fór svo fram keilumót bækistöðvar Breiðholts. Mætt voru Bjarni, Haukur, Óli, Inda, Heiða, Sandra og Jóna auk mín. Við strákarnir fórum hægt af stað sem veitti stelpunum ómælda ánægju þar sem þær sáu fram á að hefna fyrir ófarir sínar frá því í pool-mótinu um daginn. Síðan sögðum við bara "Nei, nei hér, nú er nóg komið!" og settum í gírinn. Fellurnar fóru að detta inn hver af annarri. Úrslitin þurftu ekki að koma á óvart en Hagnaðurinn sigraði nokkuð örugglega (samsæri *helvítis* *djöfulsins* *helvítis*) og ég hafnaði í öðru sæti en það er einmitt sama röð og varð í pool-mótinu. Næst verður keppt í pílukasti, það verður athyglistvert. Hagnaðurinn verður sennilega ekki með og því mun ég sigra.
Stefnt er að sumarbústaðarferð í Þjórsárdalinn fyrstu helgina í júlí. Ég virðist vera eini maðurinn sem sé ekki fram á að komast, það eru hreinlega allir að fara að mæta, spurning hvort maður nennir að keyra á laugardeginum, og keyra svo einn aftur í bæinn um kvöldið. Kemur í ljós. Eigum við að koma í ljós? Fyrst að ég verð orðinn Ryan Seacrest á morgun þá er það kannski ekki svo vitlaus hugmynd.
Set Later á þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home