16.7.03

Hitabylgja
Veðrið í dag var algjör snilld. Sól og 20 stiga hiti enda var maður ber að ofan nánast allan daginn og er því orðinn hrikalega dökkur eins og sönnum hnakka sæmir. Staðan í skoðanakönnuninni varðandi klippinguna mína er annars sú að 45.5% vilja að ég fari í klippingu. Þar af segja 36.4% að þetta sé mesti viðbjóður sem þau hafa séð. 54.5% aðspurðra vilja hins vegar ekki að ég fari í klippingu og þar af segja 40.9% "nei, ertu brjálaður Skjöldur?" en aðeins 13.6% telja þetta drulluflotta klippingu. Það sem stendur þó upp úr í þessari könnun er að engum þ.e. 0.0% gæti ekki verið meira sama. Þetta er sem sagt klipping sem skiptir fólk máli. Fólk tekur afstöðu og skiptist afdráttarlaust í tvo hópa; með eða á móti. Já það er gaman að þessu, svo sannarlega.

Á morgun kemur Hagnaðurinn heim (að ég held) og er það afar hressandi. Eitthvað er þó verið að tala um að fyrirhugað vinnupartý sem Hagnaðurinn var afar áhugasamur um verði ekki haldið um helgina. Hvað ætli Hagnaðurinn segi við því? Spurning hvort að Ólafur Páll Gunnarsson geti ekki bara tekið að sér að halda partýið og svo gæti hann boðið öllum í tívolí.

Á morgun er leikur á móti KA. Við hljótum að vinna enda ég kominn aftur í hópinn, ég er reyndar ekki í liðinu en hverjum er svo sem ekki sama. Allavega allir að mæta og svo er alveg spurning um að fara að mæta með Daða Guð fánann á leiki, tilvalið að byrja á því á KR-vellinum á sunnudaginn. Og berjast!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home