20.8.03

Sumarpróf úr endaþarmi djöfulsins!
Jæja þá var ég að koma úr seinna sumarprófinu. Hvílík og önnur eins risasteypa hefur aldrei sést. Þetta er algjört rugl og minnið mig á það að taka ekki oftar óígrundaða ákvörðun um að fara í sumarpróf. Ég er örugglega ekki að fara að ná öðru prófinu og er tæpur í hinu. En svona er þetta, maður getur víst sjálfum sér um kennt og engum öðrum. Ljósi punkturinn er að ég get mætt í vinnuna á morgun. Það verður gaman að mæta þangað aftur og taka eina viku áður en þessi "yndislegi" skóli byrjar aftur.
Við Framarar unnum síðasta leik og það er nokkuð ljóst að við erum að fara að bjarga okkur frá falli enn eitt árið. Datt einhverjum einhvern tímann eitthvað annað í hug? Ég hélt ekki. Landsliðið er síðan að fara að keppa við Föroyar á eftir og krafan er sigur og ekkert annað - Ísland á EM!
Jæja ég ætla að drífa mig heim og gá hvort ég á ekki einhverjar bækur handa honum Darra frænda mínum, strákurinn er nefnilega að fara að byrja í MR eftir nokkra daga, ótrúlegt!
Frí á æfingu í dag, Gígavika í kvöld? Ég held það.
L hér!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home