14.8.03

Hrúturinn á Hlöðunni!
Já, ég fann mig einfaldlega knúinn til að segja ykkur frá því að ég er staddur hér á bókhlöðu þjóðarinnar eftir nokkurt hlé. Þannig er mál með vexti að ég er í bullinu og er að læra á fullu fyrir sumarpróf. Það er óneitanlega "gaman" að vera mættur aftur hingað á Hlöðuna sem okkur þykir öllum svo vænt um. Það er gaman að segja frá því að hér eru komnar nýjar tölvur sem ætti að nýtast manni vel næsta vetur við blogg og aðra vitleysu. Í fljótu braðgi sýnist mér að við séum hérna tveir, ég og svarti maðurinn á kantinum, en þó er von á Keðjunni innan tíðar.

Í gær fór ég ásamt fleiri Hrútum til hans Steina. Steininn er að flytjast búferlum til Baunaveldis en þar hyggst hann lesa námsbækur. Steininn var kvaddur því ekki munum við sjá hann í bráð! (orðaleikur sko). Hver veit nema að ég muni kíkja á hann í nóvember þegar ég fer á þessar slóðir til að verða viðstaddur útskrift bróður míns.

Um daginn átti sænska kjötið Attilla afmæli og ber að fagna því. Til hamingju Atli!

Jæja það er best að fara að drífa sig að læra e-ð en fyrst ætla ég að fara með Keðjunni á Mekong.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home