17.9.03

Eiki fyrir fræga fólkið
Ég fór á Salatbarinn (áður Salatbar Eika) í hádeginu. Það er reyndar ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar voru samankomin öll helstu íslensku celebin í dag. Fyrsta ber að nefna mig og Arnþór. Á næsta borði við okkur sátu Birgitta og Hnakki Bach sem sögurnar segja reyndar að séu hætt saman. Á staðnum voru einnig Gaui litli (ekki lítill lengur) og stuðboltarnir Valli Sport og Siggi Hlö. Valli heilsaði kumpánlega uppá Hnakka Bach og var e-ð að meta Arnþór en lagði svo ekki í að spjalla við þann sykurpúða. Til að toppa þetta lét síðan Haraldur krypplingur sem eitt sinn var í stjórnmálafræði til sín taka í hlaðborðinu og súpunni. Síðast en ekki síst var Serðirinn (Sverrir bróðir hans Eika) þarna í góðum gír og átti hann gott spjall við Vallann og Siggann. Arnþór hafði orð á því að nú vantaði aðeins að mr Fuckface léti sjá sig. Fuckfaceið lét þó því miður ekki sjá sig á Salatbarnum en hann var fyrsti maðurinn sem ég sá þegar ég mætti á Hlöðuna eftir hádegi - ótrúlegur fjandi!
Já ég er mættur hingað á Hlöðuna og búinn að vera bara ansi duglegur enda átak komið í gang. Ekki seinna vænna að fara að gera e-ð í sínum málum sérstaklega þar sem ég er að fara til Benidorm 9. október.
Að lokum er gaman að segja frá því að hann Eiki (alls óskyldur Salatbarnum en þó bróðir Serðisins) gerðist sekur um morðtilraun í gær. Þannig var að Eikinn var að keyra með henni Jóhönnu sinni í námunda við Íssel þegar þau sjá hvar hann Brynjar er á labbi. Eika fannst að sjálfsögðu mjög sniðugt að keyra á eftir Brynjari nokkuð hægt og jafnframt ógnandi. Þegar Brynjar var svo kominn inn á bílastæðið fyrir utan Íssel ákvað Eiki að gera honum nú verulega bylt við. Eikinn gerði því það eina rétta í stöðunni og þrumaði bílnum upp á kantinn fyrir utan sjoppuna í þann mund sem Brynjar steig upp á kantinn. Eiki var næstum því búinn að keyra á og stórslasa Brynjar og fannst það að sjálfsögðu gríðarlega fyndið. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar Brynjar reyndist alls ekkert vera Brynjar heldur allt annar maður að nafni Þórir Hall. Þóri var ekki skemmt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda vissi hann ekki til þess að hann hefði gert nokkuð svo alvarlegt á hlut Eikans að hann þyrfti að gjalda fyrir það með lífi sínu. Stórglæpamaðurinn Eiki var síðan ekkert að hafa fyrir því að útskýra málið eða biðjast afsökunar heldur keyrði í burtu á hraða sem á ekkert skylt við leyfilegan hámarkshraða sem er 30 km. Já það er alltaf hægt að treysta á að Eiki lýsi upp svartasta skammdegið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home