12.9.03

Sýnishorn úr tíma í Háskóla Íslands
"Líf okkar allra...við eigum að finna ljósið...við eigum réttindi, þau aðgreina tilveru okkar sem manneskju annars vegar og borgara hins vegar. Þetta eru réttindi sem tryggja viðgang kapítalismans...þá getum við farið að tala um raunveruleg réttindi manns til lífs...hvað aðskilur mann frá manni? Svo sagði Locke eða var það Hobbes. Nei, það var víst Marx. Fyrirgefið mér."
Hver skilur þessa djöfulsins vitleysu? Allavega ekki ég eða sessunautar mínir í námskeiðinu Mannréttindi frá ólíkum sjónarhornum. Fljótlega eftir að tíminn byrjaði voru menn farnir að einbeita sér að því að spila Champ, Super Mario Bros. leggja kapal eða spila Pinball. Kennarinn er kelling sem kemur stundum í Silfur Egils og Kastljós og blaðrar einhverja steypu sem enginn skilur. Hún kennir reyndar sem betur fer bara fyrsta mánuðinn. Síðan tekur Ragnar Aðlsteinsson, lögmaður litla mannsins, við kennslunni. Það verður veisla og ég get vart beðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home