20.8.03

Sumarpróf úr endaþarmi djöfulsins!
Jæja þá var ég að koma úr seinna sumarprófinu. Hvílík og önnur eins risasteypa hefur aldrei sést. Þetta er algjört rugl og minnið mig á það að taka ekki oftar óígrundaða ákvörðun um að fara í sumarpróf. Ég er örugglega ekki að fara að ná öðru prófinu og er tæpur í hinu. En svona er þetta, maður getur víst sjálfum sér um kennt og engum öðrum. Ljósi punkturinn er að ég get mætt í vinnuna á morgun. Það verður gaman að mæta þangað aftur og taka eina viku áður en þessi "yndislegi" skóli byrjar aftur.
Við Framarar unnum síðasta leik og það er nokkuð ljóst að við erum að fara að bjarga okkur frá falli enn eitt árið. Datt einhverjum einhvern tímann eitthvað annað í hug? Ég hélt ekki. Landsliðið er síðan að fara að keppa við Föroyar á eftir og krafan er sigur og ekkert annað - Ísland á EM!
Jæja ég ætla að drífa mig heim og gá hvort ég á ekki einhverjar bækur handa honum Darra frænda mínum, strákurinn er nefnilega að fara að byrja í MR eftir nokkra daga, ótrúlegt!
Frí á æfingu í dag, Gígavika í kvöld? Ég held það.
L hér!

14.8.03

Hrúturinn á Hlöðunni!
Já, ég fann mig einfaldlega knúinn til að segja ykkur frá því að ég er staddur hér á bókhlöðu þjóðarinnar eftir nokkurt hlé. Þannig er mál með vexti að ég er í bullinu og er að læra á fullu fyrir sumarpróf. Það er óneitanlega "gaman" að vera mættur aftur hingað á Hlöðuna sem okkur þykir öllum svo vænt um. Það er gaman að segja frá því að hér eru komnar nýjar tölvur sem ætti að nýtast manni vel næsta vetur við blogg og aðra vitleysu. Í fljótu braðgi sýnist mér að við séum hérna tveir, ég og svarti maðurinn á kantinum, en þó er von á Keðjunni innan tíðar.

Í gær fór ég ásamt fleiri Hrútum til hans Steina. Steininn er að flytjast búferlum til Baunaveldis en þar hyggst hann lesa námsbækur. Steininn var kvaddur því ekki munum við sjá hann í bráð! (orðaleikur sko). Hver veit nema að ég muni kíkja á hann í nóvember þegar ég fer á þessar slóðir til að verða viðstaddur útskrift bróður míns.

Um daginn átti sænska kjötið Attilla afmæli og ber að fagna því. Til hamingju Atli!

Jæja það er best að fara að drífa sig að læra e-ð en fyrst ætla ég að fara með Keðjunni á Mekong.

6.8.03

Sandra bloggar
Þetta fyrsta blogg mitt í langan tíma verður svo stutt að styttra blogg hefur aldrei sést. Tilgangur þess er að benda á þá skemmtilegu staðreynd að hún Sandra er byrjuð að blogga. Ef ég verð ekki búinn að setja link á hana þegar stúlkan mætir í vinnuna á morgun eftir dvöl á heimaslóðum sínum, Norðfirði, verður hún að teljast líkleg til að beita mig líkamlegu ofbeldi og það vil ég forðast.
Meira af ævintýrum helgarinnar við tækifæri.
Later.