27.2.03

Gústi flottur
Í framhaldi af því að Gústi ákvað að bregða sér niðrí MR áðan að kíkja á TKD-sýningu þá spunnust umræður um frammistöðu okkar Hrúta í Íþróttafélaginu fyrir tveimur árum. Atli vildi meina að ég hefði ekki staðið mig í stykkinu sem forseti og að hann og Arnie hefðu séð um allt draslið. Ég var ekki sáttur og benti á að ég hefði starfað eins og allir alvöru forsetar gera þ.e.a.s. látið undirmenn mína sjá um öll skítverkin en eignað mér síðan heiðurinn af öllu. Ég setti líka fram líkingu og líkti okkur við Spin City. Þar er ég að sjálfsögðu borgarstjórinn sem er flottur gaur og andlit borgarinnar út á við. Arnie væri þá Charlie Sheen og Atli eins og gefur að skilja Heather Locklear. Steini væri Paul Lassiter og þrátt fyrir að Gústi hafi ekki verið í stjórn Íþróttafélagsins (hann var reyndar heiðursfélagi) þá væri hann svarti, sköllótti homminn. Valur væri síðan augljóslega Michael J. Fox.

26.2.03

Keðjan komin í gang
Nú virðist síða Keðjunnar vera komin í lag, gaman að þessu.
HHG...
...er vafasamur maður svo ekki sé meira sagt. Í dag mætti ég í tíma hjá æðsta presti frjálshyggjunnar á Íslandi og "besta" vini Davíðs Odssonar, H. H. Gissurarsyni. Gaurinn er náttúrulega í ruglinu. Hann var að skila okkur ritgerðum í stjórnmálahagfræði og hvað haldið þið að kappinn hafi gert? Jú það er rétt hann tók tvöfaldan tíma í það að fara yfir villurnar í ritgerð hvers og eins nemanda yfir allan bekkinn. Gríðarlega skemmtilegt hjá Nesa G. og það er skemmst frá því að segja að þetta tók náttúrulega (eða náttúrlega eins og maður á víst að skrifa samkvæmt meistara Hannesi) gríðarlegan tíma og hann náði ekki að klára að níðast á öllum þannig að hann bað okkur vinsamlegast að koma aftur með ritgerðirnar í næsta tíma - nokkuð ljóst að ég mæti ekki í þann tíma. Hvílíkur klofningur!!!
En á föstudaginn verður vísindaferð í Samfylkinguna. Þar verða samankomnir snillingar á borð við mig, Össur, Atla, Imbu Sollu og Keðjuna svo að einhverjir séu nefndir. Það gæti orðið áhugavert.
Later!
Keðjan farin að blogga!
Glöggir aðilar sem hafa prófað að tékka á linknum inná heimasíðu Keðjunnar hafa kannski tekið eftir því að ekki er hægt að komast inná hana. Keðjan vonast til þess að þetta sé aðeins tímabundið vandamál. Ég hef reyndar enga trú á því en ætla samt að gefa Keðjunni link hér á síðunni minni enda maðurinn snillingur og löngu tímabært að hann deili sínum undarlegu hugsunum með okkur hinum.
Aðdáendaklúbbur Lakers á Íslandi
Góðan daginn hér! Í gær komst ég á snoðir um það að Haukur Hagnaður Hauksson væri búinn að stofna aðdáendaklúbb Los Angeles Lakers á Íslandi. Hagnaðurinn hefur sett á fót heimasíðu kúbbsins og þar kemur m.a. fram að ætlunin er að meðlimir hittist á einhverjum góðum bar, íklæddir Lakers-búningum, þegar leikir snillinganna fara fram. Þeir sem komnir voru í klúbbinn þegar ég frétti af honum voru eftirfarandi:
Haukur Snær Hauksson - Chief Executive Officer
Daníel Traustason - President of color management and tradition
Baldur Knútsson - President of US Division of Lakers Fan Club Inc.
Ómar Örn Jónsson - Chief Travelling Operating Officer and Event Manager
Sigurður Óli Sigurðarson - Chief Financial Officer of US Operations.
Hagnaðurinn auglýsti svo eftir fleiri Lakers-mönnum og bað þá um að senda umsókn á lakersfanclub@hotmail.com. Það er skemmst frá því að segja að við Keðjan biðum ekki boðanna og sendum umsvifalaust inn umsóknir. Í dag sáum við svo eftirfarandi fullyrðingar um okkur á opinberri heimasíðu klúbbsins:

Tveir nýir menn hafa sótt um inngöngu. Líklega fá þeir eftirtaldar stöður.
Viðar "Keðja" Guðjónsson - Junior Vice president of color management and tradition.
Daði Guðmundsson - President of the buffet and beverages department.
Þetta eru báðir góðir menn og Framarar. Hins vegar er hollusta þeirra til Lakers ekki alveg á hreinu. Óska ég hér með eftir að þeir sendi sannanir þess efnis til okkar hér í nefndinni.
Nefndin.

Við Keðjan vorum náttúrulega afar ósáttir við að vera dregnir í efa og létum óánægju okkar í ljósi við forsprakka klúbbsins en stríðsöxin er nú grafin og lítum við svo á að við séum orðnir meðlimir í hinum nýja klúbbi og hlökkum til ánægjulegs samstarfs í framtíðarinni.






22.2.03

Slakir!
Hversu slakir eru Arsenal? Það eru 19 mínútur búnar á móti Man City og þeir eru bara 4-0 yfir. United eru hins vegar magnaðir og náðu frábæru jafntefli á móti Bolton á útivelli. Við Keðjan fórum á Champions áðan og sáum Everton sigra Southampton 2-1 í toppslag. Á Champions voru samankomnir allir 5 Everton aðdáendurnir á Íslandi og ég. Everton var 0-1 undir þegar 8 mínútur voru eftir en sjaldan hef ég séð jafn mikla yfirburði í einum leik og Everton hafði og þeir náðu að klára þetta eftir að Rooney kom inná.

Í gær var árshátíð í stjórnmálafræðinni. Ég komst ekki því ég var upptekinn við að vinna Keflavík í fyrsta leiknum okkar í deildarbikarnum. Við unnum 2-1 þrátt fyrir að geta ekki rassgat. Gaman að því að nú erum við Framarar endanlega orðnir Reykjavíkurstórveldið eftir sigur á appelsínugula Árbæjarsmáliðinu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.
En aftur að árshátíðinni. Ég komst ekki en fékk hins vegar óljósar fregnir frá Atla nokkrum af gangi mála. Sagði hann mér m.a. annars að Thongið hefði verið valið Rass Politicu og að stemningin væri gríðarleg. Hefnerinn var greinilega í góðum gír.
Í kvöld er síðan Frampartý heima hjá framkvæmdastjóranum og má búast við mikilli vitleysu þar. Ætli Nökkvi mæti?

20.2.03

Flottur!
Nú þegar kosningar í háskólanum nálgast dettur manni aðeins eitt í hug: hvar er mr Fuckface eiginlega??? Fuckface er því miður ekki í framboði í ár og það er ákaflega leiðinlegt að sjá manninn ekki prýða veggi skólans með sitt fagra fés. Ég verð að segja að líkurnar á að ég kjósi Vöku aftur í ár hafa minnkað umtalsvert. Það er alveg sama hvað Bolli hringir oft í mig ég kýs ekki Fuckfacelausa Vöku. Reyndar er gaman að segja frá því að áðan átti ég í fyrsta skipti samskipti við þennan holdgerving glæsimennskunnar, sjálfan mr Fuckface. Samskiptin áttu sér stað í tölvustofunni í Odda. Ég stóð upp frá tölvunni minni en aðeins til að fara fram og ná í símann minn sem ég hafði skilð eftir:
mr F: Ertu að logga þig út eða...?
Ég: Nei nei ég er bara aðeins að fara fram.
mr F: OK, sjáðu flotta aulaskeggið mitt, ég er með svona doughnut eins og Gústi var einu sinni með. Mér finnst Gústi flottur.
Ég: Djöfull ertu flottur maður. Later!
mr F: Atli er frændi minn...

15.2.03

Hrútur!
Ég er loksins búinn fá lykilorð að Íslendingabók. Ég mun á næstunni upplýsa hversu skyldur ég er ákveðnum valinkunnum einstaklingum. Ég gat hins vegar ekki stillt mig um að deila því með ykkur að í Íslendingabók eru skráðir þrír menn sem hafa borið nafnið Hrútur og eru þeir svo sannarlega gamlir Hrútar:

Hrútur Herjólfsson ~910 Bjó á Hrútsstöðum sem síðar hafa nefnst Rútsstaðir. "Hrútr var vænn maðr, mikill ok sterkr, vígr vel ok hógværr í skapi, manna vitrastr, harðráðr við óvini sína, en tillagagóðr inna stærri mála" segir í Njáls sögu.

Hrútur Tannason ~1040

Hrútur ~1185 - 1222 Fylgdarmaður Jónssona, þeirra Brands, Bergþórs og Ingimundar. Var veginn af mönnum Þorvalds Snorrasonar.

Gamanaððessu

11.2.03

Gamli Hrútur!!!
Haldiði að kallinn sé ekki bara orðinn 22 ára. Spurning hvað maður gerir sér svo til skemmtunar á afmælisdaginn. Eins og staðan er núna verður skemmtunin víst lítil því að ég er ekki byrjaður á ritgerð sem ég á að skila til Hannesar á morgun. Síðan var hringt í mig í gær og ég beðinn um að koma í blóðbankann að gefa blóð, það gæti orðið hápunktur skemmtunarinnar í dag.
Ég sá það á fotbolti.net að ég deili afmælisdegi með ekki ómerkari mönnum en Marteini Geirssyni (52), John Salako (34), Ciro Ferrara (36) og Steve McManaman (31), til hamingju með afmælið strákar!
Later!
P.S. tekið er við hamingjuóskum í síma 868-4954 (Brynjar er m.a.s. nú þegar búinn að hringja og ef að hann man eftir afmælinu mínu þá hafið þið hin enga afsökun).

10.2.03

12 réttir
Já við Keðjan fengum 12 rétta í 1X2 núna á laugardaginn. Fyrst um sinn vorum við mjög ánægðir með okkur því samkvæmt grófri áætlun sem birt var á textavarpinu höfðum við unnið okkur inn heilar 8300 krónur sem við hefðum skipt bróðurlega á milli okkar. Við vorum reyndar næstum því farnir í Herrafataverslun Birgis að kaupa okkur jakkaföt á 6900 krónur fyrir þennan mikla gróða. Hin fátækja Keðja sá leið út úr erfiðum fjárhagsvandræðum sínum en þá kom áfallið. U.þ.b klukkutíma eftir að leikirnir í enska voru búnir kíkti ég fyrir tilviljun inn á síðu 381 í textavarpinu og sá þar mér til mikillar skelfingar að staðfest vinningsuppæð fyrir 12 rétta var 1400 krónur. Við Keðjan höfðum þar með tapað á því að fá 12 rétta þar sem að við tippuðum fyrir 1440 krónur. Það gerir því 20 króna tap fyrir hvorn ef aðferðafræðin bregst mér ekki. Þetta var nú reyndar mjög fyndið en ég hefði ekki viljað vera maðurinn sem var með 13 rétta og hrapaði úr tæpum 300000 krónum niðrí 83000 krónur. Ha?

Í gær töpuðum við fyrir Fylki í síðasta leiknum okkar í riðlinum okkar í Reykjavíkurmótinu. Leikurinn fór 1-0 og sigurmarkið kom úr mjög vafasamri vítaspyrnu sem að erkifíflið og rokkarinn Garðar Örn Hinriksson dæmdi af stakri snilld. Ég skil reyndar ekki hvernig við gátum tapað leiknum, þeir áttu ekki færi í leiknum fyrir utan þetta víti en við klúðruðum einhverjum 7-8 dauðafærum. Úrslit leiksins skiptu reyndar ekki öllu máli þar sem að við vorum búnir að tryggja okkar sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum þar sem að við mætum Þrótti á föstudaginn.

Ég hugsa að ég komist ekki á árshátíðina þetta árið (frekar en venjulega, ég held að ég hafi mætt á c.a. 50% árshátíðanna á meðan ég var í MR, ég var alltaf einhvers staðar í útlöndum að keppa eða e-ð). Í fyrra missti ég af árshátíð stjórnmálafræðinema (var að keppa) en hún var víst algjör snilld; Jakob Frímann veislustjóri og Óli grís heiðursgestur. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ætlaði aldeilis að gera góða hluti á árshátíðinni í ár en mér voru að berast óskemmtilegar upplýsingar til eyrna. Þannig er að árshátíðin verður víst haldin í skíðaskálanum í Hveradölum og farið með rútum um 8-leytið og auðvitað er ég að keppa klukkan 1830 þannig að ég er ekki að fara að ná rútunni og ekki fer ég á bíl. Atli ætlar þú ekki bara að vera á bíl?
Annars lýst mér vel á þemað á MR árshátíðinni. Ég hleraði það í MR útvarpinu um daginn að þemað er víst Verzló, mikil snilld það.

8.2.03

Fæ ég 13 rétta?
Nú þegar 5 mínútur eru eftir í leikjum dagsins erum við Keðjan með 12 rétta og spennan er hreint geigvænleg hér!

4.2.03

Er Brynjar algjört fífl?
Svarið við þeirri spurningu er einfalt, JÁ!!!
Hann er búinn að klúðra kvöldinu. Stefnan var horfa á vídeó heima hjá honum. Fyrst lætur hann bíða eftir sér í klukkutíma. Svo fréttir maður að hann sé búinn að ákveða hvaða mynd verði horft á og sé farinn á Laugarásvídeó að ná í þessa mynd, allt í góðu með það kannski. En nei, í ljós kemur að myndin er ekki inni og þá tekur Brynjar sig til og leigir aðra mynd án þess að spyrja kóng eða prest og auðvitað höfum við hinir allir séð myndina. Staðan er því sú að Brynjar er einn heima hjá sér að horfa á mynd sem við hinir erum allir nýbúnir að sjá. Ég get ekki með nokkru móti tjáð reiði mína og viðbjóð á Brynjari.
Góða skemmtun Brynjar, auminginn þinn, ég fer þá bara að sofa, hálfviti!!!
Ég er allavega ekkert fífl.
Hressandi blogg
Hagnaðurinn bendir á þessa bloggsíðu á síðu sinni. Bloggsíða þessi er runnin undan rifjum Sindra Kjartanssonar, bróður Sigurjóns. Segir Hagnaðurinn að þetta sé versta blogg heimsins og er nokkuð til í því en engu að síður mjög skemmtilegt.
Já!!!
KONAN hans LUKE CHADWICK er ólétt!
Óþolandi gaur!
Ég er búinn að vera að lesa hérna á Hlöðunni í dag og nú get ég ekki lengur orða bundist. Ég verð að fá útrás fyrir andúð mína á gaurnum sem að situr við hliðina á mér (Arnþór veit hvern ég er að tala um). Það eru bara þvílík læti í gaurnum, hann ofandar og er alltaf að blása svona með nefinu eins og hvalur (minnir á gamla kallinn með derhúfuna sem var alltaf í hundraðogellefunni hér á árum áður og gettóbúar ættu að muna vel eftir). Nú er Arnþór farinn í tíma og ég sit einn uppi með þetta vandamál. Ég hef um tvennt að velja; að eipa á gaurinn eða vera bara áfram hérna inni í tölvuherbergi það sem eftir er dagsins. Ég held að ég velji tölvuherbergið, verst að það er ekki lengur hægt að spila skemmtilega afþreyingarleiki eins og minigolfið í þessum tölvum hérna, það er búið að loka á það.
Jæja þá er ég farinn að eipa á gaurinn.
Later!
Vító
Var að uppgötva þennan leik.

3.2.03

Silfurrefurinn
Nú er liðin vika síðan skoðanakönnun um það hvað bílinn minn ætti að heita fór af stað hér á síðunni. Úrslitin eru ljós og hlýtur bílinn nafnið Silfurrefurinn (40% atkvæða). Aðrar tillögur sem nutu teljandi stuðnings voru Ravanelli (26%) og The Buff Mobile (20%). Því má að lokum bæta við að tillagan "Bjarni Ara" barst of seint inn en hefði að öllum líkindum hlotið góðar viðtökur.
Alec Baldwin-klúbburinn
Um næstu helgi verður haldinn stofnfundur hins nýja Alec Baldwin-klúbbs. Klúbbur þessi er ætlaður mönnum sem eru þeirri náttúru gæddir að bringuhár þeirra gægjast iðulega upp úr hálsmáli þeirra. Áhugasamir og þeir sem telja sig eiga fullt erindi í klúbbinn geta skráð sig í kommentunum hér að neðan eða haft samband við Brynjar Baldwin Halldórsson. Nánari upplýsingar verða svo gefnar er nær dregur.
Rottan Smári - Hvílíkt rugl!
Hérna er ansi athyglisverð frétt um Eið Smára. Í stuttu máli á hann að hafa haldið framhjá konunni sinni með íslensku fyrirsætunni Ósk Norofjoro, sem áður var í sambandi með íslenska dansaranum!!! Fjölni Þorgeirssyni. Þetta er e-ð mesta rugl sem ég hef lesið en skemmtilegt engu að síður.