10.2.03

12 réttir
Já við Keðjan fengum 12 rétta í 1X2 núna á laugardaginn. Fyrst um sinn vorum við mjög ánægðir með okkur því samkvæmt grófri áætlun sem birt var á textavarpinu höfðum við unnið okkur inn heilar 8300 krónur sem við hefðum skipt bróðurlega á milli okkar. Við vorum reyndar næstum því farnir í Herrafataverslun Birgis að kaupa okkur jakkaföt á 6900 krónur fyrir þennan mikla gróða. Hin fátækja Keðja sá leið út úr erfiðum fjárhagsvandræðum sínum en þá kom áfallið. U.þ.b klukkutíma eftir að leikirnir í enska voru búnir kíkti ég fyrir tilviljun inn á síðu 381 í textavarpinu og sá þar mér til mikillar skelfingar að staðfest vinningsuppæð fyrir 12 rétta var 1400 krónur. Við Keðjan höfðum þar með tapað á því að fá 12 rétta þar sem að við tippuðum fyrir 1440 krónur. Það gerir því 20 króna tap fyrir hvorn ef aðferðafræðin bregst mér ekki. Þetta var nú reyndar mjög fyndið en ég hefði ekki viljað vera maðurinn sem var með 13 rétta og hrapaði úr tæpum 300000 krónum niðrí 83000 krónur. Ha?

Í gær töpuðum við fyrir Fylki í síðasta leiknum okkar í riðlinum okkar í Reykjavíkurmótinu. Leikurinn fór 1-0 og sigurmarkið kom úr mjög vafasamri vítaspyrnu sem að erkifíflið og rokkarinn Garðar Örn Hinriksson dæmdi af stakri snilld. Ég skil reyndar ekki hvernig við gátum tapað leiknum, þeir áttu ekki færi í leiknum fyrir utan þetta víti en við klúðruðum einhverjum 7-8 dauðafærum. Úrslit leiksins skiptu reyndar ekki öllu máli þar sem að við vorum búnir að tryggja okkar sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum þar sem að við mætum Þrótti á föstudaginn.

Ég hugsa að ég komist ekki á árshátíðina þetta árið (frekar en venjulega, ég held að ég hafi mætt á c.a. 50% árshátíðanna á meðan ég var í MR, ég var alltaf einhvers staðar í útlöndum að keppa eða e-ð). Í fyrra missti ég af árshátíð stjórnmálafræðinema (var að keppa) en hún var víst algjör snilld; Jakob Frímann veislustjóri og Óli grís heiðursgestur. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ætlaði aldeilis að gera góða hluti á árshátíðinni í ár en mér voru að berast óskemmtilegar upplýsingar til eyrna. Þannig er að árshátíðin verður víst haldin í skíðaskálanum í Hveradölum og farið með rútum um 8-leytið og auðvitað er ég að keppa klukkan 1830 þannig að ég er ekki að fara að ná rútunni og ekki fer ég á bíl. Atli ætlar þú ekki bara að vera á bíl?
Annars lýst mér vel á þemað á MR árshátíðinni. Ég hleraði það í MR útvarpinu um daginn að þemað er víst Verzló, mikil snilld það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home