26.2.03

HHG...
...er vafasamur maður svo ekki sé meira sagt. Í dag mætti ég í tíma hjá æðsta presti frjálshyggjunnar á Íslandi og "besta" vini Davíðs Odssonar, H. H. Gissurarsyni. Gaurinn er náttúrulega í ruglinu. Hann var að skila okkur ritgerðum í stjórnmálahagfræði og hvað haldið þið að kappinn hafi gert? Jú það er rétt hann tók tvöfaldan tíma í það að fara yfir villurnar í ritgerð hvers og eins nemanda yfir allan bekkinn. Gríðarlega skemmtilegt hjá Nesa G. og það er skemmst frá því að segja að þetta tók náttúrulega (eða náttúrlega eins og maður á víst að skrifa samkvæmt meistara Hannesi) gríðarlegan tíma og hann náði ekki að klára að níðast á öllum þannig að hann bað okkur vinsamlegast að koma aftur með ritgerðirnar í næsta tíma - nokkuð ljóst að ég mæti ekki í þann tíma. Hvílíkur klofningur!!!
En á föstudaginn verður vísindaferð í Samfylkinguna. Þar verða samankomnir snillingar á borð við mig, Össur, Atla, Imbu Sollu og Keðjuna svo að einhverjir séu nefndir. Það gæti orðið áhugavert.
Later!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home