26.2.03

Aðdáendaklúbbur Lakers á Íslandi
Góðan daginn hér! Í gær komst ég á snoðir um það að Haukur Hagnaður Hauksson væri búinn að stofna aðdáendaklúbb Los Angeles Lakers á Íslandi. Hagnaðurinn hefur sett á fót heimasíðu kúbbsins og þar kemur m.a. fram að ætlunin er að meðlimir hittist á einhverjum góðum bar, íklæddir Lakers-búningum, þegar leikir snillinganna fara fram. Þeir sem komnir voru í klúbbinn þegar ég frétti af honum voru eftirfarandi:
Haukur Snær Hauksson - Chief Executive Officer
Daníel Traustason - President of color management and tradition
Baldur Knútsson - President of US Division of Lakers Fan Club Inc.
Ómar Örn Jónsson - Chief Travelling Operating Officer and Event Manager
Sigurður Óli Sigurðarson - Chief Financial Officer of US Operations.
Hagnaðurinn auglýsti svo eftir fleiri Lakers-mönnum og bað þá um að senda umsókn á lakersfanclub@hotmail.com. Það er skemmst frá því að segja að við Keðjan biðum ekki boðanna og sendum umsvifalaust inn umsóknir. Í dag sáum við svo eftirfarandi fullyrðingar um okkur á opinberri heimasíðu klúbbsins:

Tveir nýir menn hafa sótt um inngöngu. Líklega fá þeir eftirtaldar stöður.
Viðar "Keðja" Guðjónsson - Junior Vice president of color management and tradition.
Daði Guðmundsson - President of the buffet and beverages department.
Þetta eru báðir góðir menn og Framarar. Hins vegar er hollusta þeirra til Lakers ekki alveg á hreinu. Óska ég hér með eftir að þeir sendi sannanir þess efnis til okkar hér í nefndinni.
Nefndin.

Við Keðjan vorum náttúrulega afar ósáttir við að vera dregnir í efa og létum óánægju okkar í ljósi við forsprakka klúbbsins en stríðsöxin er nú grafin og lítum við svo á að við séum orðnir meðlimir í hinum nýja klúbbi og hlökkum til ánægjulegs samstarfs í framtíðarinni.






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home