24.2.04

Hvað er málið?
Ég er hneykslaður á íslensku réttarkerfi. Í dag var gæinn sem framdi vopnað bankarán í Sparisjóði Kópavogs í maí dæmdur í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Come on! Gæinn stökk hann yfir afgreiðsluborð í gjaldkerastúku, ógnaði starfsfólki með hnífi og hrifsaði úr skúffu 900.000 krónur í peningaseðlum sem hann hafði á brott með sér. Hann játaði brot sitt en sagði að sér hefði með vissum hætti verið hótað vegna fíkniefnaskuldar sinnar. Mér er bara andskotans sama. Þessi gæi fremur vopnað bankrán og sleppur án þess að þurfa að sitja inni svo mikið sem einn dag. Maður þekkir nú menn sem hafa fengið lengri og þyngri dóma fyrir talsvert mikið minni sakir. Þetta er náttúrulega allt of linur dómur og mér er andskotans sama þó hann hafi játað brot sitt og farið í meðferð og eitthvað. það bætir ekki upp að hann framdi vopnað bankarán for crying outloud! Áfrýjum þessu til Hæstaréttar segi ég!
Later!

23.2.04

Steypuför
Í gær fór ég í Egilshöllina á leik Fram og Skagans. Ekki var ég mættur til að spila heldur til að horfa á. Það vakti mikla lukku áhorfenda að sjá hinn sköllótta Kristján Brooks í framlínu Safamýrarliðsins. Kristján er sem kunnugt er hættur í fótbolta en var fenginn á síðustu stundu til að spila leikinn í gær þar sem hreint ótrúleg forföll voru í herbúðum stórliðsins. Kristján var ekkert að hika við hlutina heldur mætti með markaskóna og skoraði fyrsta mark leiksins. Það dugði hins vegar ekki til því Skagamenn skoruðu 5 mörk í leiknum gegn aðeins 2 mörkum Framara. Seinna mark Safamýrarrisans skoraði hinn stórskemmtilegi markvörður 2. flokks Eyþór. Eyþór þessi var settur í senterinn á lokakafla leiksins og undirstrikaði það steypuna sem var í gangi. Sú skipting var hins vegar greinilega snilldarlega úthugsuð hjá hinum rúmenska Ion G. Heyrst hafa raddir um að í næsta leik, sem er á föstudaginn á móti ÍBV verði þeir Nökkvi og Jónatan saman í framlínunni. Það kemur í ljós.

21.2.04

Skita
Fyrir nokkrum dögum síðan var ég einu sinni sem oftar að gramsa eitthvað í draslinu í kjallaranum og að henda og svona. Hvað haldiði að ég hafi fundið í einum af gömlu verkfærakössunum hans afa? Jú ég fann hvorki meira né minna en samþykkta teikningu af þakinu í Vaðalaseli 8. Teikining þessi var dagsett einhvern tímann árið 1976. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Brynjar kallinn á einmitt heima í Vaðlaseli 8 o sei sei. Þetta kann ykkur að þykja ómerkilegt og leiðinleg saga en ekki hafði ég hugmynd um að afi minn hefði fyrir tæpum þrjátíu árum smíðað þakið á húsi eins besta vinar míns. Svona er þetta og stundum eru menn uppi í tré en það er nú önnur saga.
Við Andri Fannar erum að spá í að setja upp auglýsingu í World Class um skokkklúbbinn okkar. Rúmeninn er orðinn alveg klikkaður og lætur okkur meidda gengið hlaupa meira en meðalfrjálsíþróttaapa. Undanfarna daga erum við búnir að hlaupa einhverja tugi kílómetra á hlaupabrettinu í WC og líka uppi í Egilshöll. Á fimmtudaginn hlupum við 10 kílómetra á þokkalegum hraða og í morgun hlupum við 8 kílómetra á sprettinum. Við erum að tala um 8 kílómetra á 15 km hraða á brettinu. Rúmenanum finnst þetta hins vegar voða "gaman gaman!!!".
Ég skeit á mig í 1x2 í dag. 8 réttir er náttúrulega ekki nógu gott.
Ég er búinn að setja link á nýjan bloggara en það er engin önnur en drottning skyndibitans hún Skyndibita-linda. Einnig er kominn linkur á gamlan blogghund sem hefur dregið fram lyklaborðið á nýjan leik en það er sjálfur Taggartinn
Later!

19.2.04

Aumingjasamfélag!
Núna undanfarna daga hef ég ásamt Stiftamtmanninum og Keðjunni gengið í fyrirtæki í þeim tilgangi að safna auglýsingum til styrktar okkur Frömurum. Við komu okkar að skipti/upplýsingaborðum hinna ýmsu fyrirtækja höfum við haft það fyrir sið að biðja um að fá að tala við þann sem sér um markaðsmál fyrirtækisins. Nánast undantekningalaust höfum við fengið þau svör að hann sé; a) ekki við eins og er, b) farinn heim, c) í fríi. Oft er okkur bent á að koma aftur á morgun. Við gerum það en fáum þá sömu svör og daginn áður. Þá spyrjum við hvort að við getum fengið að tala við einhvern annan en það heyrir til algerra undantekninga ef ein einasta hræða er mætt til vinnu í fyrirtækjum borgarinnar. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar séu upp til hópa hinir mestu aumingjar. Þá undanskil ég verkamenn landsins sem grafa fyrir okkur skurðina, þeir standa svo sannarlega fyrir sínu. Einnig furða ég mig á því hvernig í andskotanum Ísland getur verið í hópi fimm ríkustu landa heims. Ha Hannes fokking Hommsteinn? Svaraðu því! Ég veit að þú hefur skrifað bók um það hvernig Ísland getur orðið ríkasta land í heimi. Ég hef meira að segja lesið hana og tímanum sem ég eyddi í þann viðbjóð hefði verið betur varið í að lesa ævisögu Valtýs Björns.
Jæja best að fara að koma sér á æfingu. Við erum með nýjan þjálfara, rúmenskan að uppruna. Þjálfarinn leggur mikið upp úr því að það sé gaman á æfingum. Reyndar er enskuframburður hans ekki upp á marga fiska þannig að þegar hann ætlar að segja "come on, come on!!!" þá kemur það út úr honum sem "gaman, gaman!!!". Já þetta er stórskemmtilegt.
Later!

17.2.04

Bremsuklossar í Boston
Buffhrúturinn er hér og nýbúinn að skipta um bremsuklossa ásamt bílahrútinum. Reyndar sá bílahrúturinn um skítverkin og Buffhrúturinn fylgdist gaumgæfilega með.
Í dag fórum við Atli almannatengsl á fyrirlestur með gaur sem var áður almannatengslafulltrúi Bill Clinton og er í dag einhver stór kall hjá Alcoa jafnframt því að gefa John Kerry góð ráð í frítíma sínum. Þetta var nokkuð nettur náungi sem hafði frá mörgu áhugaverðu að segja. Í framhaldi af þessum fyrirlestri ákváðum við Atli að gera sameiginlegt BA-verkefni um áhrif Kommúnistaflokks Íslands á utanríkisstefnu sænskra stjórnvalda með tilliti til stefnumótunar þeirra í afbrotamálum. Gæti orðið athyglisvert.
Núna er ég að bíða eftir símtali frá mr Ed Kelly, þjálfara fótboltaliðsins í Boston College. Hef ekki heyrt í kallinum lengi og það verður því gaman að rifja upp gömul kynni. Hann hringdi heim áðan en ég var í World Class og gat því ekki talað við hann. Ég veit heldur ekkert hvað ég á að segja við hann. "Ahhh I don't know if I want to come to your school. I'm a ram, a buffet ram". Hmm...yes.

11.2.04

110281 - 110204
Hvaða dagur er í dag?

9.2.04

Á heilanum
Ég lagði upp með lítið en lofaði sjálfum mér því að klára það verk sem nú hafið er.

6.2.04

Skórnir á hilluna
Í kjölfar læknamistaka hef ég ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þannig er mál með vexti að á morgun er liðinn nákvæmlega mánuður síðan ég sneri mig á ökkla á hinu stórskemmtilega gervigrasi í Laugardal. Í þrjár vikur hef farið í bylgjur og annað rugl hjá sjúkraþjálfara en ekkert hefur gengið. Fyrir viku síðan fór ég svo til læknis og hann sprautaði mig. Ég kom aftur til hans á miðvikudaginn og fékk aðra sterasprautu (já buffið er á sterum). Ég kom síðan til læknisins í þriðja skipti í dag. Ég þurfti að bíða í hátt á annan tíma bara til þess að fá enga þjónustu á endanum. Hann hafði ætlað að senda mig í myndatöku en af því biðin var svo löng var búið að loka myndatökudeildinni. Síðan vafði hann bara einhverju bandi utan um ökklann á mér (ég hefði nú getað gert það sjálfur) og rukkaði mig um þrjú þúsund kall!!! Andskotinn!!!
Ég hef ekkert getað æft fótbolta undanfarinn mánuð og nú er nóg komið, ég er endanlega hættur. Ekkert getur fengið mig til að endurskoða þessa ákvörðun mína.

5.2.04

Mættur
Skyldi JFK verða næsti forseti ðe bandaríks? Lítið veit ég um þann mann en það væri óneitanlega skemmtilegt og örugglega ekki verri kostur en W.

Á heimasíðu Hagnaðarins sá ég að hann var búinn að merkja inn á kort þau lönd sem hann hefur komið til. Ég ákvað að prófa slíkt hið sama og kortið mitt lítur svona út:



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Já maður er ansi víðförull.

Ég skil ekki alveg þessi læti út af Mínus. Þeir voru útilokaðir frá einhverjum Samfés-tónleikum vegna þess að þeir vilja ekki skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi aldrei prófað ólögleg vímuefni. Ég meina það vita allir að þeir eru vaðandi í kókaíni alla daga, hvers vegna ættu þeir að ljúga einhverju um það. Að mínu mati eru þeir sannar fyrirmyndir með því að koma heiðarlega fram. Hmm...yes.

Menn eru að tala um Felix-partý heima hjá litla Eiríki á laugardaginn. Þess má geta að partýið er að hluta til haldið mér til heiðurs enda verð ég 23 ára gamall á miðvikudaginn.
Einnig er ég nýklipptur en ég ætla ekki að gefa út plötu. Góðar stundir.