21.2.04

Skita
Fyrir nokkrum dögum síðan var ég einu sinni sem oftar að gramsa eitthvað í draslinu í kjallaranum og að henda og svona. Hvað haldiði að ég hafi fundið í einum af gömlu verkfærakössunum hans afa? Jú ég fann hvorki meira né minna en samþykkta teikningu af þakinu í Vaðalaseli 8. Teikining þessi var dagsett einhvern tímann árið 1976. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Brynjar kallinn á einmitt heima í Vaðlaseli 8 o sei sei. Þetta kann ykkur að þykja ómerkilegt og leiðinleg saga en ekki hafði ég hugmynd um að afi minn hefði fyrir tæpum þrjátíu árum smíðað þakið á húsi eins besta vinar míns. Svona er þetta og stundum eru menn uppi í tré en það er nú önnur saga.
Við Andri Fannar erum að spá í að setja upp auglýsingu í World Class um skokkklúbbinn okkar. Rúmeninn er orðinn alveg klikkaður og lætur okkur meidda gengið hlaupa meira en meðalfrjálsíþróttaapa. Undanfarna daga erum við búnir að hlaupa einhverja tugi kílómetra á hlaupabrettinu í WC og líka uppi í Egilshöll. Á fimmtudaginn hlupum við 10 kílómetra á þokkalegum hraða og í morgun hlupum við 8 kílómetra á sprettinum. Við erum að tala um 8 kílómetra á 15 km hraða á brettinu. Rúmenanum finnst þetta hins vegar voða "gaman gaman!!!".
Ég skeit á mig í 1x2 í dag. 8 réttir er náttúrulega ekki nógu gott.
Ég er búinn að setja link á nýjan bloggara en það er engin önnur en drottning skyndibitans hún Skyndibita-linda. Einnig er kominn linkur á gamlan blogghund sem hefur dregið fram lyklaborðið á nýjan leik en það er sjálfur Taggartinn
Later!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home