5.2.04

Mættur
Skyldi JFK verða næsti forseti ðe bandaríks? Lítið veit ég um þann mann en það væri óneitanlega skemmtilegt og örugglega ekki verri kostur en W.

Á heimasíðu Hagnaðarins sá ég að hann var búinn að merkja inn á kort þau lönd sem hann hefur komið til. Ég ákvað að prófa slíkt hið sama og kortið mitt lítur svona út:



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Já maður er ansi víðförull.

Ég skil ekki alveg þessi læti út af Mínus. Þeir voru útilokaðir frá einhverjum Samfés-tónleikum vegna þess að þeir vilja ekki skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi aldrei prófað ólögleg vímuefni. Ég meina það vita allir að þeir eru vaðandi í kókaíni alla daga, hvers vegna ættu þeir að ljúga einhverju um það. Að mínu mati eru þeir sannar fyrirmyndir með því að koma heiðarlega fram. Hmm...yes.

Menn eru að tala um Felix-partý heima hjá litla Eiríki á laugardaginn. Þess má geta að partýið er að hluta til haldið mér til heiðurs enda verð ég 23 ára gamall á miðvikudaginn.
Einnig er ég nýklipptur en ég ætla ekki að gefa út plötu. Góðar stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home