21.1.04

Allt að gerast!
Ble!!! Jæja þá er ég byrjaður í skólanum og ekkert nema gott um það að segja. Fór í tvo tíma í dag; Stækkun Evrópusambandsins og Nútímakenningar í félagsvísindum, allt saman mjög áhugavert. Fyrri tíminn var í aðalbyggingunni en þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í tíma þar (fyrir áhugasama Sálaraðdáendur þá er Stebbi Hilmars í þessum tímum). Hinn tíminn var í hinu nýja og rándýra náttúrufræðahúsi. Þetta er stórglæsilegt hús og allt það nema hvað það gleymdist að hafa borð til þess að skrifa á og ekki er gert ráð fyrir því að nemendur séu með fartölvur. a.m.k. eru engar innstungur.
Síðasta einkunnin datt inn í dag - solid 7.5 í Mannréttindum frá ólíkum sjónarhornum og með því tryggði kallinn 1. einkunnina enn frekar í sessi. Stefnan er svo að hækka hana enn frekar á þessari síðustu önn og útskrifast svo með glæsibrag og vita bara andskotann ekkert hvað tekur við og hvað maður á svo að gera.
Í dag fékk ég svo líka atvinnutilboð. Tilboð þetta kom frá KSÍ. Nei ég verð ekki aðstoðarmaður Ásgeirs og Loga heldur var ég beðinn um að bera kennsl á menn á fjölmörgum liðsmyndum frá því að ég var í þessum unglingalandsliðum. Mér verður sem sagt úthlutað einni fartölvu í c.a. 1-2 klst. og ég pikka inn nöfnin á strákunum undir myndirnar. Hljómar spennandi og skemmtilegt en þetta er vel borgað.
Svo frétti ég það í gær að á morgun birtist viðtal við mig í hinni hliðinni á fotbolti.net. Ég hvet alla til þess að tékka á því, það gæti birst þar skemmtileg mynd af mér.
Jæja ég er farinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home