22.1.04

EM í bakhrindingum
Í kvöld leikur íslenska landsliðið í handbolta sinn fyrsta leik á EM. Andstæðingarnir eru heimamenn, Slóvenar. Það er mjög mikilvægt að sigra í þessum fyrsta leik, fá gott start, vinna síðan riðilinn, vinna svo einn leik í milliriðli, komast í undanúrslit, vinna þar og vinna Svíadjöflana í úrslitaleik. Nei við skulum nú ekki tapa okkur en skulum hins vegar vona að Garcia nái sér vel á strik því ekki viljum við að helvítið hann Patti fái að vaða uppi og klúðra málunum. Ég spái okkur naumum sigri í erfiðum leik en þessi spá byggist þó á því að Patti spili ekki mikið meira en u.þ.b. 20 mínútur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home