6.2.04

Skórnir á hilluna
Í kjölfar læknamistaka hef ég ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þannig er mál með vexti að á morgun er liðinn nákvæmlega mánuður síðan ég sneri mig á ökkla á hinu stórskemmtilega gervigrasi í Laugardal. Í þrjár vikur hef farið í bylgjur og annað rugl hjá sjúkraþjálfara en ekkert hefur gengið. Fyrir viku síðan fór ég svo til læknis og hann sprautaði mig. Ég kom aftur til hans á miðvikudaginn og fékk aðra sterasprautu (já buffið er á sterum). Ég kom síðan til læknisins í þriðja skipti í dag. Ég þurfti að bíða í hátt á annan tíma bara til þess að fá enga þjónustu á endanum. Hann hafði ætlað að senda mig í myndatöku en af því biðin var svo löng var búið að loka myndatökudeildinni. Síðan vafði hann bara einhverju bandi utan um ökklann á mér (ég hefði nú getað gert það sjálfur) og rukkaði mig um þrjú þúsund kall!!! Andskotinn!!!
Ég hef ekkert getað æft fótbolta undanfarinn mánuð og nú er nóg komið, ég er endanlega hættur. Ekkert getur fengið mig til að endurskoða þessa ákvörðun mína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home