17.2.04

Bremsuklossar í Boston
Buffhrúturinn er hér og nýbúinn að skipta um bremsuklossa ásamt bílahrútinum. Reyndar sá bílahrúturinn um skítverkin og Buffhrúturinn fylgdist gaumgæfilega með.
Í dag fórum við Atli almannatengsl á fyrirlestur með gaur sem var áður almannatengslafulltrúi Bill Clinton og er í dag einhver stór kall hjá Alcoa jafnframt því að gefa John Kerry góð ráð í frítíma sínum. Þetta var nokkuð nettur náungi sem hafði frá mörgu áhugaverðu að segja. Í framhaldi af þessum fyrirlestri ákváðum við Atli að gera sameiginlegt BA-verkefni um áhrif Kommúnistaflokks Íslands á utanríkisstefnu sænskra stjórnvalda með tilliti til stefnumótunar þeirra í afbrotamálum. Gæti orðið athyglisvert.
Núna er ég að bíða eftir símtali frá mr Ed Kelly, þjálfara fótboltaliðsins í Boston College. Hef ekki heyrt í kallinum lengi og það verður því gaman að rifja upp gömul kynni. Hann hringdi heim áðan en ég var í World Class og gat því ekki talað við hann. Ég veit heldur ekkert hvað ég á að segja við hann. "Ahhh I don't know if I want to come to your school. I'm a ram, a buffet ram". Hmm...yes.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home